You are currently viewing Íslandsmót Ungmenna og öldunga utanhúss

Íslandsmót Ungmenna og öldunga utanhúss

Íslandsmót ungmenna og öldunga verður haldið á Víðistaðatúni í Hafnarfirði 27-28 Júní. Ungmenna mótið verður á laugardeginum og öldungamótið á sunnudeginum.

Við spáum mjög spennandi keppni í nokkrum flokkum.

U21 sveigbogi karla er 50/50 Dagur Örn Fannarsson vs Oliver Ormar Ingvarsson báðir í BF Boganum. Verður harður bardagi. Þeir hafa verið að berjast um að hækka U21 Íslandsmetin til skiptist og algerlega óvíst hver mun bera sigur.

U18 sveigbogi kvenna 60/40 þar er Marín Aníta Hilmarsdóttir talin líklegri til sigurs, en Halla Sól Þorbjörnsdóttir talin líkleg til að veita mikla samkeppni um gullið. Þær eru báðar í BF Boganum og kepptu um titilinn innandyra þar sem Marín hafði betur.

U18 trissubogi kvenna verður 50/50 um gullið. Anna María Alfreðsdóttir ÍF Akur vs Eowyn Marie Mamalias BF Hrói Höttur. Anna er nýlega búin að taka bæði U18 og U21 Íslandsmetin utandyra af Eowyn. En Eowyn tók titilinn innandyra.

U16 trissubogi karla verður 50/50 um gullið. Aðeins 1 mm var munurinn á jafntefli á Íslandsmóti ungmenna innahúss á milli Daníels Baldurssonar í SKAUST og Sigfús Björgvin Hilmarsson í BF Boganum. Og því líklega að harður bardagi myndist á milli þeirra utandyra og erfitt að spá fyrir um hver tekur titilinn.

U16 sveigbogi karla spáum við jöfnum bardaga. Pétur Már M Birgisson í BF Hróa Hetti og Máni Gautason í ÍF Akur. Á innanhúss móti ungmenna var Pétur hærri í undankeppni með naumum mun en Máni tók gullið í úrslitakeppninni.

Í 50+ sveigboga kvenna eru Guðný Gréta Eyþórsdóttir í SKAUST og Sigríður Sigurðardóttir í BF Hróa Hetti líklegar til þess að eiga hörku leik um gullið.

Í 50+ sveigboga karla er nýliðinn í öldunga Haraldur Gústafsson í SKAUST talinn lang líklegastur til sigurs.

Í 50+ trissuboga karla verður mögulega jafn bardagi á milli Rúnars Þórs Gunnarssonar í BF Hróa Hetti og Alberts Ólafssonar í BF Boganum. Rúnar hefur lengri feril af góðum niðurstöðum en Albert er búinn að vera sigursælari í keppnum á milli þeirra á þessu ári.

Við vitum ekki hvað gerist fyrr en dagurinn kemur. En gaman að hugsa og spá í úrslitin.

Sýnt verður beint frá mótunum á archery tv Iceland youtube rásinni https://www.youtube.com/channel/UCyslF-n8Fh5zwqDLdBVzgvg

Hægt er að finna dagsskrá og skipulag mótsins á ianseo.net. Ásamt úrslitum þegar þau eru ljós.

Íslandsmót ungmenna https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7131

Íslandsmót öldunga https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7133