40 titlar veittir og 18 Íslandsmet slegin á Íslandsmótum ungmenna um helgina

Íslandsmót ungmenna innanhúss 2023 var skipt niður í tvö mót sem haldin voru í Bogfimisetrinu. Íslandsmót U16/U18 sem haldið var á laugardeginum og Íslandsmót U21 sem haldið var á sunnudeginum. Samtals var keppnin sjálf lengri en 22 klukkutímar yfir þessa tvo daga, til viðbótar við tímann sem tekur að undirbúa…

Continue Reading40 titlar veittir og 18 Íslandsmet slegin á Íslandsmótum ungmenna um helgina

12 milljónum úthlutað til BFSÍ úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2023

Afrekssjóður ÍSÍ úthlutaði 12.150.000.kr styrk til BFSÍ til afreksstarfs sambandsins fyrir árið 2023. Þetta er 2.150.000.kr hærra en styrkur sem BFSÍ fékk fyrir árið 2022 sem var 10.000.000.kr og því þróun í rétta átt hjá sambandinu og vel staðað að starfinu. Áætlað er að styrkur flestra sérsambanda hafi lækkað á…

Continue Reading12 milljónum úthlutað til BFSÍ úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2023

Sveigbogi og trissubogi U18 utandyra færðir 10 metrum nær og nú eru fleiri Íslandsmet fyrir U18

Á síðasta stjórnarfundi BFSÍ voru gerðar stórar breytingar á reglugerð um Íslensk mót og Íslandsmet. Flestar breytingarnar voru breytingar á orðalagi og formi reglugerðarinnar en breytti ekki efnislegu innihaldi reglugerðarinnar. En fjórar breytingar voru gerðar sem er vert fyrir félög, iðkendur og keppendur að vita af: 1. Viðbót á Íslandsmetum…

Continue ReadingSveigbogi og trissubogi U18 utandyra færðir 10 metrum nær og nú eru fleiri Íslandsmet fyrir U18

Bikarmeistarar BFSÍ 2023 krýndir um helgina, allir þeirra meðal 10 efstu á IWSO heimslista heimsmótaraðarinnar

Bikarmótaröð BFSÍ 2022-2023 lauk á laugardaginn síðastliðinn á síðasta bikarmóti BFSÍ á tímabilinu. Bikarmeistarar BFSÍ árið 2023 eru: Marín Aníta Hilmarsdóttir úr BF Boganum í Kópavogi er bikarmeistari BFSÍ í sveigbogaflokki Alfreð Birgisson úr ÍF Akur á Akureyri er bikarmeistari BFSÍ í trissubogaflokki Guðbjörg Reynisdóttir úr BF Hróa Hetti í…

Continue ReadingBikarmeistarar BFSÍ 2023 krýndir um helgina, allir þeirra meðal 10 efstu á IWSO heimslista heimsmótaraðarinnar

Fyrsta kynsegin/annað Íslandsmet var sett á bikarmóti BFSÍ í dag

Frost Ás Þórðarson úr BF Boganum í Kópavogi setti fyrsta Íslandsmet í þriðju kynskráningu í þjóðskrá (kynsegin/annað) á Bikarmóti Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) í dag. Eftir því sem best er vitað er þetta fyrsta Íslandsmet sem veitt er í nokkurri íþrótt fyrir þriðju kynskráningu í þjóðskrá (kynsegin/annað). Íslandsmetið er 264 stig…

Continue ReadingFyrsta kynsegin/annað Íslandsmet var sett á bikarmóti BFSÍ í dag

Viðbót Íslandmeta fyrir þriðju kynskráningu og formleg viðbót á Íslandsmeistaratitlum óháðum kyni

Stjórn Bogfimisambands Íslands samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum í gær breytingar á reglugerðum sambandsins um Íslensk mót og Íslandsmet. Meðal breytinga sem er helst vert að vekja athygli á eru: Formleg viðbót á Íslandsmetum fyrir einstaklinga með hlutlausa kynskráningu í Þjóðskrá (kynsegin/annað) í öllum aldursflokkum og keppnisgreinum. Formleg viðbót Íslandsmeistaratitils…

Continue ReadingViðbót Íslandmeta fyrir þriðju kynskráningu og formleg viðbót á Íslandsmeistaratitlum óháðum kyni

Evrópusambandið endurnýjar heimsálfudómara stöðu Guðmundar

BFSÍ barst ánægjulegt bréf frá Evrópusambandinu (World Archery Europe-WAE) þar sem tilkynnt var að Guðmundur Guðjónsson hafi náð endurmenntunar og stöðuprófi til endurnýjunar réttinda til ársins 2026. Guðmundur sagði að prófið hafi innihaldið 80 spurningar í 168 liðum. Svör við spurningum prófsins voru sendar til dómara eftir að því lauk…

Continue ReadingEvrópusambandið endurnýjar heimsálfudómara stöðu Guðmundar

Íþróttaeldhugi ársins verðlaunaður í ár af ÍSÍ

ÍÞRÓTTAELDHUGI ÁRSINS VERÐLAUNAÐUR Í ÁR Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar um eftirtektarverða sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni. Ný verðlaun, Íþróttaeldhugi ársins, verða veitt samhliða lýsingu á kjöri Íþróttamanns ársins 2022. Lottó og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir þessari nýbreytni. Almenningi gefst kostur á að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða…

Continue ReadingÍþróttaeldhugi ársins verðlaunaður í ár af ÍSÍ

Paralympic Dagurinn

Paralympic-dagurinn 2022 fer fram laugardaginn 3. desember í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 13.00-15.00. Stór og skemmtilegur kynningardagur á íþróttastarfi fatlaðra fyrir alla fjölskylduna! Öll velkomin. Á Paralympic-daginn koma aðildarfélög fatlaðra jafnt sem ófatlaðra ásamt öðrum hagsmunaaðilum til með að kynna starfsemi sína, æfingatöflur og þau úrræði sem hægt er…

Continue ReadingParalympic Dagurinn

Anna María Alfreðsdóttir og Alfreð Birgisson Íþróttafólk ársins hjá BFSÍ 2022

Akureyringarnir og feðginin Anna María Alfreðsdóttir og Alfreð Birgisson úr ÍF Akur á Akureyri voru valin Íþróttafólk ársins hjá Bogfimisambandi Íslands 2022. Anna átti mjög árangursríkt ár í sinni keppnisgrein trissuboga kvenna. Anna var ekki langt frá því að vinna til verðlaun á Evrópumeistaramóti á árinu, en hún keppti fimm…

Continue ReadingAnna María Alfreðsdóttir og Alfreð Birgisson Íþróttafólk ársins hjá BFSÍ 2022