You are currently viewing Bogfimisamband Íslands hækkað í flokkun hjá Afrekssjóði ÍSÍ úr C/þróunarsérsambandi í B/Alþjóðlegt samband fyrir árið 2022

Bogfimisamband Íslands hækkað í flokkun hjá Afrekssjóði ÍSÍ úr C/þróunarsérsambandi í B/Alþjóðlegt samband fyrir árið 2022

BFSÍ barst bréf þess efnis að stjórn Afrekssjóðs ÍSÍ 31 desember hafi samþykkt að færa Bogfimisamband Íslands úr flokki C/Þróunarsérsambanda í flokk B/Alþjóðlegra sérsambanda og að framkvæmdastjórn ÍSÍ hafi staðfest þá ákvörðun. Breytingin tekur gildi 1. janúar 2022.

Þessi breyting er stórt skref í afreksstarfi BFSÍ og er einnig mikil viðurkenning á starfi sambandsins og starfsmanna þess.

Með flokkuninni fylgir meiri ábyrgð og töluverðar kröfur hvað varðar þátttöku sambandsins í alþjóðlegu starfi og ríkar skyldur á þætti sem tengjast afreksíþróttastarfi, s.s. varðandi starfsmenn sambandsins.

Í ársskýrslu Afrekssjóðs ÍSÍ 2020 voru:

  • 8 A/Afreks sérsambönd
  • 10 B/Alþjóðleg sérsambönd
  • 13 C/Þróunarsambönd

34 sérsambönd og 3 íþróttanefndir eru á Íslandi