Sveigbogi og trissubogi U18 utandyra færðir 10 metrum nær og nú eru fleiri Íslandsmet fyrir U18

Á síðasta stjórnarfundi BFSÍ voru gerðar stórar breytingar á reglugerð um Íslensk mót og Íslandsmet. Flestar breytingarnar voru breytingar á orðalagi og formi reglugerðarinnar en breytti ekki efnislegu innihaldi reglugerðarinnar. En fjórar breytingar voru gerðar sem er vert fyrir félög, iðkendur og keppendur að vita af: 1. Viðbót á Íslandsmetum…

Continue ReadingSveigbogi og trissubogi U18 utandyra færðir 10 metrum nær og nú eru fleiri Íslandsmet fyrir U18

Bikarmeistarar BFSÍ 2023 krýndir um helgina, allir þeirra meðal 10 efstu á IWSO heimslista heimsmótaraðarinnar

Bikarmótaröð BFSÍ 2022-2023 lauk á laugardaginn síðastliðinn á síðasta bikarmóti BFSÍ á tímabilinu. Bikarmeistarar BFSÍ árið 2023 eru: Marín Aníta Hilmarsdóttir úr BF Boganum í Kópavogi er bikarmeistari BFSÍ í sveigbogaflokki Alfreð Birgisson úr ÍF Akur á Akureyri er bikarmeistari BFSÍ í trissubogaflokki Guðbjörg Reynisdóttir úr BF Hróa Hetti í…

Continue ReadingBikarmeistarar BFSÍ 2023 krýndir um helgina, allir þeirra meðal 10 efstu á IWSO heimslista heimsmótaraðarinnar

Fyrsta kynsegin/annað Íslandsmet var sett á bikarmóti BFSÍ í dag

Frost Ás Þórðarson úr BF Boganum í Kópavogi setti fyrsta Íslandsmet í þriðju kynskráningu í þjóðskrá (kynsegin/annað) á Bikarmóti Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) í dag. Eftir því sem best er vitað er þetta fyrsta Íslandsmet sem veitt er í nokkurri íþrótt fyrir þriðju kynskráningu í þjóðskrá (kynsegin/annað). Íslandsmetið er 264 stig…

Continue ReadingFyrsta kynsegin/annað Íslandsmet var sett á bikarmóti BFSÍ í dag

Viðbót Íslandmeta fyrir þriðju kynskráningu og formleg viðbót á Íslandsmeistaratitlum óháðum kyni

Stjórn Bogfimisambands Íslands samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum í gær breytingar á reglugerðum sambandsins um Íslensk mót og Íslandsmet. Meðal breytinga sem er helst vert að vekja athygli á eru: Formleg viðbót á Íslandsmetum fyrir einstaklinga með hlutlausa kynskráningu í Þjóðskrá (kynsegin/annað) í öllum aldursflokkum og keppnisgreinum. Formleg viðbót Íslandsmeistaratitils…

Continue ReadingViðbót Íslandmeta fyrir þriðju kynskráningu og formleg viðbót á Íslandsmeistaratitlum óháðum kyni

Evrópusambandið endurnýjar heimsálfudómara stöðu Guðmundar

BFSÍ barst ánægjulegt bréf frá Evrópusambandinu (World Archery Europe-WAE) þar sem tilkynnt var að Guðmundur Guðjónsson hafi náð endurmenntunar og stöðuprófi til endurnýjunar réttinda til ársins 2026. Guðmundur sagði að prófið hafi innihaldið 80 spurningar í 168 liðum. Svör við spurningum prófsins voru sendar til dómara eftir að því lauk…

Continue ReadingEvrópusambandið endurnýjar heimsálfudómara stöðu Guðmundar

Íþróttaeldhugi ársins verðlaunaður í ár af ÍSÍ

ÍÞRÓTTAELDHUGI ÁRSINS VERÐLAUNAÐUR Í ÁR Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar um eftirtektarverða sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni. Ný verðlaun, Íþróttaeldhugi ársins, verða veitt samhliða lýsingu á kjöri Íþróttamanns ársins 2022. Lottó og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir þessari nýbreytni. Almenningi gefst kostur á að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða…

