Í afreksstefnu BFSÍ sem samþykkt var á bogfimiþingi 2021 var ákveðið að leggja val í landsliðsverkefni og í landsliðshópa í hendur íþróttastjóra. Í afreksstefnu BFSÍ og reglugerðum BFSÍ er settur upp ákveðin rammi fyrir íþróttastjóra og framkvæmd afreksstarfs í bogfimi.

Íþróttastjóri velur þátttakendur í landsliðsverkefni BFSÍ með takmörkuðum þátttöku kvóta (það eru öll A/B landsliðsverkefni s.s. HM/EM, heims- og Evrópubikarmót og ákveðin C landsliðsverkefni). Skráning í landsliðsverkefni með ótakmörkuðum þátttöku kvóta (opin landsliðsverkefni) fer fram í gegnum aðildarfélögin og er almennt opin öllum hlutgengum meðlimum aðildarfélaga óháð getustigi (það eru flest C landsliðsverkefni s.s. NUM, Veronicas Cup, Indoor World Series, HM/EM/HL/EL öldunga).

BFSÍ ákveður árlega lykil landsliðsverkefni sem sambandið mun senda þátttakendur á. Þau eru kölluð áhersluverkefni BFSÍ og BFSÍ mun taka þátt í kostnaði þátttakenda í þeim verkefnum að einhverju leiti.

Áhersluverkefni BFSÍ 2022 eru eftirfarandi A/B landsliðsverkefni:

  • EM innandyra
    • Opinn flokkur (A) og U21 (B)
  • EM utandyra
    • Opinn flokkur (A)
  • EM ungmenna utandyra
    • U21 (B) og U18 (B)
  • Önnur verkefni
    • Landsliðsverkefni til undirbúnings keppni um þátttökurétt á Ólympíuleika í sveigboga (2022 EM utandyra) (A)
    • Viðbótar verkefni keppenda/liða vegna sérstakra aðstæðna/umsókna/fjárveitingar/markmiða s.s. hækkun liða á heimslista (ákvörðun íþróttastjóra hverju sinni).

Íþróttastjóri velur úr íþróttafólki sem hefur tilkynnt áhuga sinn á þátttöku í áhersluverkefnum BFSÍ og er skilgreint í . Íþróttafólk þarf að uppfylla reglur BFSÍ um hlutgengi á erlend mót, fyrirmyndar hegðun og að hafa sýnt fram á lágmarks þátttöku í íþróttinni með því að hafa tekið þátt meiri hluta af þeim mótum innan vébanda BFSÍ sem stóðu þeim til boða.

Íþróttastjóri velur milli íþróttafólks sem hann metur sem svo að uppfylli skilyrðin hér fyrir ofan eftir getustigi á eftirfarandi veg:

  1. Íþróttamenn sem náð hafa A flokks viðmiðum á síðustu 2 árum.
  2. Íþróttamenn sem náð hafa B flokks viðmiðum á síðustu 2 árum.
  3. Íþróttamenn sem náð hafa C flokks viðmiðum á síðustu 2 árum.
  4. Aðrir sem íþróttastjóri velur til þátttöku (t.d. til þess að fylla í lið)

Íþróttastjóri ræður flokkun íþróttafólks en notar eftirfarandi lista sér til hliðsjónar.

A flokkurB flokkurC flokkur og lið
Utandyra meðaltalEfstu 50%AllraLægstu 50%
RM650625600
RJM635610585
RCM645620595
RW630605575
RJW620585550
RCW630600570
Utandyra meðaltalEfstu 50%AllraLægstu 50%
CM685675665
CJM675665650
CCM670655640
CW680665650
CJW670650630
CCW665645625
Innandyra meðaltalEfstu 50%AllraLægstu 50%
RM580570560
RJM570560550
RW575565555
RJW565555540
Innandyra meðaltalEfstu 50%AllraLægstu 50%
CM590585580
CJM585580570
CW585575570
CJW580570560
Viðmið reiknuð úr meðal skorum af síðustu þremur EM í viðeigandi íþróttagrein og námunduð niður af íþróttastjóra um færri en 10 stig þar sem við á.

Niðurgreiðsla þátttökukostnaðar vegna þátttöku í áhersluverkefnum BFSÍ verður breytileg eftir fjárhagslegri getu BFSÍ, fjárhagsáætlun BFSÍ og fjölda áherslu verkefna hverju sinni en viðmiðið er þetta:

  • A flokkur: Allt að þrefalt það sem C flokkur fær
  • B flokkur: Allt að tvöfalt það sem C flokkur fær
  • C flokkur: Ákvarðað af íþróttastjóra í samræmi við fjárhagsáætlun afreksstarfs.
  • Hlutur keppanda skal þó ekki vera lægri en 75.000.kr fyrir hvert verkefni

Þar sem BFSÍ hefur ákveðið að senda lið til þátttöku verður reynt að senda lið óháð því hvort að allir meðlimir liðsins hafi náð viðmiðum og verða allir liðsmenn flokkaðir í C flokk að lágmarki tengt niðurgreiðslu kostnaðar verkefnisins. Þar sem ákveðið hefur verið að senda einstaklinga í verkefni er ætlast til að þeir einstaklingar að hafi náð getustigs viðmiðum til þess að njóta niðurgreiðslu gjalda. (í tilfelli berboga þar sem það er ný keppnisgrein í markbogfimi ræður íþróttastjóri vali þátttakenda og flokkun þeirra og það á einnig við um íþróttagreinar þar sem þessi viðmið eiga ekki við s.s. víðavangsbogfimi)

ATH allir þurfa að láta skrá áhuga sinn á þátttöku hjá íþróttastjóra fyrir 31 október óháð því hvort að þeir hafa náð viðmiðum. Það er meðal annars gert til þess að hægt sé að ákvarða úthlutun á niðurgreiðslum til íþróttafólks vegna verkefna tímanlega og koma því fyrir í fjárhagsáætlunum sambandsins. Því er mikilvægt að íþróttafólk skipuleggji sig lengra fram í tímann en áður þar sem BFSÍ hyggst koma að kostnaði verkefna. Íþróttafólk sem skráir sig eftir þann tíma munu líklega ekki hafa möguleika á því að fá niðurgreiðslu kostnaðar og ólíklegt að þeir verði valdir í áhersluverkefni. Íþróttastjóra er þó heimilt að heimila þátttöku í öðrum landsliðsverkefnum en áhersluverkefnum BFSÍ, en íþróttafólk skal bera allan kostnað af þeim verkefnum.