24 keppendur eru á leið á Evrópumeistaramótið innandyra sem haldið verður í Samsun Tyrklandi 16-24 febrúar 2025.
Ísland hefur átt gott gengi á Evrópumeistarmótum innandyra og vann til sinna fyrstu verðlauna á EM24 inni á síðasta ári. Góðar vonir eru um að Íslensk lið og/eða Íslenskir keppendur vinni til verðlauna á EM25. Til að gefa grófa hugmynd um hverjir gætu verið líklegir til þess að næla í verðlaun fyrir Ísland þá er hér þátttökulisti ásamt fyrri árangri þeirra liða/einstaklinga á EM inni.
Keppendur og lið Íslands á EM25 í meistaraflokki:
- Berboga karla lið meistaraflokkur – 4 sæti á EM24
- Izaar Arnar Þorsteinsson – 9 sæti EM24
- Sölvi Óskarsson – 17 sæti EM24
- Gummi Guðjónsson – Fyrsta sinn í berboga. Efstur á landslista meistaraflokkur
- Berboga kvenna lið meistaraflokkur – 4 sæti á EM24
- Guðbjörg Reynisdóttir – 6 sæti EM24. 5 sæti EM22.
- Astrid Daxböck – 17 sæti EM24
- Valgerður E. Hjaltested – 5 sæti U21 EM22, fyrsta sinn í meistaraflokki á EM í berboga
- Sveigbogi karla meistaraflokkur – (Ekkert lið frá Íslandi á EM25. Liðið var í 7 sæti á EM24 og 9 sæti á EM22.)
- Georg Elfarsson – 17 sæti EM24
- Sveigboga kvenna lið meistaraflokkur – 4 sæti á EM24. 9 sæti á EM22
- Marín Aníta Hilmarsdóttir – EM24 9 sæti. EM22 Covid. Efst á landslista meistaraflokkur.
- Valgerður E. Hjaltested – EM24 9 sæti. EM22 34 sæti.
- Astrid Daxböck – EM24 17 sæti. EM22 35 sæti.
- Trissuboga karla lið meistaraflokkur – 6 sæti á EM24. 8 sæti á EM22.
- Alfreð Birgisson – EM24 17 sæti. EM22 17 sæti. Efstur á landslista meistaraflokkur
- Benedikt Máni Tryggvason – Fyrsta sinn á EM og í landsliðsverkefni almennt.
- Gummi Guðjónsson – 17 sæti á EM22
- Trissuboga kvenna lið meistaraflokkur – 3 sæti EM24. 7 sæti EM22.
- Anna María Alfreðsdóttir – 9 sæti EM24. 4 sæti EM22 í U21.
- Freyja Dís Benediktsdóttir – Fyrsta sinn í meistaraflokki. 17 sæti í U21 á EM24 og EM22
- Eowyn Marie Mamalias – Fyrsta sinn í meistaraflokki. 17 sæti í U21 á EM24
Keppendur og lið Íslands á EM25 í U21 flokki:
- Berboga karla lið U21 – 1 sæti á EM24
- Baldur Freyr Árnason – 3 sæti EM24 U21
- Ragnar Smári Jónasson – 6 sæti EM24 U21
- Henry Johnston – Fyrsta sinn á EM
- Berbogi kvenna U21 – (Ekkert lið frá Íslandi á EM25. Voru í 2 sæti á EM24)
- Heba Róbertsdóttir – 7 sæti EM24 U21. Efst á landslista meistaraflokkur
- Sveigbogi karla U21 – (Ísland hefur aldrei sent lið á EM í sveigboga U21 karla)
- Ari Björk – Fyrsta sinn á EM
- Baldur Freyr Árnason – Fyrsta sinn á EM í sveigboga
- Sveigbogi kvenna U21 – 5 sæti EM24
- Enginn frá Íslandi á EM25
- Trissubogi karla lið U21 – 5 sæti EM24. 8 sæti EM22
- Ragnar Smári Jónasson – 17 sæti EM24
- Kaewmungkorn Yuanthong (Phukao) – Fyrsta sinn á EM
- Daníel Hvidbro Baldursson – 17 sæti EM24 U21. 17 sæti EM22 U21.
- Trissuboga kvenna lið U21 – 5 sæti EM24. 5 sæti EM22
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir – 9 sæti EM24 U21. Efst á landslista meistaraflokkur
- Eydís Elide Sæmunds. Sartori – Fyrsta sinn á EM
- Sóldís Inga Gunnarsdóttir – Fyrsta sinn á EM
Tveir af keppendum í U21 flokki á EM eru með hæsta skor í meistaraflokki innandyra 2024 á landslistum, Þórdís Unnur Bjarkadóttir í trissuboga kvenna U21 og Heba Róbertsdóttir í berboga kvenna U21. Tvær stelpur sem gætu skilað góðum árangri á EM undir réttum kringumstæðum. Gert er ráð fyrir góðu gengi í liðakeppni í mörgum greinum og Ísland tapaði brons úrslitaleiknum jafntefli og bráðabana í berboga karla og sveigboga kvenna liðakeppni á EM24. Einnig er vert að hafa augu á Guðbjörgu Reynisdóttir í berboga kvenna hún hefur náð í topp 8 á síðustu tveim EM. Allar stelpurnar í trissuboga kvenna meistaraflokks liðinu eru einnig góðar og mögulegt að einhver þeirra nái langt, Anna María væri þar í fararbroddi. Almennt eru Íslensku konurnar taldar líklegri til árangurs en karlarnir, en berboga U21 karla liðið með Baldur Freyr Árnason í fararbroddi er vænlegt. Liðið tók gullið á EM24 og Baldur tók einstaklings brons úrslitaleikinn í berboga U21 karla.
