You are currently viewing Þorsteinn setti Evrópumet fatlaðra

Þorsteinn setti Evrópumet fatlaðra

Staðfesting barst til BFSÍ 23 mars að Evrópumet Þorsteins Halldórssonar sem fjallað var um í frétt um Íslandsmeistaramót innanhúss hafi verið staðfest af heimssambandinu og er búið að uppfæra vefsíðu Evrópusambandsins með metinu.

Þorsteinn setti Evrópumetið í trisssuboga útsláttarkeppni fatlaðra karla innandyra á Íslandsmeistaramótinu innandyra fyrir um mánuði síðan í brons úrslitaleik mótsins. Metið er 143 stig af 150 mögulegum.

Heimsmet fatlaðra í sama flokki er 147 stig og það er Ítalskur keppandi sem á það met frá árinu 2021, en ekkert Evrópumet var skráð í meta gagnagrunn World Archery. Þar sem heimsmetahafinn er Evrópubúi gerðu allir ráð fyrir því að Evrópumetið væri einnig 147 stig og því hefur engin þjóð tilkynnt met í þessum flokki undir því skori.

En vökul augu starfsmanna BFSÍ tóku eftir misræminu fyrir um ári síðan og tilkynntu því skor Þorsteins af Íslandsmeistaramótinu innandyra sem Evrópumet en gáfu fyrirvara á því í frétt BFSÍ um mótið að staðfesting ætti eftir að berast um hvort að um Evrópumet væri að ræða eða villu í meta gagnagrunni heimssambandsins. Svo kom í ljós að Ítalska bogfimisambandið hefur gleymt að tilkynna Evrópumetið á þeim tíma sem heimsmetið var tilkynnt 2021 og því var ekkert official Evrópumet í trissuboga útsláttarkeppni fatlaðra karla innandyra á skrá. Heims- og/eða Evrópumet verður að tilkynna innan 10 daga frá lokadegi móts þar sem metið er slegið í reglum heimssambandsins og því of seint að tilkynna metið síðan 2021 og því Evrópumet Þorsteins tekið gilt.

Fyrstur kemur fyrstur fær þegar ekkert met er skráð á skrá og vel af sér vikið hjá starfsmönnum BFSÍ að hafa augun opin og berjast fyrir hagsmunum keppenda innan sinna raða.

Óháð því hvernig metið kom til er það full gilt og skráð Evrópumet hjá alþjóðlega bogfimisambandinu (World Archery) og Evrópska bogfimisambandinu (World Archery Europe) og við óskum Þorsteini til hamingju með Evrópumetið.

Íslendingar hafa því slegið (eða sett) 11 heimsmet og 12 Evrópumet í bogfimi á síðustu þremur árum frá því að Bogfimisamband Íslands var stofnað í desember 2019 og því líklegt að þeim muni fjölga í framtíðinni. Þó eru aðeins þrjú af þeim metum sem standa en í dag og er þetta met Þorsteins eitt af þeim þremur.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá póstinn frá heimssambandinu til staðfestingar metsins:

RECORD RATIFIED

This is to notify that the following record claim has been confirmed:

Competition: National Indoor Championships 2023

Place: Reykjavik (ISL)

Date: 2023-02-25 – 2023-02-26

Claiming MA: World Archery Iceland

Record Name: Level: Continental Record, Area: World Archery Europe – 15 arrow Match (15 arrows)

Record date: 2023-02-25

Category: CMO – Compound Men Open

Archer(s): 17481 – Halldorsson Thorsteinn

Points: 143

Ics: 0