You are currently viewing Ísland best í Búlgaríu

Ísland best í Búlgaríu

Gengi okkar fólks á landsmótinu í bogfimi í Búlgaríu var aldeilis frábær og okkar 7 keppendur tóku heim 4 gull, 2 silfur og 1 brons þrátt fyrir að þau væru fá. Þeir sem unnu til verðlauna fyrir Ísland:

 • Þórdís Unnur Bjarkadóttir 1 sæti trissuboga kvenna U18
 • Ragnar Smári Jónasson 1 sæti trissuboga karla U21
 • Freyja Dís Benediktsdóttir 1 sæti trissuboga kvenna U21
 • Eowyn Marie Mamalias 2 sæti sveigboga kvenna U21
 • Marín Aníta Hilmarsdóttir 2 sæti sveigboga kvenna U21
 • Gummi Guðjónsson 3 sæti berbogi karla M.fl.
 • Eowyn og Ragnar 1 sæti trissuboga mixed team U21 (eina liðið sem Ísland var með á mótinu)

Fimm af þeim munu svo keppa á Evrópubikarmóti ungmenna í Búlgaríu sem hefst á morgun (mánudag 14.04.2024). Búlgaría samhæfði hald Evrópubikarmótsins við hald landssmóts síns sem var einnig opið alþjóðlegri þátttöku svo að þeir gætu nýtt uppsetningu keppnisvallarins í tvö mót.

Þar sem að slíkt tækifæri var í stöðunni skipulagði BFSÍ ferðina þannig að mögulegt væri fyrir alla að keppa á tveim mótum í einni ferð. Grikkland og Georgía gerðiu hið sama og tóku einnig þátt á Búlgarska landsmótinu, með öllum klúbbum í Búlgaríu að sjálfsögðu.

Ýmsir áhugverðir punktar um Ísland á Búlgarska landsmótinu:

 • Ísland var í 1 sæti allra landa (Gerogía og Grikkland) og klúbba sem tóku þátt í fjölda einstaklings gull verðlauna og 3 sæti í heildina, þrátt fyrir að hafa aðeins verið með 7 keppendur af rúmlega 150 sem tóku þátt. Það sem dró Ísland niður í heildina var að Íslands skipaði aðeins einu liði (sem vann gull) þar sem að fáir keppendur voru frá Íslandi.
 • Ísland vann til verðlauna í 7 af 8 flokkum sem við tókum þátt í
 • Af 7 keppendum Íslands voru allir að keppa í sitthvorum keppnisgreinum og/eða aldursflokkum, nema í einu tilfelli þar sem að Eowyn og Freyja kepptu báðar í trissuboga U21 kvenna, en yfirburðir þeirra voru svo gífurlegir í þeim flokki á móti Búlgörsku stelpunum að þetta var nánast bara innbyrðis keppni milli þeirra.
 • Gummi er liðsstjóri liðsins á Evrópubikarmótinu, en þar sem að tækifæri var til að keppa í meistaraflokki á Búlgarska landsmótinu sló hann til og tók upp á gamanið 14 punda berboga, með engum button og engri fingurhlíf. Þrátt fyrir þá „hömlun“ tók hann bronið í 15 manna berboga meistaraflokki karla. Það vakti mikla athygli á mótinu að hann hitti á skotmarkið yfir höfuð á 50 metra færi þar sem að keppendur eru almennt með 35-50 punda dragþyngd í berboga í Búlgaríu.
 • Valgerður E. Hjaltested sló sér með í ferðinna, sem þjálfari/æfingabúðir fyrir EM utandyra og ákvað að taka þátt í Búlgarska mótinu líka. En taskan hennar týndist í fluginu á leiðinni með öllum búnaðinum. Það náðist að redda að fá lánaðann gamalan örvhenntan boga úr einhverjum klúbbi á svæðinu og smella honum saman á æfingadeginum. En að sögn Búlgörsku þjálfarana eru bara 2 örvhentar sveigboga manneskjur í öllu landinu. En taskan kom svo á flugvöllinn kvöldið áður en keppnin byrjaði. Þannig að Vala náði að keppa óæfð og óstillt fyrir mótið. Þrátt fyrir það gekk vel og var útlit fyrir að hún kæmist í að keppa um verðlaun, en endaði á því að vera slegin út í 8 manna úrslitum.
 • Í Búlgaríu er óvenjuleg hefð þar sem að einhver úr liði þess sem vann viðkomandi flokk afhendi verðlaunin á landsmótum.
 • Skipulagið á Evrópubikarmóti ungmenna er í smá uppnámi þar sem að bæði Technical Delegate og Chairman of Judges mótsins þurftu að afboða sig vegna slysa/veikinda innan fjölskyldu með skömmum fyrirvara. En þar sem að Búlgarska landsmótið gekk vel fyrir sig þá er hægt að áætla að Evrópubikarmótið, sem haldið verður á sama velli, muni einnig ganga vel.

Það er mjög gaman að sjá Íslendinga keppa á landsmótum annarra landa til samanburðar. Þar sem að alþjóðleg mót eru almennt meira samanburður milli allra landa á sama tíma frekar en samanburður milli tveggja landa. Eins og maður upplifir oft í liðaíþróttum eins og fótbolta þar sem að samanburðurinn er meiri á milli tveggja landa í hverjum leik, í stað allra landa í heild sinni á móti. Ef að okkar keppendur væru „Búlgarskir Ríkisborgara“ væru þau öll á toppnum í sínum flokkum í Búlgaríu og því einnig líklegast í Búlgarska landsliðinu, sem er býsna jákvætt.

Evrópubikarmótið hefst á morgun með official practice og mögulegt verður að fylgjast með úrslitunum í Ianseo úrslitabirtingkerfinu hér: https://www.ianseo.net/Details.php?toId=17489 og svo birtir BFSÍ að sjálfsögðu frétt í lokin með lokaniðurstöðum okkar fólks á mótinu.