You are currently viewing Fjórir Norðurlandameistarar, sjö Norðurlandamet og langur listi af öðrum verðlaunum/metum eftir sterka frammistöðu Íslands á NM ungmenna 2023

Fjórir Norðurlandameistarar, sjö Norðurlandamet og langur listi af öðrum verðlaunum/metum eftir sterka frammistöðu Íslands á NM ungmenna 2023

Mjög gott gengi var hjá Íslenskum keppendunum á Norðurlandameistaramóti ungmenna í Larvik Noregi síðustu helgi (30 júní til 2 júlí)

Það er gífurlega jákvætt hve vel gekk hjá Íslensku keppendunum og framfarir Íslands í íþróttinni eru gífurlegar.

32 Íslenskir keppendur kepptu á NM ungmenna og margir af okkar keppendum náðu frábærum árangri sem er vel vert að fjalla ítarlegra um sérstaklega (og reynt verður að gera það síðar á í fréttagreinum á archery.is).

En hér er að finna grófa samantekt af helsta árangri Íslensku keppendanna og liðanna á NM ungmenna 2023.

Ísland stóð sig vel í heildarverðlaunafjölda mótsins (medal standings):

  1. Danmörk – 23 verðlaun
  2. Noregur – 22 verðlaun
  3. Svíþjóð – 20 verðlaun
  4. Ísland – 18 verðlaun
  5. Finnland – 2 verðlaun
  6. Færeyjar – 0 verðlaun (en þeir eiga hlutdeild í Samúel 😉)

Samantekt af árangri liðsins á NM ungmenna:

  • 4 Norðurlandameistaratitlar einstaklinga
  • 7 Norðurlandamet (3 einstaklings og 4 liða)
  • 8 silfur (4 einstaklings og 4 liða)
  • 10 brons (6 einstaklings og 4 liða)
  • 17 Íslandsmet (9 einstaklingsmet og 8 landsliðsmet)
Marín var ein af þeim sem vann Norðurlandameistaratitil. En hún flaug beint frá móti í Ólympíuröð í Póllandi (Evrópuleikunum þar sem hún keppti fyrir ÍSÍ) til Noregs til þess að keppa á NM ungmenna

Norðurlandameistarar í einstaklingskeppni á NM ungmenna:

  • Gull Maria Kozak berbogi kvenna U18
  • Gull Marín Aníta Hilmarsdóttir sveigbogi kvenna U21
  • Gull Sámuel Peterson trissubogi karla U21
  • Gull Patrek Hall Einarsson langbogi karla U18

Silfur og brons verðlaunahafar í einstaklingskeppni á NM ungmenna:

  • Silfur Kato Guðbjörns berbogi kvenna U16
  • Silfur Eowyn Maria Mamalias trissubogi kvenna  U21
  • Silfur Ragnar Smári Jónasson trissubogi karla U18
  • Silfur Þórdís Unnur Bjarkadóttir trissubogi kvenna U16
  • Brons Auðunn Andri Jóhannesson berbogi karla U21
  • Brons Heba Róbertsdóttir berbogi kvenna U21
  • Brons Þórir Freyr Kristjánsson berbogi karla U18
  • Brons Kaewmungkorn Yuangthong trissubogi karla U21
  • Brons Freyja Dís Benediktsdóttir trissuboga kvenna U21
  • Brons Ísar Logi Þorsteinsson trissubogi karla U18

Íslensku keppendurnir stóðu sig vel í liðakeppni og ekki munaði miklu á að þeir tækju liða titilinn í sinni keppnisgrein í nokkrum tilfellum. Verðlaunahafar í liðakeppni á NM ungmenna 2023:

