Skráning á fyrsta Íslandsmeistaramót í Víðavangsbogfimi lokar í dag

Í kvöld kl. 18:00 lokar fyrir skráningu á fyrsta Íslandsmeistaramótið í víðavangsbogfimi. Þátttökugjaldið er 6.000 kr. Því er um að gera að nýta tækifærið til að prófa nýja tegund af bogfimi og skrá sig. Allar upplýsingar um mótið og skráningu er að finna hér.

Continue ReadingSkráning á fyrsta Íslandsmeistaramót í Víðavangsbogfimi lokar í dag

Covid-19: Hertar Takmarkanir

Nýjar reglur um takmarkanir á samkomum tóku gildi Sunnudaginn 25. Júlí og hafa Covid-19 leiðbeiningar BFSÍ því verið uppfærðar og birtar á ný. Covid-19 Leiðbeiningar BFSÍ er að finna hér. Helstu atriði er varða íþróttahreyfinguna eru: Almennar fjöldatakmarkanir verða 200 manns. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin.Nándarregla verður almennt…

Continue ReadingCovid-19: Hertar Takmarkanir

Skráningu á Íslandsmeistaramót Utanhúss lýkur á morgun

Síðasta tækifæri til að skrá sig á Íslandsmeistaramót Utanhúss þar sem skráningu lýkur kl. 18:00 á morgun, Laugardaginn 3. Júlí. Hægt er að nálgast skráninguna hér. Athugið að keppnisstaður Íslandsmeistaramótsins var upprunalega á Víðistaðatúni en mótið hefur nú verið fært á Hamranesvöll í Hafnarfirði.

Continue ReadingSkráningu á Íslandsmeistaramót Utanhúss lýkur á morgun

Skráningarfrestur á Íslandsmót Öldunga Utanhúss framlengdur

Vegna dræmra skráninga á Íslandsmót Öldunga Utanhúss hefur skráningarfresturinn verið framlengdur um viku til 19. Júní kl. 18:00. Í ár verður boðið upp á að keppa í flokkunum 30+ og 40+ og því þátttaka opin fleirum en áður hefur þekkst á öldungamótum. Frekari upplýsingar og skráningu á mótið er að…

Continue ReadingSkráningarfrestur á Íslandsmót Öldunga Utanhúss framlengdur

WAE Þing: Væntanlegar breytingar á EM innanhúss

Þing World Archery Europe fór fram í gær í gegnum fjarfundarform eftir að staðbundnu þingi var aflýst vegna hertra sóttvarnartakmarkana í Tyrklandi stuttu fyrir ásetta dagsetningu þingsins. Á þinginu voru settar fram 12 tillögur til breytinga á lögum og/eða reglum sambandsins sem allar voru samþykktar af þingfulltrúum. Tvær af þeim…

Continue ReadingWAE Þing: Væntanlegar breytingar á EM innanhúss

Skráning á Íslandsmót Öldunga Utanhúss lýkur á morgun

Nú er síðasta tækifæri til að skrá sig til keppni á Íslandsmót Öldunga utanhúss þar sem skráning lýkur annað kvöld þann 12. Júní kl. 18:00. Því er um að gera að nýta tækifærið og skrá sig sem allra fyrst áður en það verður um seinan. Nánari upplýsingar og skráningu er…

Continue ReadingSkráning á Íslandsmót Öldunga Utanhúss lýkur á morgun

Facebook hópur Íþróttamannanefndar ÍSÍ

Íþróttamannanefnd ÍSÍ hefur stofnað Facebook-hóp undir nafninu Íþróttamannanefnd ÍSÍ. Hópurinn er ætlaður fyrir allt íþróttafólk á Íslandi; alla iðkendur,  keppendur, og íþróttafólk sem eru í verkefnum sem heyra undir sérsambönd Íslands s.s. BFSÍ.Tilgangur hópsins er að vera vettvangur þar sem íþróttafólk getur haft samband við nefndina og nefndarmeðlimi, deilt pælingum…