Continue ReadingÍþróttaeldhugi ársins verðlaunaður í ár af ÍSÍ

Paralympic Dagurinn

Paralympic-dagurinn 2022 fer fram laugardaginn 3. desember í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 13.00-15.00. Stór og skemmtilegur kynningardagur á íþróttastarfi fatlaðra fyrir alla fjölskylduna! Öll velkomin. Á Paralympic-daginn koma aðildarfélög fatlaðra jafnt sem ófatlaðra ásamt öðrum hagsmunaaðilum til með að kynna starfsemi sína, æfingatöflur og þau úrræði sem hægt er…

Continue ReadingParalympic Dagurinn

Anna María Alfreðsdóttir og Alfreð Birgisson Íþróttafólk ársins hjá BFSÍ 2022

Akureyringarnir og feðginin Anna María Alfreðsdóttir og Alfreð Birgisson úr ÍF Akur á Akureyri voru valin Íþróttafólk ársins hjá Bogfimisambandi Íslands 2022. Anna átti mjög árangursríkt ár í sinni keppnisgrein trissuboga kvenna. Anna var ekki langt frá því að vinna til verðlaun á Evrópumeistaramóti á árinu, en hún keppti fimm…

Continue ReadingAnna María Alfreðsdóttir og Alfreð Birgisson Íþróttafólk ársins hjá BFSÍ 2022

Bikarmótaröð BFSÍ mun krýna Íslandsbikarmeistara í bogfimi

BFSÍ mun hefja formlega hald Bikarmótaraðar í haust í bogfimi og titla fyrstu Bikarmeistara árið 2023. Keppni í Íslandsbikarmótaröðinni verður kynlaus og keppt verður í trissuboga, sveigboga og berboga. Átta efstu í undankeppni hvers móts halda áfram í útsláttarkeppni. Bikarmeistari verður krýndur sá sem er með hæsta skor úr undankeppni…

Continue ReadingBikarmótaröð BFSÍ mun krýna Íslandsbikarmeistara í bogfimi

Gott gengi á EM ungmenna

Sjö keppendur kepptu fyrir hönd Bogfimisambands Íslands á Evrópumeistaramóti ungmenna utandyra 2022 í síðustu viku. Mótið var haldið í Lilleshall Bretlandi 15-20 ágúst, yfir 300 keppendur frá fleiri en 30 þjóðum tóku þátt. Samantekt af lokaniðurstöðum Íslenskra liða og keppenda: Trissuboga kvenna landslið 5 sæti Trissuboga blandað landslið 9 sæti Sveigboga…

Continue ReadingGott gengi á EM ungmenna

Allir náðu alþjóðlegum þjálfararéttindum á vel heppnuðu þjálfaranámskeiði Alþjóðabogfimisambandsins í samstarfi við Ólympíusamhjálpina

Þjálfaranámskeið stig 1 heimssambandsins World Archery (WA) var haldið af Bogfimisambandi Íslands í Bogfimisetrinu dagana 2-7 ágúst. Námskeiðið var haldið í samstarfi við ÍSÍ og Ólympíusamhjálpina Olympic Solidarity (OS) sem stendur undir meirihluta kostnaði námskeiðsins. Allir Íslensku þátttakendurnir náðu mati prófdómara WA, en endanleg staðfesting og skírteini munu berast frá…

Continue ReadingAllir náðu alþjóðlegum þjálfararéttindum á vel heppnuðu þjálfaranámskeiði Alþjóðabogfimisambandsins í samstarfi við Ólympíusamhjálpina

Gott gengi Íslands Tveir Norðurlandameistarar, sex silfur og sjö brons á NUM í Finnlandi

11 af 15 keppendum Íslands unnu til einna eða fleiri verðlauna á Norðurlandameistaramóti ungmenna (NUM) um helgina og komu í heildina með tvö gull, sex silfur og sjö brons heim á klakann. Sem er mesti fjöldi verðlauna sem Ísland hefur unnið til á NUM í bogfimi til dags. 2021 vann…

