You are currently viewing Hæfileikamótunarhópur 2021

Hæfileikamótunarhópur 2021

Eftirfarandi voru valdir í hæfileikamótunarhóp BFSÍ 2021:

Nafn Bogaflokkur Félag Aldur 2021
Sara Sigurðardóttir Trissubogi Boginn 18
Freyja Dís Benediktsdóttir Trissubogi Boginn 16
Daníel Már Ægisson Trissubogi Boginn 17
Halla Sól Þorbjörnsdóttir Sveigbogi Boginn 17
Valgerður Einarsdóttir Hjaltested Sveigbogi Boginn 19
Melissa Tanja Pampoulie Sveigbogi Boginn 16
Pétur Már Birgirsson Sveigbogi Boginn 16
Sigfús Björgvin Hilmarsson Trissubogi Boginn 15
Daníel Hvidbro Baldursson Trissubogi Skaust 16
Nóam Óli Stefánsson Trissubogi Hrói Höttur 16

10 október var sendur póstur á öll íþróttafélög innan BFSÍ og leitað meðmæla félagana á íþróttafólki í hæfileikmótunarhóp BFSÍ. Fresturinn sem gefinn var til þess að senda inn meðmæli var 30 október.

Áætlað var að velja um 10 einstaklinga í hópinn. 10 meðmæli bárust frá 3 íþróttafélögum. Íþróttastjóri BFSÍ taldi alla sem mælt var með standast viðmið fyrir hæfileikamótunarhóp og valdi því alla 10 sem mælt var með í hópinn.

Fyrir þá sem vita ekki hvað hæfileikamótun er þá væri stutt lýsing á því: einstaklingar sem talið er að með markvissri þjálfun geti náð viðmiðum ungmennalandsliðs í framtíðinni.

Megin markmið hæfileikamótunar BFSÍ er því að þróa íþróttafólk í stöður ungmennalandsliðs BFSÍ.

Einnig er hægt að horfa á hæfileikamótunarhóp sem varamannabekk fyrir ungmennalandslið. Mögulegt er að íþróttafólki í hæfileikamótun verði boðið að taka þátt í alþjóðlegum mótum með ungmennalandsliði t.d. til að fylla í lið. Kostnaður tengt slíkri þátttöku leggst á íþróttafólkið og/eða félögin að fjármagna.

Meðal verkefna sem áætlað er að bjóða upp á er:

  • Tvær til þrjár æfingarbúðir með ungmennalandsliði (eftir því hvað Covid leyfir í samkomum og hópamyndun)
  • Fyrirlestrar og Q&A með erlendu afreksíþróttafólki (eins og Evrópu/heims/Ólympíumedalíuhöfum)
  • Aðgengi að sjúkraþjálfun, næringarráðgjöf og íþróttasálfræðingi (eftir þörfum hvers og eins)
  • Einkaþjálfun til að þróa einstaklinga í hópnum.
  • Möguleikar á þátttöku í ýmsum öðrum verkefnum eins og t.d. fjarverkefnum á vegum World Academy of sports, WorldArchery og ÍSÍ í samstarfi við BFSÍ.

BFSÍ mun gera sitt besta við að þátttökugjöld í þessum verkefnum verði lág.

Hæfileikamótun 2020 skilaði góðum árangri, um helmingur þeirra sem skilgreindir voru í hópinn náðu viðmiðum fyrir ungmennalandsliðshóp. Flestir íþróttamanna sem skipa ungmennalandsliði 2021 voru skilgreindir í hæfileikamótun 2020.

Hæfileikamótun BFSÍ mun þróast í takt við þróun bogfimiíþrótta á Íslandi. Líklegt telst að lögð verði meiri áhersla á yngra íþróttafólk í framtíðinni, eftir því sem barnastarf eykst innan félagana.