Continue ReadingFacebook hópur Íþróttamannanefndar ÍSÍ

Covid-19: Tilslakanir á reglum (25. maí)

Heilbrigðisráðherra hefur nú gefið út nýja reglugerð með frekari tilslökunum á fyrri takmörkunum sem tók gildi að miðnætti í dag, 25. maí og gilda til 16. júní næst komandi.Helstu breytingar á reglunum sem hafa áhrif á okkar starf eru:Heimilt verður að hafa að hámarki 150 þátttakendur í hverju rými á…

Continue ReadingCovid-19: Tilslakanir á reglum (25. maí)

Ungmennadeild BFSÍ – Apríl

Niðurstöður Ungmennadeildarinnar fyrir apríl hafa verið birtar. Hægt er að nálgast niðurstöðurnar hér. Í heild tóku tvö félög þátt með 10 þátttakendum.  Að meðaltali lækkaði stigafjöldi keppenda um 2 stig í apríl miðað við mánuðinn á undan, en líklega er hægt að rekja það til strangra sóttvarnarreglna sem komu í…

Continue ReadingUngmennadeild BFSÍ – Apríl

Bogfimiþing 2021

Fyrsta bogfimiþing BFSÍ var haldið í gær, laugardaginn 13. Mars, í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þingforseti var kjörinn Valdimar Leó Friðriksson sem stýrði þinginu með prýði. Guðmundur Örn Guðjónsson formaður BFSÍ kynnti ársskýrslu stjórnar og lagði fyrir afreksstefnu sem var samþykkt samhljóða. Albert Ólafsson gjaldkeri BFSÍ lagði fyrir ársreikninga og fjárhagsáætlun…

Continue ReadingBogfimiþing 2021

Bogfimiþing 2021 – Fyrra fundarboð

Bogfimisamband Íslands boðar hér með til bogfimiþings 13. Mars 2021 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal kl. 13:00.Á bogfimiþingi hafa fulltrúar þeirra sambandsaðila sem eru skuldlaus við BFSÍ fjórum vikum fyrir bogfimiþing einir atkvæðisrétt, en rétt til setu á þinginu, með málfrelsi og tillögurétt hafa allir eftirfarandi þingfulltrúar: 1.2.3.4.5.6. stjórn BFSÍ;framkvæmdastjórn og…

Continue ReadingBogfimiþing 2021 – Fyrra fundarboð

Íslandsmeistaramóti innanhúss frestað

Íslandsmeistaramóti Innanhúss í opnum flokki sem halda átti helgina 27. – 28. Mars næstkomandi hefur verið frestað til 27. - 28. Nóvember. Samkvæmt núgildandi reglugerð yfirvalda væri heimilt að halda mótið með frekar venjulegu sniði. Hinsvegar í ljósi fjölda þeirra þátttakenda sem skilgreindir eru í áhættuhóp og þess að áætlað…

Continue ReadingÍslandsmeistaramóti innanhúss frestað

Íslandsmótum ungmenna og öldunga innanhúss frestað

Vegna áframhaldandi óvissu af völdum COVID nú þegar nær dregur að íslandsmótum innanhúss og þar sem gildandi reglugerð bannar enn keppnishald þá hefur stjórn BFSÍ ákveðið að fresta Íslandsmótum ungmenna og öldunga til seinna á árinu þegar ástandið er vonandi orðið skárra. Líklegt er að ekki verði leyfilegt að halda…

Continue ReadingÍslandsmótum ungmenna og öldunga innanhúss frestað

Formannafundur Bogfimisambands Íslands 2020

Fundarboð Formannafundur Bogfimisambands Íslands 2020 Hér með er boðað til formannafundar Bogfimisambands Íslands.  Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 29. mars 2020 kl. 13:00 í húsnæði Múltikúlti Barónsstíg 3, 101 Reykjavík. Rétt til setu á fundinum hafa formenn, eða fulltrúar þeirra, frá þeim íþróttabandalögum, héraðssamböndum og félögum sem mynda sambandið. Dagskrá ·       Skýrsla stjórnar…

Continue ReadingFormannafundur Bogfimisambands Íslands 2020