Continue ReadingGott gengi Íslands Tveir Norðurlandameistarar, sex silfur og sjö brons á NUM í Finnlandi

Anna María með besta árangur Íslendings á heimslista og önnur hæst af Norðurlandabúum á heimslista

Heims- og Evrópulisti World Archery var uppfærður í dag eftir heimsbikarmótið í París og Anna María Alfreðsdóttir 19 ára úr Íþróttafélaginu Akri á Akureyri er þar í 60 sæti á heimslista og 30 sæti á Evrópulista. Það er einnig hæsta sæti á heims- og Evrópulista sem Íslendingur hefur náð í…

Continue ReadingAnna María með besta árangur Íslendings á heimslista og önnur hæst af Norðurlandabúum á heimslista

Sara Sigurðardóttir yngsti heimsdómari í heiminum og annar yngsti í sögu íþróttarinnar

Tilkynning barst Bogfimisambandi Íslands (BFSÍ) frá heimssambandinu World Archery (WA) í dag þess efnis að Sara Sigurðardóttir 19 ára úr Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi hafi náð prófi og Alþjóðlegum dómararéttindum. BFSÍ sendi Söru á World Archery Youth Judge seminar í Halifax Kanada 29 maí til 1 júní. Aðeins fjórir ungmenna…

Continue ReadingSara Sigurðardóttir yngsti heimsdómari í heiminum og annar yngsti í sögu íþróttarinnar

Anna María Alfreðsdóttir fyrst Íslendinga til þess að vinna einstaklings verðlaun í opnum flokki á heimslista móti í bogfimi

Akureyringurinn Anna María Alfreðsdóttir vann brons úrslita leik Veronicas Cup World Ranking Event í Slóveníu helgina 5-8 maí. Anna vann bronsið af miklu öryggi 142-130 gegn Stefania Merlin frá Lúxemborg og Anna tók einnig gull verðlaunin með trissuboga kvenna liðinu ásamt Freyju Dís Benediktsdóttir og Eowyn Marie Mamalias. Þetta er…

Continue ReadingAnna María Alfreðsdóttir fyrst Íslendinga til þess að vinna einstaklings verðlaun í opnum flokki á heimslista móti í bogfimi

Ísland þriðja sterkasta þjóðin í bogfimi á heimslista viðburði í Slóveníu um helgina

53 þjóðir og 242 keppendur tóku þátt á Veronicas Cup heimslistaviðburði í Kamnik í Slóveníu dagana 5-8 maí síðast liðinn. 7 konur og 2 karlar frá Íslandi voru skráðir til keppni á mótinu og sýndu vægast sagt frábæra frammistöðu. Samkvæmt upplýsingum í frétt á vefsíðu alþjóðabogfimisambandsins WorldArchery var frammistaða Íslands…

Continue ReadingÍsland þriðja sterkasta þjóðin í bogfimi á heimslista viðburði í Slóveníu um helgina

Tvær nýjar mótaraðir utandyra í sumar þar sem áhersla er sett á persónulega framför. Sumarmót BFSÍ og Íslandsbikarmót BFSÍ

Sumarmótaröð BFSÍ er mótaröð fyrir ungmenni og áhugamenn, þá sem eru að taka fyrstu skrefin í íþróttinni. Verðlaun fá þeir sem bæta sitt hæsta skor í mótakerfi BFSÍ (Personal Best). Þeir sem eru að keppa í fyrsta sinn utandyra eru að sjálfsögðu að byrja á núll skori þannig að þeir…

Continue ReadingTvær nýjar mótaraðir utandyra í sumar þar sem áhersla er sett á persónulega framför. Sumarmót BFSÍ og Íslandsbikarmót BFSÍ

Sara Sigurðardóttir nýjasti landsdómari og er áætluð til að sitja World Archery Youth Judge námskeið á vegum World Archery