  • Silfur trissubogi U21 unisex
    • Freyja Dís Benediktsdóttir
    • Eowyn Marie Mamalias
    • Sámuel Peterson
  • Silfur trissubogi U18 unisex
    • Ragnar Smári Jónasson
    • Ísar Logi Þorsteinsson
    • Jóhannes Karl Klein
  • Silfur berbogi U18 unisex (Nordic Team)
    • Maria Kozak
  • Silfur langbogi unisex (Nordic Team)
    • Patrek Hall Einarsson
  • Brons sveigbogi U21 unisex
    • Marín Aníta Hilmarsdóttir
    • Mels Tanja Pampoulie
    • Halla Sól Þorbjörnsdóttir
  • Brons trissubogi U21 unisex
    • Anna María Alfreðsdóttir
    • Daníel Baldursson Hvidbro
    • Kaewmungkorn Yuangthong
  • Brons berbogi U21 unisex (Nordic Team)
    • Auðunn Andri Jóhannesson
    • Heba Róbertsdóttir
  • Brons berbogi U18 unisex (Nordic Team)
    • Þórir Freyr Kristjánsson

Íslensku keppendurnir settu sjö Norðurlandamet á mótinu í liða og einstaklingskeppni á NM ungmenna:

  • Marín Aníta Hilmarsdóttir – Sveigbogi kvenna U21 einstaklinga –  624 stig
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir – Trissubogi kvenna U16 einstaklinga – 686 stig
  • Patrek Hall Einarsson – Langbogi karla U16 einstaklinga – 414 stig
  • Trissuboga U18 lið undankeppni – 1889 stig
    • Ragnar Smári Jónasson
    • Jóhannes Karl Klein
    • Ísar Logi Þorsteinsson
  • Trissuboga U18 lið útsláttarkeppni – 202 stig
    • Ragnar Smári Jónasson
    • Jóhannes Karl Klein
    • Ísar Logi Þorsteinsson
  • Trissuboga U21 lið undankeppni – 1923 stig
    • Freyja Dís Benediktsdóttir
    • Eowyn Marie Mamalias
    • Sámuel Peterson
  • Trissubogi U21 lið útsláttarkeppni – 207 stig
    • Freyja Dís Benediktsdóttir
    • Eowyn Marie Mamalias
    • Sámuel Peterson

Íslandsmet sem slegin voru á NM ungmenna 2023:

  1. Marín Aníta Hilmarsdóttir – Sveigbogi kvenna U21 – 624 stig
  2. Þórdís Unnur Bjarkadóttir – Trissubogi kvenna U16 – 686 stig
  3. Máni Gautason – Sveigbogi karla U18 – 495 stig
  4. Svandís Ólavía Hákonardóttir – Sveigbogi kvenna U18 – 321 stig
  5. Ragnar Smári Jónasson – Trissubogi karla U18 – 669 stig
  6. Bríana Birta Ásmundsdóttir – Trissubogi kvenna U18 – 555 stig
  7. Auðunn Andri Jóhannesson – Berbogi karla U21 – 392 stig
  8. Baldur Freyr Árnason – Berbogi karla U16 – 535 stig
  9. Kató Guðbjörns – Berbogi kvenna U16 – 461 stig
  10. Sveigbogi lið U21 unisex – 1555 stig
    • Marín Aníta Hilmarsdóttir
    • Mels Tanja Pampoulie
    • Halla Sól Þorbjörnsdóttir
  11. Sveigbogi lið U18 unisex – 1284 stig
    • Máni Gautason Presburg
    • Svandís Ólavía Hákonardóttir
    • Veigar Finndal Atlason
  12. Sveigbogi lið U16 unisex – 1606 stig
    • Jenný Magnúsdóttir
    • Þórir Steingrímsson
    • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir
  13. Trissubogi lið U21 unisex – 1923 stig
    • Freyja Dís Benediktsdóttir
    • Eowyn Marie Mamalias
    • Sámuel Peterson
  14. Trissubogi lið U18 unisex – 1889 stig
    • Ragnar Smári Jónasson
    • Jóhannes Karl Klein
    • Ísar Logi Þorsteinsson
  15. Berbogi lið U16 unisex – 1241 stig
    • Baldur Freyr Árnason
    • Kató Guðbjörns
    • Dagur Ómarson
  16. Trissubogi lið U21 unisex útsláttarkeppni – 207 stig
    • Eowyn Marie Mamalias
    • Sámuel Peterson
    • Freyja Dís Benediktsdóttir
  17. Trissubogi lið U18 unisex útsláttarkeppni – 202 stig
    • Ragnar Smári Jónasson
    • Jóhannes Karl Klein
    • Ísar Logi Þorsteinsson

Almennt um mótið

Norðurlandameistaramót Ungmenna (NM ungmenna eða NUM) er haldið árlega. Þar keppir besta íþróttafólk í íþróttinni í sínum keppnisgreinum og aldursflokkum í markbogfimi utandyra.

