You are currently viewing Dómararáðstefna World Archery Europe

Dómararáðstefna World Archery Europe

Ráðstefna dómara Evrópska bogfimisambandsins (World Archery Europe (WAE) continental judges conference) var haldin síðustu helgi 3-5 nóvember í höfuðstöðvum Þýska bogfimisambandsins DSB í Wiesbaden Þýskalandi.

Farið var yfir nýjustu reglubreytingar frá heimsþingi 2023 og aðrar breytingar á regluverki og verkferlum sem komið hafa til síðan síðasta ráðstefna var haldin. Mesti tími ráðstefnunnar fór í að fara yfir og ræða „case studies“ meðal annars til þess að greina hvar væri mögulegt að gera betur í verkferlum eða setja fram tillögur að reglubreytingum til WA eða lagfæringum á orðalagi til að skýra reglur.

Í orðum World Archery Europe

The conference is open to all WAE judge (including WEA accredited judges). It is an important opportunity for the judges to meet, train and discuss important issues.

Guðmundur Guðjónsson sat ráðstefnuna frá BFSÍ, en hann hefur verið heimsálfudómari (continental judge) fyrir Evrópska bogfimisambandið frá árinu 2018 og er með réttindi til ársins 2026.

Áhugavert er að geta að Þýska bogfimi og skotsambandið (DSB) er mjög stórt samband á Íslenskum skala og er t.d. með um 50% fleiri starfsmenn á sinni skrifstofu en Íþrótta og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) er með á sinni skrifstofu. Þá er ekki verið að telja með þjálfara sem starfa fyrir DSB sem myndi setja DSB upp í yfir 60 starfsmenn, ÍSÍ er aðeins með um 25% af þeim starfsmannafjölda. BFSÍ væri aðeins með um 2% af starfsmannafjölda DSB, en ef horft er til iðkendatalna m.v. fjölda starfsmanna eru DSB og BFSÍ nokkuð jöfn í starfshlutfalli starfsmanna per iðkanda.

Áætlað er að næsta dómararáðstefna WAE verði haldin eftir heimsþing 2025.