Sara Sigurðardóttir bætist við fjölda landsdómara í bogfimi, en hún tók bæði net námskeið á vegum World Archery ásamt því að ná dómaraprófi BFSÍ í síðustu viku. Hún mun dæma á sínu fyrsta móti á Íslandsmeistaramótinu næstu helgi 5-6 mars þar sem hún mun einnig ljúka verklega hluta landsdómararéttinda.. Sara…

Continue ReadingSara Sigurðardóttir nýjasti landsdómari og er áætluð til að sitja World Archery Youth Judge námskeið á vegum World Archery

Heimssambandið byrjar með International Licence sem innifelur tryggingar fyrir keppendur í mörgum landsliðsverkefnum

Á þessu ári tekur gildi alþjóðlegt skírteini sem verður skylda á öllum alþjóðlegum mótum World Archery og heimsálfusambanda þar sem skráning fer fram í gegnum BFSÍ. Innifalið í alþjóðlega skírteininu eru sjúkra og ferðatryggingar fyrir keppendur sem keppa á vegum BFSÍ á viðburðum World Archery og heimsálfusambanda. Árið 2022 þar…

Continue ReadingHeimssambandið byrjar með International Licence sem innifelur tryggingar fyrir keppendur í mörgum landsliðsverkefnum

Gott gengi Íslands og margt um tímamót á EM í bogfimi 2022

20 skráðir einstaklingar og 6 lið kepptu á Evrópumeistramótinu innandyra í bogfimi 14-19 febrúar 2022 í Lasko Slóveníu. Ísland var með fjórða mesta fjölda keppenda á EM að þessu sinni á eftir Ítalíu, Rússlandi og Tyrklandi. 30 þjóðir kepptu á mótinu samtals. Þetta endurspeglar þann gífurlega uppvöxt sem hefur verið…

Continue ReadingGott gengi Íslands og margt um tímamót á EM í bogfimi 2022

Íslandsmót ungmenna innanhús 2022

Helgina 29-30 janúar var Íslandsmót ungmenna innanhúss 2022 haldið í Bogfimisetrinu. Íslandsmóti ungmenna innanhúss er skipt í tvö Íslandsmót, Íslandsmót U16/U18 á laugardegi og Íslandsmót U21 á Sunnudegi. Á laugardeginum voru 24 keppendur sem tóku þátt á Íslandsmóti U16/U18. Á sunnudeginum var keppt á Íslandsmóti U21 og tóku 15 keppendur…

Continue ReadingÍslandsmót ungmenna innanhús 2022

Íslandsmót Ungmenna um helgina. Fylgist með á beinu streymi.

24 keppendur eru skráðir til keppni á Íslandsmót U16/U18 innandyra 2022 í fyrramálið. Því miður þurftu margir að aflýsa þátttöku sinni vegna kórónuveirufaraldursins. Vegna kórónuveirufaraldursins og núverandi ástands hefur BFSÍ ákveðið að leyfa ekki áhorfendur á mótinu og setja takmörk á fjölda þjálfara (starfsmanna) sem geta verið á staðnum á…

Continue ReadingÍslandsmót Ungmenna um helgina. Fylgist með á beinu streymi.

Valgerður á leið á Technical Delegate námskeið haldið af Evrópusambandinu í Króatíu

Valgerður Einarsdóttir Hjaltested (Vala) er á leið út á fyrsta Technical Delegate námskeið hjá Evrópusambandinu World Archery Europe. Námskeiðið er haldið í Porec í Króatíu 20-24 janúar og Vala er í fluginu út á þessari stundu (lendir 22:15 í Zagreb Króatíu) WorldArchery Europe Technical Delegate (WAE TD) er tengiliður Evrópusambandsins…

Continue ReadingValgerður á leið á Technical Delegate námskeið haldið af Evrópusambandinu í Króatíu

Konur yfirtaka kynjahlutfall landsdómara BFSÍ. Þrír landsdómarar bætast við 2022 og allt ungar konur.