Mótið var haldið í Larvik Noregi að þessu sinni 29 júní – 3 júlí. Vert er að geta að Ísland tók fyrst þátt á NM ungmenna fyrir 5 árum árið 2018 og þá var mótið einnig haldið í Larvik Noregi. Þátttaka og árangur Íslands hefur verið á hraðri uppleið síðan þá, enda uppvöxtur íþróttarinnar á Íslandi verið gífurlegur á þessum tíma.

Það sést sérstaklega í fjölda keppenda frá hverri þjóð og þess árangurs sem Ísland er að ná á mótinu.

Fjöldi keppenda eftir þjóðum:

  • Noregur – 51
  • Danmörk – 37
  • Ísland – 32
  • Svíþjóð – 26
  • Finnland – 5
  • Færeyjar – 4

Framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Noregs opnaði mótið 30 júní þegar undankeppni mótsins hófst og fjallað var um fyrsta dag mótsins í fréttinni hér fyrir neðan.

Nokkrar nýjungar voru á NM ungmenna að þessu sinni.

Fjarlægðum fyrir NM ungmenna var breytt á mótinu svo að hækkun erfiðleikastigs væri jafnara milli aldursflokka. Breytingin kom til vegna tillögu íþróttastjóra BFSÍ sem var samþykkt einróma á Norðurlandafundi í mars. Breytingin er bæði hvetjandi fyrir ungmenni og verndar líkamlega og andlega heilsu þeirra betur. Þar sem ungmennunum er ekki ýtt eins hratt upp í fjarlægðum þá hafa þau lengri tíma til að byggja upp styrk og tækni til þess að höndla dragþyngdina með réttara formi. Á sama tíma falla skor ungmenna minna á milli aldursflokka sem er jákvætt fyrir andlega heilsu þeirra og sjálfsmat, sem minnkar líkur á því að ungmenni missi móðinn eða hafi neikvæðar tilfinningar til lækkunar skors (frammistöðu) sem þau nema milli aldursflokka þar sem erfiðleikastig eykst.

Sveigbogi Fjarlægðir nú Fjarlægðir áður
U16 40 metrar 40 metrar
U18 50 metrar 60 metrar
U21 60 metrar 70 metrar
WAU21 70 metrar

 

Trissubogi Fjarlægðir nú Fjarlægðir áður
U16 30 metrar 30 metrar
U18 40 metrar 50 metrar
U21 50 metrar 50 metrar

 

Önnur viðbót í reglum WAN sem kom til vegna tillögu íþróttastjóra BFSÍ frá Norðurlandafundi í mars var að byrjað yrði að halda utan um viðburðarmet á NM (Norðurlandamet/Nordic records), svipað og gert er á Ólympíuleikum og Evrópuleikum. Þar sem keppnisfyrirkomulag og fjarlægðir eru mismunandi í hverju landi fyrir sig fyrir ungmenni og stundum fullorðina líka þá er illgerlegt að halda utan um almenn Norðurlandamet og því hefur það ekki verið gert hingað til. En þar sem allar þjóðir keppa á jöfnum grundvelli og sömu fjarlægðum á NM þá er hægt að halda utan um Norðurlandamet sem sett eru á NM mótunum sjálfum. Fyrstu Norðurlandametin voru því samþykkt á NM ungmenna að þessu sinni.

Bein útsending frá úrslitum, Ísland kennir Noregi.

