Allar reglubreytingar og viðbætur sem BFSÍ lagði fyrir Norðurlandaþing gengu í gegn

Norðurlandaþingið helgina 3-5 mars var óvenju árangursríkt. Gummi Guðjónsson formaður BFSÍ og Valgerður E. Hjaltested starfsmaður BFSÍ sátu þingið fyrir hönd BFSÍ. Allar breytingar sem formaður BFSÍ lagði fyrir Norðurlandafundinn voru samþykktar með littlum breytingum. Formaður BFSÍ gerði ráð fyrir því að margar af þeim breytingum sem hann lagði til…

Continue ReadingAllar reglubreytingar og viðbætur sem BFSÍ lagði fyrir Norðurlandaþing gengu í gegn

Mikið um óvæntar niðurstöður á Íslandsmeistaramótinu um helgina

Íslandsmeistaramót í bogfimi innandyra 2023 var haldið af Bogfimisambandi Íslands helgina 25-26 febrúar í Bogfimisetrinu í Reykjavík. Níu Íslandsmeistaratitlar voru í boði í einstaklingskeppni og níu í félagsliðakeppni á mótinu þremur keppnisgreinum, trissuboga, berboga og Ólympískum sveigboga. Í þessari frétt verður stiklað á stóru um það helsta fréttnæma sem gerðist…

Continue ReadingMikið um óvæntar niðurstöður á Íslandsmeistaramótinu um helgina

Lengsta sigurröð Íslandsmeistaratitla brotin um helgina

Lengsta óbrotna sigurröð Íslandsmeistaratitla í sögu íþróttarinnar lauk á Íslandsmeistaramótinu um helgina þegar að Heba Róbertsdóttir tók Íslandsmeistaratitilinn í berboga kvenna með 6-2 sigri í úrslita leiknum gegn Guðbjörgu Reynisdóttir. En Guðbjörg hefur unnið síðust 11 Íslandsmeistaratitla berboga kvenna í röð frá árinu 2018!!! Berbogi kvenna Íslandsmeistaratitlar 2023 Innandyra Heba…

Continue ReadingLengsta sigurröð Íslandsmeistaratitla brotin um helgina

Íslandsmeistarmót innanhúss verður haldið 25-26 febrúar, EM innandyra var aflýst

Íslandsmeistaramótið innanhúss verður haldið samkvæmt upprunalegu skipulagi 25-26 febrúar. Mótinu verður EKKI frestað. Áætlað var að BFSÍ þyrfti að fresta Íslandsmeistaramótinu innanhúss 2023 þar sem að Evrópumeistaramóti innanhúss var frestað um viku vegna aðstæðna í Tyrklandi eftir jarðskjálftahrinu sem reið fyrir landið í vikunni. EM hefði því stangast á við…

Continue ReadingÍslandsmeistarmót innanhúss verður haldið 25-26 febrúar, EM innandyra var aflýst

Evrópumeistaramóti Innandyra í Samsun Tyrklandi AFLÝST

Vegna hamfarana sem dundu yfir Tyrklandi í þessari viku þegar að jarðskjálftahrina gekk yfir landið hefur Evrópumeistaramótinu innanhúss verið aflýst. Upprunalega átti hópur BFSÍ að vera að fljúga út á mótið á morgun en mótinu var frestað um 6 daga og öllum landssamböndum leiðbeint að af mótshaldaranum (Tyrkneskabogfimisambandsins) og Evrópubogfimisambandinu…

Continue ReadingEvrópumeistaramóti Innandyra í Samsun Tyrklandi AFLÝST

Evrópumeistaramótinu innandyra frestað vegna hamfara í Tyrklandi og óljóst um þátttöku Íslands á mótinu, líklegt að Íslandsmeistaramótinu verði einnig frestað

Evrópumeistaramótinu innandyra hefur verið frestað um 6 daga vegna hamfara sem standa yfir í suður Tyrkland tengt risa jarðskjálfta hrinu á svæðinu. BFSÍ var að vonast eftir sínum fyrstu verðlaunum á Evrópumeistaramóti, en þetta mun hafa mikil áhrif á 32 þátttakendur BFSÍ sem eru bókaðir á mótið og mun líklega…

Continue ReadingEvrópumeistaramótinu innandyra frestað vegna hamfara í Tyrklandi og óljóst um þátttöku Íslands á mótinu, líklegt að Íslandsmeistaramótinu verði einnig frestað

40 titlar veittir og 18 Íslandsmet slegin á Íslandsmótum ungmenna um helgina

Íslandsmót ungmenna innanhúss 2023 var skipt niður í tvö mót sem haldin voru í Bogfimisetrinu. Íslandsmót U16/U18 sem haldið var á laugardeginum og Íslandsmót U21 sem haldið var á sunnudeginum. Samtals var keppnin sjálf lengri en 22 klukkutímar yfir þessa tvo daga, til viðbótar við tímann sem tekur að undirbúa…

Continue Reading40 titlar veittir og 18 Íslandsmet slegin á Íslandsmótum ungmenna um helgina

12 milljónum úthlutað til BFSÍ úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2023

Afrekssjóður ÍSÍ úthlutaði 12.150.000.kr styrk til BFSÍ til afreksstarfs sambandsins fyrir árið 2023. Þetta er 2.150.000.kr hærra en styrkur sem BFSÍ fékk fyrir árið 2022 sem var 10.000.000.kr og því þróun í rétta átt hjá sambandinu og vel staðað að starfinu. Áætlað er að styrkur flestra sérsambanda hafi lækkað á…

Continue Reading12 milljónum úthlutað til BFSÍ úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2023

Sveigbogi og trissubogi U18 utandyra færðir 10 metrum nær og nú eru fleiri Íslandsmet fyrir U18

Á síðasta stjórnarfundi BFSÍ voru gerðar stórar breytingar á reglugerð um Íslensk mót og Íslandsmet. Flestar breytingarnar voru breytingar á orðalagi og formi reglugerðarinnar en breytti ekki efnislegu innihaldi reglugerðarinnar. En fjórar breytingar voru gerðar sem er vert fyrir félög, iðkendur og keppendur að vita af: 1. Viðbót á Íslandsmetum…

Continue ReadingSveigbogi og trissubogi U18 utandyra færðir 10 metrum nær og nú eru fleiri Íslandsmet fyrir U18

Bikarmeistarar BFSÍ 2023 krýndir um helgina, allir þeirra meðal 10 efstu á IWSO heimslista heimsmótaraðarinnar

Bikarmótaröð BFSÍ 2022-2023 lauk á laugardaginn síðastliðinn á síðasta bikarmóti BFSÍ á tímabilinu. Bikarmeistarar BFSÍ árið 2023 eru: Marín Aníta Hilmarsdóttir úr BF Boganum í Kópavogi er bikarmeistari BFSÍ í sveigbogaflokki Alfreð Birgisson úr ÍF Akur á Akureyri er bikarmeistari BFSÍ í trissubogaflokki Guðbjörg Reynisdóttir úr BF Hróa Hetti í…

Continue ReadingBikarmeistarar BFSÍ 2023 krýndir um helgina, allir þeirra meðal 10 efstu á IWSO heimslista heimsmótaraðarinnar