You are currently viewing 40 titlar veittir og 18 Íslandsmet slegin á Íslandsmótum ungmenna um helgina

40 titlar veittir og 18 Íslandsmet slegin á Íslandsmótum ungmenna um helgina

Íslandsmót ungmenna innanhúss 2023 var skipt niður í tvö mót sem haldin voru í Bogfimisetrinu. Íslandsmót U16/U18 sem haldið var á laugardeginum og Íslandsmót U21 sem haldið var á sunnudeginum. Samtals var keppnin sjálf lengri en 22 klukkutímar yfir þessa tvo daga, til viðbótar við tímann sem tekur að undirbúa og ganga frá og BFSÍ vill því þakka sérstaklega starfsfólki BFSÍ og öllum sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu við hald mótsins fyrir vel heppnað mót sem gekk frábærlega í krefjandi aðstæðum.

Mun fleiri stelpur keppa í íþróttinni en strákar

Íslandsmót ungmenna um helgina voru löng og viðburðarík. Of mikið gerðist til þess að viðeigandi sé að fjalla um allt í einni frétt og ná að komast yfir árangur allra keppenda, og því verður stiklað á stóru í samantekt BFSÍ. En áætlað er að á næstu dögum verði birtar ýmsar ítarlegri fréttir á bogfimifréttasíðunni archery.is ásamt stökum úrslitaleikjum á Archery TV Iceland Youtube rásinni.

Yfirsýn af úrslitasvæðinu

Fimm aðildarfélög BFSÍ unnu titla í U16, U18 og/eða U21 flokki um helgina, í einstaklings, liða og/eða blandaðri liðkeppni á mótinu. Samtals voru veittir 40 Íslandsmeistaratitlar sem dreifðust á eftirfarandi veg:

  • Bogfimifélagið Boginn 30 titlar
  • Bogfimifélagið Hrói Höttur 5 titlar
  • Skotíþróttafélag Ísafjarðar (Skotís) 3 titlar
  • Íþróttafélagið Akur 1 titll
  • Skotíþróttafélag Austurlands (Skaust) 1 titll

Boginn er stærsta bogfimifélag á Norðurlöndum og með öflugasta ungmennastarf innan BFSÍ, og þó víðar væri leitað, og því eðlilegt að félagið taki flesta titla á mótinu m.v. keppenda fjölda. Áhugvert var að 75% keppenda á Íslandsmóti ungmenna eru í Boganum og félagið tók akkúrat 75% af titlum á mótinu. Skotíþróttafélag Ísafjarðar, eftir því sem best er munað, hefur ekki unnið einstaklings Íslandsmeistaratitil ungmenna í meira en 6 ár og því sterk frammistaða hjá félaginu að koma inn með 3 titla og 1 Íslandsmet á þessu móti.

Keppendur að skrá skor á skorblað og rafrænt í útsláttarkeppni. Íþrótt þar sem krakkar þurfa að gera stærðfræði verkefni, hverjum dettur svona í hug 😉

18 Íslandsmet voru slegin á mótunum. 17 af þeim voru slegin af keppendum úr BF Boganum og 1 met af keppendum Skotís. Keppandi Hróa Hattar jafnaði einnig eitt Íslandsmet á mótinu. BFSÍ vill einnig minna keppendur/félög á að tilkynna Íslandsmetin sín í gegnum vefformið til BFSÍ ef þeir vilja fá þau gild.

Eftirfarandi Íslandsmet voru slegin/sett:

Einstaklings Íslandsmet:

Sveigbogi U18 WA undankeppni kvenna 379 stig (var 360)
Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB

Trissubogi U18 BFSÍ undankeppni kynsegin/annað 439 stig (nýtt)
Eir Skov Jensen BFB

Trissubogi U18 WA undankeppni karla 554 stig (var 548)
Ragnar Smári Jónasson BFB

Trissubogi U18 WA undankeppni kvenna 558 stig (var 550)
Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB

Trissubogi útsláttarkeppni U16 kvenna 146 stig (var 145)
Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB

Trissubogi útsláttarkeppni U18 WA kvenna 141 stig (var 140):
Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB

Trissubogi útsláttarkeppni U18 WA karla 138 stig (var 136)
Ragnar Smári Jónasson BFB

Berbogi U21 WA undankeppni 307 stig (nýtt)
Patrek Hall Einarsson BFB

Félagsliða Íslandsmet:

Sveigbogi undankeppni U16 kvenna lið 947 stig (var 935)
BF Boginn Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir + Jenný Magnúsdóttir

Trissubogi undankeppni U16 kvenna lið 1128 stig (var 1103)
BF Boginn Aríanna Rakel Almarsdóttir + Þórdís Unnur Bjarkadóttir

Trissubogi undankeppni U16 blandað lið 1131 stig (var 1072)
BF Boginn Þórdís Unnur Bjarkadóttir + Magnús Darri Markússon

Trissubogi undankeppni U18 karla lið 1098 stig (var 1056)
BF Boginn Ísar Logi Þorsteinsson + Ragnar Smári Jónasson

Trissubogi undankeppni U21 kvenna lið 1119 stig (var 1103)
BF Boginn Freyja Dís Benediktsdóttir + Þórdís Unnur Bjarkadóttir

Trissubogi undankeppni U21 karla lið 1084 stig (var 1072)
BF Boginn Ísar Logi Þorsteinsson + Ragnar Smári Jónasson

Berbogi undankeppni U16 kvenna lið 824 stig (nýtt)
BF Boginn Ylfa Karen Guðbjörnsdóttir + Lóa Margrét Hauksdóttir

Berbogi undankeppni U16 blandað lið 880 stig (var 844)
BF Boginn Lóa Margrét Hauksdóttir + Baldur Freyr Árnason