Þrjár ungar konur tóku dómaraprófið í desember 2021. Guðbjörg Reynisdóttir (21 árs), Freyja Dís Benediktsdóttir (16 ára) og Marín Aníta Hilmarsdóttir (17 ára). Guðbjörg og Freyja náðu báðar yfir 80% í einkunn bæði í heild og á skorkafla skriflega hluta prófsins og fengu dómararéttindi til ársins 2025 (með fyrirvara um…

Continue ReadingKonur yfirtaka kynjahlutfall landsdómara BFSÍ. Þrír landsdómarar bætast við 2022 og allt ungar konur.

Bogfimisamband Íslands hækkað í flokkun hjá Afrekssjóði ÍSÍ úr C/þróunarsérsambandi í B/Alþjóðlegt samband fyrir árið 2022

BFSÍ barst bréf þess efnis að stjórn Afrekssjóðs ÍSÍ 31 desember hafi samþykkt að færa Bogfimisamband Íslands úr flokki C/Þróunarsérsambanda í flokk B/Alþjóðlegra sérsambanda og að framkvæmdastjórn ÍSÍ hafi staðfest þá ákvörðun. Breytingin tekur gildi 1. janúar 2022. Þessi breyting er stórt skref í afreksstarfi BFSÍ og er einnig mikil…

Continue ReadingBogfimisamband Íslands hækkað í flokkun hjá Afrekssjóði ÍSÍ úr C/þróunarsérsambandi í B/Alþjóðlegt samband fyrir árið 2022

Fjarfundir með heimssambandinu WorldArchery

Heimssambandið WorldArchery heldur reglubundið fjarfundi með sambandsaðilum sínum. Viðmiðið er að það sé einn slíkur í mánuði en eftir atvikum eru þeir fleiri eða færri. Hægt er að sjá glærur af fjarfundinum sem haldin var í gær 14 desember hér. 2021-12_online_call_slides_Rulebook_2022 Samantekt af því sem farið var yfir á fundinum:…

Continue ReadingFjarfundir með heimssambandinu WorldArchery

Net ráðstefna I Coach kids

BFSÍ vill benda á fyrir þá sem hafa áhuga ráðstefnu sem er í gangi á netinu frá I coach kids. Hérna er dagskráin. Ýmislegt áhugavert í boði 😊 https://ick.streamit.cafe/programme Fyrri dagurinn var í gær, hægt að sjá það hér. https://www.youtube.com/watch?v=6btU61JPwBc Seinni dagurinn er í dag og verður aðgengilegur á netinu…

Continue ReadingNet ráðstefna I Coach kids

Þjálfaranámskeið 2022 forskráning og netfundur 27 okt

Áætlað er að BFSÍ haldi WorldArchery þjálfaranámskeið á Íslandi 2022. Mögulega bæði WA þjálfarastig 1 og 2, það mun fara eftir forskráningu og þátttöku í netfundi 27 október kl 19:00. Sem undirbúning fyrir skipulagningu þjálfaranámskeiða 2022 mun BFSÍ halda netfund með þjálfararkennaranum og þeim einstaklingum sem hafa áhuga á þjálfaramenntun…

Continue ReadingÞjálfaranámskeið 2022 forskráning og netfundur 27 okt

Fyrirlestur um markmiðasetningu 6 nóvember

Helgi Valur Pálsson íþróttasálfræðingur mun halda fyrirlestur um markmiðasetningu 06 nóvember. Allir sem vilja taka þátt geta skráð sig hér fyrir neðan. Allir eru velkomnir til að fræðast og taka þátt, við viljum sjá sem flesta. Fyrirlesturinn verður haldin í Bogfimisetrinu Dugguvogi 2, 104 Reykjavík og áætlað að hann verði…

Continue ReadingFyrirlestur um markmiðasetningu 6 nóvember

Skráning opin á öll Íslandsmót innandyra 2021 og 11 dagar í að skráningu ljúki á Íslandsmót ungmenna

Munið að skrá ykkur á Íslandsmót innandyra fyrir skráningarfrestinn. Allir sem vilja mega taka þátt, við viljum sjá sem flesta á mótunum. Við viljum líka minna á að þeir sem skrá sig eftir skráningarfrestinn þurfa að greiða tvöföld keppnisgjöld og geta aðeins tekið þátt ef pláss er í skipulagi fyrir…

