Um mig: Marín Aníta Hilmarsdóttir

Marín á HM ungmenna 2021. Mynd frá alþjóðabogfimisambandinu World Archery

Ég heiti Marín Aníta Hilmarsdóttir og er fædd þann fjórða febrúar 2004 í Reykjavík.

Ég hef búið á mörgum stöðum en fyrstu minningarnar mínar eru frá Grindavík. Í Grindavík æfði ég körfubolta, fimleika og sund en þessar íþróttir voru ekki fyrir mig og hætti ég alveg að stunda þær íþróttir eftir að ég flutti í bæinn. Mamma mín heitir Ninja og pabbi minn heitir Hilmar og svo á ég einn eldri bróðir sem heitir Jason.

Pabbi minn er heyrnarlaus og hefur verið það allt sitt líf. Að eiga heyrnalausan pabba hefur sína kosti og galla. Kosturinn er að við tölum tungumál sem ekki margir tala en gallinn er sá að þegar ég var lítil þá tók ég upp táknmál í stað fyrir munnlegt mál og endaði með því að þurfa að fara í talþjálfun.

Mamma mín er með lúpus sjúkdóminn og hefur verið með það síðan hún fæddi eldri bróður minn. Hún hefur lengi verið slæm og einnig fengið krabbamein í leginu sem hún þurfti að fara í geislameðferð út af. Það erfitt að sjá hana veika útaf meðferðinni.

Ég er að læra fatahönnun í tækniskólanum og ætla mér að verða búningahönnuður. Ég hef alltaf haft gaman af því að teikna. Ég tók þátt í skrekk (hæfileikakeppni grunnskóla) 2018 og 2019 og var þar búningahönnuður, eftir það vissi ég að þetta væri eitthvað sem mér langar að starfa við í framtíðinni.

Einn góðan sumardag árið 2015 stóð ég úti með mömmu að horfa yfir grasvöllinn sem er staðsettur hjá húsinu mínu og tók eftir að það var fólk í bogfimi að æfa úti og ég sagði við mömmu að mér langaði að prófa þetta. Hún hristi þetta af sér þar sem hún hélt að ég væri að djóka. Svo einn daginn þegar ég var í skólanum sagði vinkona mín að hún væri að fara í sumarnámskeið í bogfimi og ég ákvað að slást með í för og ég hef bara ekki hætt síðan þá.

Bogfimi hefur bara haft góð áhrif á mig, eftir að ég byrjaði í bogfimi hefur sjálfstraustið mitt aukist gífurlega og hef ég eignast vini sem fylgja mér í framtíðina og hef ég aldrei verið jafn hamingjusöm eins og ég er núna.

Keppni

Þegar ég var að byrja í bogfimi tók ég þátt í alskonar ungmennamótum til gamans.

Fyrsta mót fullorðinna sem ég tók þátt í var Íslandsmeistaramótið innandyra árið 2017 og lenti ég í síðasta sæti þar.

2018 var fyrsta landsliðsverkefnið mitt var árið, þá fór ég til Noreg að keppa í Norðurlandameistaramóti ungmenna (NUM) í U16 flokki. Þar lenti ég í næst síðasta sæti (29 sæti af 30). Eftir Noreg þá kom upp target panick sem olli því að þegar ég dró upp bogann þá gat ég ekki dregið hann alveg og ég gat ekki miðað. Þetta tímabil var mjög erfitt fyrir mig en með hjálp frá þjálfaranum mínum og fjölbreyttar æfingar þá náði ég að yfirkomast target panickið eftir eitt ár.

2019 fór ég aftur á NUM (Norðurlandameistaramót Ungmenna) og lenti í sautjánda sæti. Eftir það mót fór ég að taka eftir því að ég væri góð í bogfimi en ég gæti orðið en betri og byrjaði að æfa af meiri alvöru.

Árið 2020 var fyrsta skiptið sem ég varð Íslandsmeistari í bogfimi fullorðinna og ég vann alla titlana innandyra U18, U21 og fullorðinna. Svo var ég valin sem íþróttakona og sveigboga kona ársins af Bogfimisambandi Íslands árið 2020.

Árið 2021 vann ég öll mótin sem ég tók þátt í á Íslandi í öllum aldursflokkum og tók alla íslandsmeistaratitlana utandyra og innandyra. Svo var ég valin íþróttakona og sveigboga kona ársins aftur 2021.

2021 vann ég líka NUM (Norðurlandameistaramót ungmenna) sem gerði mig þá að Norðurlandameistara U18.

2021 fór ég til París að keppa á heimsbikarmóti (World Cup) sem var líka undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Tókýó, það var fyrsta fullorðins stórmótið mitt. Ásamt því fór ég til Póllands 2021 í heimsmeistaramót ungmenna sem var fyrsta ungmenna stórmótið mitt.

Í dag keppi ég reglubundið erlendis með landsliðinu.

Markmið

Mitt aðalmarkmið er að komast á Evrópuleika og Ólympíuleikanna og því að mér langar að vera fyrst í sveigboga kvenna að fara á Evrópuleikana fyrir Íslands hönd og vera fyrsti Íslendingurinn að fara á Ólympíuleikanna í bogfimi.

Það sem ég þarf að gera til að komast þangað er að halda áfram að æfa mig, vera komin með góða tækni, bæta við betri hlutum við búnaðinn minn og að fara til útlanda að keppa.

Afrek og tölfræði

Marín á verðlaunapalli 2023 eftir sigur í U21 flokki í Sviss. Stelpa frá Ísrael í öðru og stelpa frá Slóvakíu í þriðja.

Frekari afreks og tölfræði upplýsingar eru í vinnslu.

Aðrar upplýsingar um Marín:

Smelltu hér ef þú vilt styðja Marín í landsliðsverkefnum

Marín í undankeppni Evrópuleikana 2023
Örin ný farin af strengnum á Evrópubikarmóti 2023