Berbogi undankeppni U18 kvenna lið 811 stig (nýtt)
Skotís Maria Kozak +Kristjana Rögn Anderssen

Berbogi undankeppni U21 blandað lið 576 stig (nýtt)
BF Boginn Patrek Hall Einarsson + Heba Róbertsdóttir

Þetta eru fyrstu Íslandsmót ungmenna sem haldin eru eftir reglubreytingar BFSÍ um viðbót Íslandsmeta fyrir þriðju kynskráningu. Einn slíkur keppandi var á mótinu sem setti Íslandsmetið í trissuboga U18 kynsegin/annað. BFSÍ er eftir því sem best er vitað fremsta sérsamband í hinsegin málum í íþróttahreyfingunni. Viðbót þriðju kynskráningu í þjóðskrá er nýleg (2021) og að aðeins 2 iðkendur voru skráðir árið 2021 í aðildarfélög BFSÍ sem kynsegin/annað í þjóðskrá. Því gerði stjórn BFSÍ ráð fyrir því þegar viðbót Íslandsmeta fyrir kynsegin annað var bætt við að þau yrðu tóm um langt skeið. En svo virðist vera að svo verði ekki og fleiri einstaklingar hafa „komið út úr skápnum“ en vitað var af eða gert ráð fyrir og því mögulegt að meirihluti Íslandsmeta kynsegin/annað verði sett á árinu í flestum aldursflokkum. Það er alltaf jákvætt þegar að þróun sambandsins er á undan iðkendum og að tekið sé á málum áður en iðkendur upplifa vöntun á reglum íþróttarinnar.

Dómari tilkynnir sigurvegara á meðan annar dómari merkir og dregur örvar úr í sjónvörpuðum úrslitaleikjum

Úrslit mótsins voru birt í alþjóðlega niðurstöðukerfinu Ianseo og búið er að færa úrslit mótsins inn í mótakerfi BFSÍ og því ranking listar uppfærðir. Sýnt var beint frá Íslandsmótum ungmenna á Archery TV Iceland Youtube rásinni eins og venjan er. Starfsfólk BFSÍ tók saman fyrir skömmu fjölda fylgjenda Youtube rása sérsambanda ÍSÍ á árinu ásamt annarri tölfræði tengt gerð ársskýrslu stjórnar BFSÍ fyrir árið 2022. M.a. annars til þess að greina hvar styrkleikar og veikleikar BFSÍ væru á samfélagsmiðlum. Tölurnar komu öllum á óvart þar sem BFSÍ var með fjórða hæsta fjölda áskrifenda af öllum sérsamböndum á Íslandi.

Yngri keppendur sjá mikið gildi í sjónvörpuðum úrslitum og skiptast á að manna stöður í streymis-teyminu á milli þess sem þeir eru að keppa sjálfir. Jafnvel beint eftir verðlaun afhendingu í sinni keppnisgrein og flokki

Fjöldi keppenda á Íslandsmótum ungmenna er byrjaður að aukast aftur sem er jákvætt, en þátttaka er enn 9% lægri en var á síðasta Íslandsmóti ungmenna fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það er því að taka aðeins lengri tíma en áætlað var að koma þátttöku aftur í jafnvægi og fjölgun keppenda.

Þar sem lengd Íslandsmóta ungmenna er orðin það mikil vegna fjölda keppenda og keppna sem fara fram á U16/U18 mótinu, sérstaklega með viðbót Íslandsmeistaratitla fyrir keppni óháð kyni til að auðvelda þátttöku kynsegin/annað fólk, er verið að íhugað að færa Íslandsmót U16 í nóvember á hverju ári á sömu helgi og Íslandsmót öldunga. Það er verið að íhuga breytinguna m.a. til þess að minnka álag á starfsfólk, sjálfboðaliða, nýta betur uppsetningu á livestream úrslita keppnum og til þess að stytta keppnisdaginn fyrir yngri keppendum sem hafa oft ekki þol eða þolinmæði fyrir svo langa keppnisdaga. Slík færsla myndi einnig gefa yngri keppendum möguleika á því að keppa í U16 flokki í nóvember, keppa í U18 og/eða í U21 flokki í febrúar, sem eykur tækifæri ungmenna til þess að keppa í hærri aldurflokki/getustigi ef/þegar þeir telja sig tilbúna í það, án þess að þurfa að velja á milli t.d. U16 eða U18 flokks. Færslan gæfi einnig foreldrum og þjálfurum aðildarfélaga BFSÍ sem eru 30 ára og eldri tækifæri til þess að fylgja yngstu keppendunum á Íslandsmót U16 ásamt því að keppa svo sjálfir á seinni deginum á Íslandsmóti öldunga, ef þeir eru einnig iðkendur sjálfir. Slíkt gæti því einnig sparað ferðakostnað fyrir þá sem þurfa að koma langt að til að keppa. Breytingin hefur ekki verið ákveðin en sem komið er og á eftir að leita fleiri álita tengt mögulegri breytingu. En talið er líklegt að prufa að slíku fyrirkomulagi verið gert árið 2024.

Næst á dagskrá hjá BFSÍ er Evrópumeistaramót innandyra í Samsun í Tyrklandi en keppendur BFSÍ leggja af stað í það verkefni næsta laugardag. Og svo er Íslandsmeistaramót í opnum flokki 25 og 26 febrúar sem verður einnig síðast mót 2022-2023 innandyra tímabilsins.

Góð tímasetning á mynd nær örinni á ferðinni í úrslitaleik U18 trissuboga karla

Mögulegt  er að finna fleiri myndir af mótunum á https://bogfimi.smugmug.com