Continue ReadingSkráning opin á öll Íslandsmót innandyra 2021 og 11 dagar í að skráningu ljúki á Íslandsmót ungmenna

Næringarfræðsla BFSÍ

Gunnar Geir Markússon næringarfræðingur mun halda fyrirlestur um mikilvægi næringar í íþróttum. Fyrirlesturinn er miðaður á afreksfólk í bogfimi en getur hentað öllum sem hafa áhuga á að fræða sig um mikilvægi góðrar næringar. Bæði innan og utan bogfimi. Fyrirlesturinn mun fara fram á Microsoft Teams sunnudaginn 22 september. Hlekkur verður…

Continue ReadingNæringarfræðsla BFSÍ

Mótakerfi BFSÍ birt

Mótakerfi BFSÍ hefur verið í bígerð frá árinu 2017 en loka ákvörðun um að taka upp þetta kerfi var gerð í byrjun árs 2020 af stjórn BFSÍ. Úrslit úr mótum á Íslandi hingað til hafa aðeins verið gerð í úrslitakerfi heimssambandsins Ianseo sem er aðeins viðburðar tengt kerfi og engin…

Continue ReadingMótakerfi BFSÍ birt

Skráning á fyrsta Íslandsmeistaramót í Víðavangsbogfimi lokar í dag

Í kvöld kl. 18:00 lokar fyrir skráningu á fyrsta Íslandsmeistaramótið í víðavangsbogfimi. Þátttökugjaldið er 6.000 kr. Því er um að gera að nýta tækifærið til að prófa nýja tegund af bogfimi og skrá sig. Allar upplýsingar um mótið og skráningu er að finna hér.

Continue ReadingSkráning á fyrsta Íslandsmeistaramót í Víðavangsbogfimi lokar í dag

Covid-19: Hertar Takmarkanir

Nýjar reglur um takmarkanir á samkomum tóku gildi Sunnudaginn 25. Júlí og hafa Covid-19 leiðbeiningar BFSÍ því verið uppfærðar og birtar á ný. Covid-19 Leiðbeiningar BFSÍ er að finna hér. Helstu atriði er varða íþróttahreyfinguna eru: Almennar fjöldatakmarkanir verða 200 manns. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin.Nándarregla verður almennt…

Continue ReadingCovid-19: Hertar Takmarkanir

Skráningu á Íslandsmeistaramót Utanhúss lýkur á morgun

Síðasta tækifæri til að skrá sig á Íslandsmeistaramót Utanhúss þar sem skráningu lýkur kl. 18:00 á morgun, Laugardaginn 3. Júlí. Hægt er að nálgast skráninguna hér. Athugið að keppnisstaður Íslandsmeistaramótsins var upprunalega á Víðistaðatúni en mótið hefur nú verið fært á Hamranesvöll í Hafnarfirði.

Continue ReadingSkráningu á Íslandsmeistaramót Utanhúss lýkur á morgun

Skráningarfrestur á Íslandsmót Öldunga Utanhúss framlengdur

Vegna dræmra skráninga á Íslandsmót Öldunga Utanhúss hefur skráningarfresturinn verið framlengdur um viku til 19. Júní kl. 18:00. Í ár verður boðið upp á að keppa í flokkunum 30+ og 40+ og því þátttaka opin fleirum en áður hefur þekkst á öldungamótum. Frekari upplýsingar og skráningu á mótið er að…

Continue ReadingSkráningarfrestur á Íslandsmót Öldunga Utanhúss framlengdur

WAE Þing: Væntanlegar breytingar á EM innanhúss

Þing World Archery Europe fór fram í gær í gegnum fjarfundarform eftir að staðbundnu þingi var aflýst vegna hertra sóttvarnartakmarkana í Tyrklandi stuttu fyrir ásetta dagsetningu þingsins. Á þinginu voru settar fram 12 tillögur til breytinga á lögum og/eða reglum sambandsins sem allar voru samþykktar af þingfulltrúum. Tvær af þeim…