Guðmundur (Gummi) Guðjónsson (formaður/íþróttastjóri BFSÍ) og Oliver Ormar Ingvarsson (ritari BFSÍ) voru einnig á NM ungmenna og tóku að sér að kenna Norðmönnum að streyma frá viðburðum eins og NUM með formi sem hefur náð miklum vinsældum á Íslandi. Og að streyma úrslitum mótsins með sama formi og heimssambandið gerir. Þetta var í fyrsta sinn sem sýnt var beint frá úrslitum NM ungmenna. Gummi sá um skipulag og keppnisvöllinn (líkaminn) og Oliver sá um streymi, grafík og tækni (heilinn).

Gummi var innan handar fyrir mótshaldara í Larvik, Norska Bogfimisambandið og skorskráningarteymið (Ianseo) við bæði skipulag mótsins þar sem þeir höfðu enga reynslu af því að skipuleggja mót með beinum útsendingum. Gummi tók einnig nánast einsamall að sér að skipuleggja úrslit mótsins og fékk miklar þakkir fyrir það frá mótshöldurum í upplýsingabækling mótsins. Gummi var einnig innan handar fyrir þá á meðan á mótinu stóð, þegar að

Þetta var í fyrsta sinn sem Norsku dómararnir höfðu dæmt í sjónvörpuðum úrslitaleikjum (alternate shooting) þannig að þeir voru mjög stressaðir fyrir leikina og það komu upp ýmsir hnökrar vegna reynsluleysis, t.d. tilkynntu þeir röng úrslit fyrir trissuboga kvenna U21 úrslitaleikinn þar sem þeir tilkynntu að hin Íslenska Eowyn hefði unnið en réttilega vann sú Danska gull úrslitin. En dómararnir voru gífurlega spenntir fyrir því að fá að prófa það í fyrsta sinn að dæma í úrslitum eins og er á stórum alþjóðlegum viðburðum eins og HM/EM, heimsbikarmótum o.s.frv. Þeir höfðu skipulagt vikum fyrir mótið hvernig þeir vildu skiptast á í mismunandi stöðum í úrslitum svo að allir fengjum sem mesta reynslu af mismunandi hlutverkum dómara í úrslitum.

Oliver sá um tæknilega hluta streymisins og eyddi stórum hluta af sínum tíma með fólki frá Norska bogfimisambandinu að kenna þeim hvernig tæknilegu hlutir sjónvarpaðra úrslita færu fram. Noregur átti einhvern búnað frá því að þeir höfðu reynt að koma útsendingum af sínum viðburðum í gang, án árangur, og Oliver kenndi þeim á uppsetninguna á þeim búnaði, forritin sem til þarf og setti upp á tölvu Norðmanna allt sem til þarf til þess að þeir geti verið með beinar útsendingar í framtíðinni.

Norðmennirnir sem tóku þátt í streyminu, dómgæslu, vallarstaff, þjálfararnir og íþróttafólkið voru einstaklega ánægðir með hve vel streymið gekk og margir af þeim sem voru tilbúnir til að vinna í því að koma Noregi og Norska sambandinu á sama stað og Bogfimisamband Íslands er þegar komið á í þróun í þessum málum.

Líklegt telst að Danmörk vilji fá sömu aðstoð fyrir NM ungmenna 2024 frá Íslandi (Gumma og Oliver), sem þeir eru opnir fyrir að skoða. En það er ekki búið að festa það í stein að slíkt gerist enþá.

Töfin mikla

Upp kom atriði á mótinu sem tafði mótið mikið og sem margir höfðu áhuga á að heyra um en náðu ekki. Því skrifum við ítarlega um það hér til gamans og lærdóms.

Tvær kærur komu upp á mótinu í undanúrslitum sveigboga kvenna U21 á sama tíma frá tveim þjóðum. Það sem gerðist var að tvær Danskar stelpur föttuðu ekki að mæta á sitt skotmark þegar að leikurinn þeirra byrjaði í undanúrslitum (leikirnir voru Danmörk vs Ísland og Danmörk vs Svíþjóð). Samkvæmt reglunum ættu þær þá að hafa tapað þar sem þær mættu ekki í leikinn þegar hann hófst, en yfirdómarinn tók þá ákvörðun að í stað þess að Dönsku stelpurnar gæfu leikinn (forfeit) þá mættu þær skjóta þeim lotum sem eftir voru af leiknum (þar sem þær mættu aðeins einni lotu of seint og ættu en færi á því að vinna leikinn). Forsendurnar sem dómarinn gaf fyrir því var að NM ungmenna er ungmennamót og ætti að vera liðlegri í slíkum ákvörðunum á ungmennamótum.

