You are currently viewing Íslandsmót ungmenna innanhús 2022

Íslandsmót ungmenna innanhús 2022

Helgina 29-30 janúar var Íslandsmót ungmenna innanhúss 2022 haldið í Bogfimisetrinu. Íslandsmóti ungmenna innanhúss er skipt í tvö Íslandsmót, Íslandsmót U16/U18 á laugardegi og Íslandsmót U21 á Sunnudegi. Á laugardeginum voru 24 keppendur sem tóku þátt á Íslandsmóti U16/U18. Á sunnudeginum var keppt á Íslandsmóti U21 og tóku 15 keppendur þátt. Keppt var í karla og kvenna flokkum í trissuboga, sveigboga og berboga flokkum og félagsliðakeppni í karla, kvenna og blönduð liði. Slegin voru átta íslandsmet í heild á mótinu. Sjö liðamet og eitt einstaklingsmet, einnig voru tveir sem jöfnuðu núverandi Íslandsmet. Fimm bráðabanar voru á mótinu þar sem keppendur í útsláttakeppni voru jafnir og þurfti að skera úr um sigurvegara með einni ör þar sem sá sem er nær miðju vinnur.

 

 

Íslandsmeistarar ungmenna innandyra 2022

Berbogi;

 • U16 kvenna er Sóldís Inga Gunnarsdóttir úr Boganum.
 • U16 karla er Baldur Freyr Árnasson úr Boganum.
 • U21 kvenna er Viktoría Fönn Guðmundsdóttir úr Akur.
 • U21 karla er Patrek Hall Einarsson úr Boganum.

Trissubogi;

 • U16 kvenna er Þórdís Unnur Bjarkadóttir úr Boganum.
 • U16 karla er Magnús Darri Markússon úr Boganum.
 • U18 kvenna er Freyja Dís Benediktsdóttir úr Boganum.
 • U18 karla er Daníel Baldursson úr SKAUST.
 • U21 kvenna er Eowyn Marie Mamalias úr Hróa Hetti.
 • U21 karla er Nói Barkasson úr Boganum.

Sveigbogi;

 • U16 kvenna er Nanna Líf Gautadóttir Presburg úr Akur.
 • U16 karla er Dagur Logi Björgvinsson Rist úr Boganum.
 • U18 kvenna er Melissa Pampoulie úr Boganum.
 • U18 karla er Máni Gautason úr Akur.
 • U21 kvenna er Marín Aníta Hilmarsdóttir úr Boganum.
 • U21 karla er Máni Gautason úr Akur.

Íslandsmeistarar í félagsliðakeppni ungmenna innandyra 2022

Berbogi;

 • U16 liðakeppni karla – Boginn – Baldur Freyr Árnasson og Patrek Hall Einarsson.
 • U16 liðakeppni blönduð – Boginn – Sóldís Inga Gunnarsdóttir og Baldur Freyr Árnasson.

Trissubogi;

 • U16 liðakeppni kvenna – Boginn – Aríanna Rakel Almarsdóttir og Þórdís Unnur Bjarkadóttir.
 • U16 liðakeppni karla – Boginn – Þórdís Unnur Bjarkadóttir og Magnús Darri Markússon.
 • U16 liðakeppni blönduð – Boginn – Þórdís Unnur Bjarkadóttir og Magnús Darri Markússon.
 • U18 liðakeppni karla – Hrói Höttur – Nóam Óli Stefánsson og Jóhannes Karl Klein.
 • U21 liðakeppni kvenna – Boginn – Freyja Dís Benediktsdóttir og Sara Sigurðardóttir.
 • U21 liðakeppni blönduð – Boginn – Freyja Dís Benediktsdóttir og Nói Barkasson.

Sveigbogi;

 • U16 liðakeppni kvenna – Boginn – Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir og Rakel Ósk Kjartansdóttir.
 • U16 liðakeppni karla – Boginn – Sindri Pálsson og Dagur Logi Björgvinsson Rist.
 • U16 liðakeppni blönduð – Boginn – Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir og Dagur Logi Björgvinsson Rist.
 • U18 liðakeppni blönduð – Boginn – Melissa Pampoulie og Veigar Finndal Atlason.
 • U21 liðakeppni kvenna – Boginn – Halla Sól Þorbjörnsdóttir og Marín Aníta Hilmarsdóttir.

Íslandsmet á Íslandsmótum Ungmenna innandyra 2022

Berbogi;

 • U16 liðakeppni karla var Boginn með 920 stig – Baldur Freyr Árnasson og Patrek Hall Einarsson.
 • U16 liðakeppni blönduð var Boginn með 844 stig – Sóldís Inga Gunnarsdóttir og Baldur Freyr Árnasson.