En þegar það kemur að leikjum (útsláttum) þá er það mjög happa glappa hver vinnur og byggist mikið á dagsforminu. Það er jafnvel mögulegt að tapa leik þrátt fyrir að maður sé með fullkomið skor.
Nokkrir Íslendingar eru að keppa í tveim keppnisgreinum (bogaflokkum). Leyfilegt er að keppa í mörgum keppnisgreinum á sama móti, en það er ekki er leyfilegt að keppa í mörgum aldursflokkum á sama móti. Samtals eru 24 þátttakendur en 29 þátttökur af 36 mögulegum frá Íslandi. Hvert land getur sent eitt lið (3 skráningar í hverjum flokki) í undankeppni mótsins.
Hvernig EM innandyra virkar í hnotskurn.
- 16 feb okkar fólk flýgur út til Tyrklands
- 17 feb okkar fólk að lenda og koma sér fyrir á hótelinu, og óformlegar æfingar í boði á keppnisvellinum
- 18 feb formleg æfing á keppnis skotmörkum, dómarar skoða búnað keppenda, liðsstjórafundur, o.fl.
- 19 feb er undankeppni EM25. 60 örva skor (180 örvar fyrir lið). Topp 32 einstaklingar og topp 16 liðin í skori í undankeppni halda áfram í úrslit EM25.
- 19-21 feb Skor í undankeppni raðar keppendum/liðum upp í leikina. Allir leikir EM25 í liða og einstaklingskeppni eru á þessum dögum (nema brons og gull úrslitaleikirnir). Þeir sem tapa í 32 manna úrslitaleikjum enda í 17 sæti. Þeir sem tapa í 16 manna úrslitaleikjum enda í 9 sæti. Almennt er reynt að raða topp 8 í 1-8 sæti þegar mögulegt er (en þar sem þetta er útsláttarkeppni þá eru keppendur sem tapa slegnir út og keppa ekki aftur og því ekki mögulegt að gera á milli 2 einstaklinga sem töpuðu sínum leikum í t.d. 32 manna úrslitum, þess vegna enda þeir báðir í 17 sæti)
- 22-23 feb eru gull og brons úrslitaleikir EM25 í beinni útsendingu.
Almennt er sýnt beint frá flestum gull og brons úrslitaleikjum (þeim sem komast fyrir á 2 dögum), en engum öðrum leikjum á HM/EM. Ástæðan er einfaldlega af því að það eru allt of margir leikir til að sýna beint frá, það tekur 2 heila daga bara að sýna gull og brons keppnir og þá komast ekki allir leikir alltaf fyrir. 3 keppnisgreinar (berbogi/trissubogi/sveigbogi), 2 aldursflokkar (U21/meistaraflokkur), 2 kyn, lið/einstaklingskeppni 3x3x2x2 = 24 gull úrslitaleikir og 24 brons úrslitaleikir
384 einstaklingsleikir og 192 liðaleikir, samtals 576 leikir er hámarkið sem mögulegt er á EM25 m.v. núverandi keppnisreglur. Þeim er öllum lokið á 2-3 dögum enda mjög margir leikir á sama tíma.
Ef að sýnt væri beint frá öllum leikjum EM25, m.v. hámarksfjölda leikja, 8 tíma vinnudag og 15 mín per leik, með engum hléum, myndi taka 18 daga að sýna frá öllum leikjum á einu EM innandyra. Ef EM væri skipt í keppnisgreinar (berbogaEM, sveigbogaEM, trissubogaEM) þá væri hvert þeirra bara 192 leikir sem væri geranlegt að sýna frá. Ef því væri skipt í karla og kvenna til viðbótar, eins og er almennt gert í boltaíþróttum, þá væru það 96 leikir á einu EM í bogfimi, sem væri mun geranlegra að sýna beint frá öllum leikum slíks EM á einni viku. En þá væru 6 Evrópumeistaramót innandyra á hverju ári sem tæki 6 vikur af árinu að klára (um 12% af árinu væri eitt EM), sem er ekki raunhæft að framkvæma.
Meirihluti keppenda sem eru að fara eru margfaldir Íslandsmeistarar og/eða Íslandsmethafar, ásamt því að hafa náð ýmsum árangri í öðrum landsliðsverkefnum. En það væri of langt að setja íþróttasögu allra inn. En skemmtilegt að taka saman niðurstöður af fyrri EM innandyra í listanum fyrir ofan til að geta gert beinan samanburð.
Mögulegt verður að fylgjast með niðurstöðum EM25 á ianseo.net og á fréttum á archery.is fréttavefnum og instagram BFSÍ
Áfram Ísland!!
Ísland hefur átt gott gengi á Evrópumeistarmótum innandyra og vann til sinna fyrstu verðlauna á EM24 inni á síðasta ári. Sjá nánar í fréttinni fyrir neðan