Undanúrslitin héldu áfram eftir ákvörðun yfirdómarans. En eftir að báðar Dönsku stelpurnar töpuðu sínum leikjum, skipuðu þjálfarar þeirra þeim að neita að skrifa undir skorblaðið og Danmörk kærði ákvörðun yfirdómarans (sem hafði gefið þeim séns) og heimtuðu að leikirnir yrðu endurteknir (eftir að þeir höfðu tapað þeim). Svíþjóð ákvað að kæra ákvörðun yfirdómarans þar sem samkvæmt reglunum var leikurinn tapaður þegar Dönsku stelpurnar mættu ekki í leikinn þegar hann hófst og hefði ekki átt að leyfa leiknum að halda áfram.

Gummi ákvað að kæra ekki ákvörðun yfirdómarans fyrir Ísland þar sem hann var sáttur við orðalag í reglum WA sem gefa yfirdómaranum tæknilega séð heimild undir sérstökum kringumstæðum til þess að leyfa leik að halda áfram undir slíkum kringumstæðum ef yfirdómari mótsins teldi að töf keppanda ekki hafa verið undir hans stjórn, en þá að þeim lotum sem var lokið væru tapaðar. (Þó að Gummi hafi íhugað mikið að kæra þetta þar sem að réttasta ákvörðunin væri forfeit til að tryggja jafna þjónustu dómara um allan heim við íþróttafólk sem er principle í dómgæslu).

Kölluð var saman dómnefnd á mótinu sem samanstóð af þjóðum sem voru ekki tengd kærunum til að fjalla um kærurnar tvær og ákvörðun dómnefndar var að ákvörðun yfirdómarans myndi standa, þeim lotum sem Dönsku stelpurnar mættu ekki í væru tapaðar en leikurinn héldi áfram frá þeim punkti. Þar sem báðum leikjunum var lokið þýddi það bara að niðurstöðurnar stóðu Dönsku stelpurnar töpuðu 6-0 og 7-1. Semsagt kærum Danmerkur og Svíþjóðar var hafnað.

Krakkarnir

Íslensku krakkarnir skemmtu sér konunglega á mótinu þó að þeir hafi líklega flestir sólbrunnið eitthvað þó að þeir væru baðaðir í sólavörn. En sólin var sterk á þessu svæði en það var slatti vindur stóran hluta af tímanum sérstaklega í úrslitum mótsins. Krakkarnir skoruðu á hin löndin í vatnsblöðruslag í enda mótsins og Norsku krakkarnir komu vel undirbúnir í það með vatnsbyssur.

Það er svo mikið sem gerðist á þessum stutta tíma að ómögulegt er að fjalla um allt. En þetta var það helsta sem var fréttnæmt af NM ungmenna 2023 og þeim 60 Íslendingum sem lögðu för sína á mótið sem keppendur, starfsfólk, þjálfarar, fylgdarmenn og stuðningsfólk.

Einnig er skemmtilegt að nefna að á sama tíma og Íslensku ungmennin voru að ná árangri í Larvik í Noregi á NM ungmenna þá voru Íslensku öldungarnir að ná árangri á European Master Games í Tampere í Finnlandi, eins og sjá má á þessari frétt.

Mögulegt er að finna myndir af NM ungmenna 2023 á smugmug BFSÍ hér, úrslit mótsins er hægt að finna hér á ianseo.net og beint streymi frá mótinu er hægt að finna á Archery TV Iceland youtube rásinni hér.

Næst á dagskrá hjá BFSÍ er Olympic Solidarity þjálfaranámskeið stig 2 sem kennt er á Íslandi af þjálfarakennara frá alþjóða bogfimisambandinu World Archery. Námskeiðið er viku langt 4-11 júlí og haldið í Bogfimisetrinu. Við skrifum meira um það þegar því er lokið.