Trissubogi;

 • U18 einstaklings kvenna var Freyja Dís Benediktsdóttir úr Boganum með 576 stig.
 • U18 liðakeppni karla var Hrói Höttur með 1006 stig – Nóam Óli Stefánsson og Jóhannes Karl Klein.
 • U21 liðakeppni kvenna var Boginn með 1103 stig – Freyja Dís Benediktsdóttir og Sara Sigurðardóttir. 

Sveigbogi;

 • U16 liðakeppni karla var Boginn með 802 stig – Sindri Pálsson og Dagur Logi Björgvinsson Rist.
 • U16 liðakeppni blönduð var Boginn með 866 stig – Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir og Dagur Logi Björgvinsson Rist.
 • U18 liðakeppni blönduð var Boginn með 826 stig – Melissa Pampoulie og Veigar Finndal Atlason. 

Annað um mótið.

Mikil samkeppni var hjá trissuboga kvenna U21 á sunnudeginum. Fjórar stelpur héldu áfram í útsláttakeppni mótsins eftir undankeppni mótins. Þrjár af þeim eru á leið á EM U21 innandyra í Slóveníu í febrúar og ein keppti á Evrópuleikunum 2019, því engin lömb að leika sér við á ferðinni í þeim flokki. Íslandsmetið í útsláttarkeppni trissuboga kvenna er 143 stig og náðu þrjár af þeim fjórum 142 stig í úrslitunum, þannig að getustigið og samkeppnin var mikil. Allir úrslitaleikirnir voru frekar jafnir og enduðu þeir flestir með 1 stigs mun. Einn leikur í undanúrslitum endaði jafn 142-142 og fóru þær í bráðabana. 

Íþróttastjóri BFSÍ bjó til óformlegan vinaleik við lok Íslandsmóts U16/U18 á laugardeginum. Þar sem hæsti í undankeppni U18 karla Daníel Baldursson í Skaust og hæsti í undankeppni U18 kvenna Freyja Dís Benediktsdóttir í Boganum kepptu sín á milli. Leikurinn var mjög jafn en Daníel hafði betur 144-143. Þar sem um vinaleik var að ræða lét íþróttastjóri dómara tilkynna jafntefli og voru Freyja og Daníel send í bráðabana þrátt fyrir að sigurvegari væri þegar ákvarðaður. Á Íslandsmótum ungmenna voru tveir dómarar að taka verklega part af dómara prófi og að leysa úr bráðabönum því góð reynsla fyrir þá. Fyrsti bráðabani endaði jafn, sem þýðir að örvar voru nákvæmlega jafn langt frá miðju þegar mælt var með skíðmáli. Annar bráðabani var mjög jafn en Daníel var eilítið nær miðju, Íþróttastjóri lét dómara samt senda þau í þriðja bráðabana. Í þriðja bráðabana hitti Freyja 10 og Daníel 9 og vann því Freyja síðasta bráðabanann en íþróttastjóri sagði dómaranum að tilkynna sigur fyrir Daníel þar sem hann vann í raun útsláttinn og hefði ekki þurft bráðabana. Þetta er góð reynsla fyrir keppendur undir pressu og gott próf fyrir dómara að æfa sig að fylgja réttum aðferðum við úrlausn á jöfnum bráðabönum s.s. notað skíðmál til að mæla fjarlægð örvar og slíkt.

Á Íslandsmótum ungmenna 2022 var einnig verið að prufa nýja tækni. Í streymi úrslitaleikja mótsins voru notaðar nýjar myndavélar sem var hægt að fjarstýra, skipt var úr OBS í V-Mix streymis forritið þar sem einnig var mögulegt að bæta við „slow motion replays“ og tveir spekingar lýstu leikum fyrir áhorfendum sem commentators. Fjarþjónn á server BFSÍ var notaður fyrir úrslitabirtingu og tengingu við graphics fyrir streymið. Þar sem var verið að prófa nýjan búnað og tækni komu upp ýmis vandamál sem þurfti að leysa en reynslan sem kom úr þessum tilraunum mun skila sér í betri streymum og sýnileika fyrir BFSÍ í framtíðinni.

Starfsfólk mótana:

 • Skipulag, skorskráning og úrslitabirting – Valgerður Hjaltested og Guðmundur Örn Guðjónsson
 • Yfirdómari og formaður dómnefndar – Guðmundur Örn Guðjónsson
 • Dómarar – Guðbjörg Reynisdóttir og Marín Aníta Hilmarsdóttir
 • Streymi – Oliver Ormar Ingvarsson
 • Commentator – Oliver Ormar Ingvarsson og Dagur Örn Fannarsson
 • Ljósmyndir – Freyja Dís Benediktsdóttir
 • Sjálfboðaliðar – Sveinn Stefánsson, Patrek Hall Einarsson, Nóam Óli Stefánsson, Þórdís Unnur Bjarkadóttir og Daníel Baldursson.

Hlekkir tengdir Íslandsmótum ungmenna innandyra 2022