Hæfleikamótun með Miika Aulio fyrrum finnska landsliðsþjálfaranum.

Ólympíufarinn Miika Aulio kemur til landsins á vegum BFSÍ og verður með æfingarbúðir fyrir iðkendur sem skilgreindir eru í hæfileikamótun BFSÍ. Miika var einnig yfirþjálfari ólympíska bogfimilandsliðsins í Finnlandi í meira en áratug og hefur því gífurlega mikla reynslu til að miðla. Miika sér um þjálfaramenntun í Finnlandi eins og er.

Áætlað er að halda æfingarbúðirnar 22-26 Október, ef að Covid-19 leyfir.  Eins og staðan er í dag þyrfti Miika að fara í 14 daga sóttkví og því líklegt að fresta gæti þurft ferð hans þar til Covid faraldurinn deyr niður aftur. Skipulagið verður eitthvað í þessa átt (ef af verður).

  • Fimmtudagur (Miika lendir á Íslandi)
  • Föstudagur 17-20
  • Laugardagur 10-18
  • Sunnudagur 10-16
  • Mánudagur (Miika flýgur heim)

Verið er að vinna í dagsskipulagi hvers dags. En þetta mun samanstanda af fyrirlestrum, einkaþjálfun og hópefli. Nánari dagskrá verður birt síðar.

Æfingarbúðirnar eru miðaðar á að hjálpa þeim ungmennum sem eru komin langt að ná lengra. Þeir sem eru skilgreindir í hæfileikamótun eða afreksefni BFSÍ geta tekið þátt að kostnaðarlausu.

Mögulegt er að taka nokkra einstaklinga til viðbótar inn í æfingarbúðirnar á aldrinum 13-19 ára sem eru ekki skilgreindir í hæfileikamótunar hóp BFSÍ gegn gjaldi, 25.000.kr fyrir helgina. En aðeins örfá slík sæti eru í boði. Við munum gefa þeim krökkum sem eru virkir keppendur á Íslandmótum innanhúss og utanhúss forgang á laus sæti og einnig taka mið af getustigi þeirra og aldri. Hægt er að óska eftir að skrá sig með því að senda póst á bogfimi@bogfimi.is

Áætlað er að gera sambærilega viðburði árlega með sérfræðingum, til þess að aðstoða hæfileikarík ungmenni til þess að ná frekari árangri.

Einnig er verið að vinna í að skipuleggja viðburði fyrir fullorðna, en þeir verða líklega ekki fyrr en á næsta ári.

Uppfærðar Covid reglur fyrir bogfimistarf 07.09.2020

Ýmsu hefur verið breytt í reglugerðinni til dæmis til þess að mæta breyttum nálægðarviðmiðum sóttvarnaraðgerða úr 2 metrum í 1 meter.

Covid-19

Hægt er að finna reglugerðina og upplýsingar um sóttvarnarfulltrúa hvers félags á síðu á forsíðu bogfimi.is. Allar upplýsingar verða uppfærðar þar í framtíðinni. Endilega kynnið ykkur efnið.

Haustfjarnám 2020 þjálfaramenntun 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ

Haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 21. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám allra stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur.

Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda. Þátttökugjald á 1. stig er kr. 34.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði. Þátttökugjald á 2. stig er kr. 28.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin. Gjaldið á 3. stig er kr. 40.000.- Athugið að þeir nemendur/þjálfarar sem koma frá fyrirmyndarfélögum/-deildum ÍSÍ fá 20% afslátt af námskeiðsgjaldi.

Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið fyrir mánudaginn 21. sept. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi.

Slóð á skráningu á öll stig í sumarfjarnámi þjálfaramenntunar ÍSÍ 2020: http://isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun-isi/skraning-i-thjalfaramenntun/

Allar nánari uppl. um fjarnámið og þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 460- 1467 & 863-1399 eða á vidar@isi.is

Haustfjarnám allra stiga 2020

https://isi.is/frettir/frett/2020/09/01/Haustfjarnam-i-Thjalfaramenntun-ISI/

Uppfærðar Covid reglur – Uppfært 28.08.2020

BFSÍ hefur uppfært reglur tengdar ástundun bogfimiíþrótta á meðan á Covid ástandi stendur í samræmi við breytingar sóttvarnaraðgerða og sniðmát frá ÍSÍ.

Hægt er að finna reglugerðina á bogfimi.is undir lög og reglur. BFSÍ mælist til þess að allir lesi reglugerðina sem eru tengdir íþróttinni.

Öllum aðildarfélögum BFSÍ er skylt að fylgja almennum sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Í reglugerð BFSÍ er fjallað nánar um hvað það þýðir og hvernig það er framkvæmt í bogfimi íþrótta starfi sem er nauðsynlegt fyrir öll félög og iðkendur að þekkja til. Sóttvarnarfulltrúi íþróttafélags ber að tryggja að reglunum sé fylgt eftir.

VIÐBÓT 28.08.2020. Búið er að uppfæra reglurnar og nú er leyfilegt að vera með áhorfendur ef farið er eftir reglunum í skjalinu.

Click to access COVID-19-Reglur-BFSI-28082020.pdf

Covid reglur fyrir bogfimistarf

BFSÍ hefur sett reglur tengdar ástundun bogfimiíþrótta á meðan á Covid ástandi stendur.

Hægt er að finna reglugerðina á bogfimi.is undir lög og reglur. BFSÍ mælist til þess að allir lesi reglugerðina sem eru tengdir íþróttinni.

Öllum félögum innan BFSÍ er skylt að fylgja almennum sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Í reglugerð BFSÍ er fjallað nánar um hvað það þýðir og hvernig það er framkvæmt í bogfimistarfi sem er nauðsynlegt fyrir öll félög og iðkendur að þekkja til.

Click to access REGLUR-BFSI-UM-SOTTVARNIR-VEGNA-COVID-20.08.2020.pdf