You are currently viewing Þrír á Evrópubikarmótinu í Króatíu

Þrír á Evrópubikarmótinu í Króatíu

Þrír Íslenskir keppendur kepptu á Evrópubikarmóti utandyra í Porec Króatíu í vikunni 3-8 júní

Hér er listi yfir Íslensku keppendurna og lokaniðurstöður þeirra:

  • Valgerður E. Hjaltested 33 sæti sveigboga kvenna
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir 33 sæti sveigboga kvenna
  • Freyja Dís Benediktsdóttir 17 sæti trissuboga kvenna

Í fyrri helmingi undankeppni gerði Valgerður personal best sem var vel yfir lágmörkum Ólympíuleika, sem var vel af sér vikið. Í útsláttarleikjunum endaði Marín aftur á móti nákvæmalega sömu stelpu frá Rúmeníu og sló Marín út á Veronicas Cup í Slóveníu 7-3 fyrr í mánuðinum. Annars var mótið í raun tíðinda lítið tengt Íslensku keppendunum. Stelpurnar voru allar slegnar út í fyrsta leik einstaklingskeppni í sínum flokkum og það voru engin lið frá Íslandi að keppa.

Evrópubikarmótinu er að ljúka um helgina og eftir það kemur Freyja heim en Valgerður og Marín fljúga til Tyrklands á síðasta undankeppnismót um þátttökurétt á Ólympíuleika (FQT – Final Qualification Tournament). En þær gista og æfa í nokkra daga eftir Evrópubikarmótið í Króatíu heima hjá Króatísku bogfimifólki áður en þær halda til Tyrklands.