You are currently viewing Sara Sigurðardóttir nýjasti landsdómari og er áætluð til að sitja World Archery Youth Judge námskeið á vegum World Archery

Sara Sigurðardóttir nýjasti landsdómari og er áætluð til að sitja World Archery Youth Judge námskeið á vegum World Archery

Sara Sigurðardóttir bætist við fjölda landsdómara í bogfimi, en hún tók bæði net námskeið á vegum World Archery ásamt því að ná dómaraprófi BFSÍ í síðustu viku. Hún mun dæma á sínu fyrsta móti á Íslandsmeistaramótinu næstu helgi 5-6 mars þar sem hún mun einnig ljúka verklega hluta landsdómararéttinda..

Sara lýsti einnig yfir áhuga sínum á því að sitja námskeið fyrir alþjóðlega ungmenna dómara eða World Archery Youth Judge seminar sem haldið verður í Halifax í Kanda í maí og fékk stuðning stjórnar BFSÍ fyrir því á síðasta stjórnarfundi.

Sem stendur eru aðeins 12 alþjóðlegir ungmenna dómara (18-30 ára) hjá heimssambandinu og margir ungir alþjóðlegir dómarar sem hafa farið þennan veg til þess að ná sínum réttindum.

World Archery Youth Judges (WAYJ) eru á sama stigi og Continental Judges (CJ) og dæma almennt á ungmenna mótum á vegum heimssambandsins. Ásamt því fá WAYJ almennt forgang á það að taka alþjóðleg dómararéttindi hjá heimssambandinu í þeim tilgangi að auðvelda yngri einstaklingum að ná slíkum réttindum, sem getur oft verið mjög tímafrekt ef farið er hefðbundna leið. S.s. er ekki krafa um að ungir einstaklingar sem taka slíkt námskeið hafi landsdómararéttindi í sínu landi, þó að það sé talið æskilegt.

Vonum að það gangi sem best hjá Söru á námskeiðinu og að BFSÍ verði komið með annan alþjóðlega dómara á skrá eftir sumarið. En Guðmundur Guðjónsson er eini núverandi alþjóðlegi dómara Íslands í bogfimi með heimsálfudómararéttindi (CJ).

https://worldarchery.sport/news/175751/youth-judge-programme-shortens-pathway-international-appointment