Íslendingar fyrstu Evrópubikarmeistarar í berboga í sögu íþróttarinnar
Ótrúlegt gengi var hjá 8 Íslensku keppendunum á Evrópubikarmóti ungmenna í Sofia Búlgaríu 12-17 maí. 256 þátttakendur voru samtals á mótinu frá 20 Evrópuþjóðum í 3 keppnisgreinum (sveigboga, trissuboga og berboga) og tveim aldursflokkum (U18 og U21). Ísland vann samtals þrjá Evrópubikarmeistaratitla (Gull), tvö silfur og tvö brons á Evrópubikarmóti…