Continue ReadingWAE Þing: Væntanlegar breytingar á EM innanhúss

Skráning á Íslandsmót Öldunga Utanhúss lýkur á morgun

Nú er síðasta tækifæri til að skrá sig til keppni á Íslandsmót Öldunga utanhúss þar sem skráning lýkur annað kvöld þann 12. Júní kl. 18:00. Því er um að gera að nýta tækifærið og skrá sig sem allra fyrst áður en það verður um seinan. Nánari upplýsingar og skráningu er…

Continue ReadingSkráning á Íslandsmót Öldunga Utanhúss lýkur á morgun

Facebook hópur Íþróttamannanefndar ÍSÍ

Íþróttamannanefnd ÍSÍ hefur stofnað Facebook-hóp undir nafninu Íþróttamannanefnd ÍSÍ. Hópurinn er ætlaður fyrir allt íþróttafólk á Íslandi; alla iðkendur,  keppendur, og íþróttafólk sem eru í verkefnum sem heyra undir sérsambönd Íslands s.s. BFSÍ.Tilgangur hópsins er að vera vettvangur þar sem íþróttafólk getur haft samband við nefndina og nefndarmeðlimi, deilt pælingum…

Continue ReadingFacebook hópur Íþróttamannanefndar ÍSÍ

Covid-19: Tilslakanir á reglum (25. maí)

Heilbrigðisráðherra hefur nú gefið út nýja reglugerð með frekari tilslökunum á fyrri takmörkunum sem tók gildi að miðnætti í dag, 25. maí og gilda til 16. júní næst komandi.Helstu breytingar á reglunum sem hafa áhrif á okkar starf eru:Heimilt verður að hafa að hámarki 150 þátttakendur í hverju rými á…

Continue ReadingCovid-19: Tilslakanir á reglum (25. maí)

Ungmennadeild BFSÍ – Apríl

Niðurstöður Ungmennadeildarinnar fyrir apríl hafa verið birtar. Hægt er að nálgast niðurstöðurnar hér. Í heild tóku tvö félög þátt með 10 þátttakendum.  Að meðaltali lækkaði stigafjöldi keppenda um 2 stig í apríl miðað við mánuðinn á undan, en líklega er hægt að rekja það til strangra sóttvarnarreglna sem komu í…

Continue ReadingUngmennadeild BFSÍ – Apríl

Bogfimiþing 2021

Fyrsta bogfimiþing BFSÍ var haldið í gær, laugardaginn 13. Mars, í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þingforseti var kjörinn Valdimar Leó Friðriksson sem stýrði þinginu með prýði. Guðmundur Örn Guðjónsson formaður BFSÍ kynnti ársskýrslu stjórnar og lagði fyrir afreksstefnu sem var samþykkt samhljóða. Albert Ólafsson gjaldkeri BFSÍ lagði fyrir ársreikninga og fjárhagsáætlun…

Continue ReadingBogfimiþing 2021

Norðurlandabúðir Ungmennalandsliða

Sunnudaginn 07. mars var haldin fjarviðburður á vegum Norðurlanda fyrir ungmenni skilgreind eru í ungmennalandslið og hæfileikamótun hvers lands fyrir sig. Hugsunin á bakvið verkefnið var að stuðla af frekari samstarfi milli norðurlanda í landsliðsstarfi ungmenna.   Að þessu sinni var keppt í U21 flokki eftir sænskum bogfimireglum (þar er…

Continue ReadingNorðurlandabúðir Ungmennalandsliða

Íslandsmet félagsliða í ungmenna og öldunga flokkum breytt í 2 manna liðakeppni

Íslandsmet félagsliða var breytt fyrir skömmu á eftirfarandi veg. Liðakeppni í Ungmenna og öldunga flokkum var breytt úr 3 manna liðakeppni í 2 mann liðakeppni. Innandyra parakeppni var einnig bætt við í öllum aldursflokkum. Breytingarnar eru að hluta til að koma á móts við minni íþróttafélög í bogfimi og að…

Continue ReadingÍslandsmet félagsliða í ungmenna og öldunga flokkum breytt í 2 manna liðakeppni