You are currently viewing Hæfleikamótun með Miika Aulio fyrrum finnska landsliðsþjálfaranum.

Hæfleikamótun með Miika Aulio fyrrum finnska landsliðsþjálfaranum.

Ólympíufarinn Miika Aulio kemur til landsins á vegum BFSÍ og verður með æfingarbúðir fyrir iðkendur sem skilgreindir eru í hæfileikamótun BFSÍ. Miika var einnig yfirþjálfari ólympíska bogfimilandsliðsins í Finnlandi í meira en áratug og hefur því gífurlega mikla reynslu til að miðla. Miika sér um þjálfaramenntun í Finnlandi eins og er.

Áætlað er að halda æfingarbúðirnar 22-26 Október, ef að Covid-19 leyfir.  Eins og staðan er í dag þyrfti Miika að fara í 14 daga sóttkví og því líklegt að fresta gæti þurft ferð hans þar til Covid faraldurinn deyr niður aftur. Skipulagið verður eitthvað í þessa átt (ef af verður).

  • Fimmtudagur (Miika lendir á Íslandi)
  • Föstudagur 17-20
  • Laugardagur 10-18
  • Sunnudagur 10-16
  • Mánudagur (Miika flýgur heim)

Verið er að vinna í dagsskipulagi hvers dags. En þetta mun samanstanda af fyrirlestrum, einkaþjálfun og hópefli. Nánari dagskrá verður birt síðar.

Æfingarbúðirnar eru miðaðar á að hjálpa þeim ungmennum sem eru komin langt að ná lengra. Þeir sem eru skilgreindir í hæfileikamótun eða afreksefni BFSÍ geta tekið þátt að kostnaðarlausu.

Mögulegt er að taka nokkra einstaklinga til viðbótar inn í æfingarbúðirnar á aldrinum 13-19 ára sem eru ekki skilgreindir í hæfileikamótunar hóp BFSÍ gegn gjaldi, 25.000.kr fyrir helgina. En aðeins örfá slík sæti eru í boði. Við munum gefa þeim krökkum sem eru virkir keppendur á Íslandmótum innanhúss og utanhúss forgang á laus sæti og einnig taka mið af getustigi þeirra og aldri. Hægt er að óska eftir að skrá sig með því að senda póst á bogfimi@bogfimi.is

Áætlað er að gera sambærilega viðburði árlega með sérfræðingum, til þess að aðstoða hæfileikarík ungmenni til þess að ná frekari árangri.

Einnig er verið að vinna í að skipuleggja viðburði fyrir fullorðna, en þeir verða líklega ekki fyrr en á næsta ári.