Íþróttafólk ársins 2018 eru Nói Barkarson og Eowyn Marie Mamalias.

Hægt er að sjá niðurstöður úr net kosningunni hérna fyrir neðan.

Samkeppnin var gífurleg á þessu ári enda gífurlega mikill árangur hjá mörgum á Íslandi þar sem keppendur frá Íslandi voru meðal annars að keppa um Heimsmeistaratitla og Norðurlandameistaratitla. Sérstaklega í yngri flokkunum og Masters (50 ára og eldri) flokkum.

Nói Barkarson:

Nói Barkarson var kosinn Íþróttamaður ársins í bogfimi. Nói er 15 ára gamall og búinn að stunda bogfimi í rúmt ár. Hann er á þeim tíma búinn að eigna sér meirihlutann af Íslandsmetaskránni í öllum aldursflokkum. Hann sló 16 Íslandsmet í trissuboga á tímabilinu í U15, U18 og U21 flokki og er Íslandsmeistari í U18 innandyra og utandyra ásamt því að vinna Íslandsbikarmótið með forgjöf. Hann er einnig einn iðnasti keppandinn.

Nói keppti á Norðulandameistaramóti Ungmenna á árinu þar sem hann endaði í 4 sæti, ástæðan fyrir því að það telst afrek er að Danmörk er ein sterkasta þjóð í heimi í trissubogaflokki og eru margfaldir heimsmeistarar í liða og einstaklingskeppni, barna og unglingastarf þeirra er eitt það sterkasta í heiminum.

Á næsta ári mun Nói keppa á bæði Norðurlandameistaramóti ungmenna og European Youth Cup þar sem hann er líklegur til að taka medalíu á báðum mótunum.

Nói náði frábærum árangri á þessu ári og það verður spennandi að fylgjast með hvað mun gerast í framtíðinni hjá honum.

  • 16x Íslandsmet í einstaklingskeppni í U15, U18 og U21 flokkum
  • 2x Íslandsmeistari í U18 flokki einstaklinga
  • Helsti árangur/afrek: 4. sæti í undankeppni Norðurlandameistarmóts Ungmenna

Nói Barkarson SJÁ ALLAR NIÐURSTÖÐUR ÁRSINS MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

Nói Barkarson Bogfimifélagið Boginn
Trissubogi Karla Skor Qualif rank Final rank Fjöldi keppenda
Aurora Open 535 6 4 8
Reykjavík International Games 505 8 8 8
Íslandsmót innanhúss 2017 U18 535 1 1 3
Íslandsmót Utanhúss U18 U18 545 1 1 1
Nordic Youth Championships (Nordic Cadet) 678 4 5 14
Stóri Núps Meistaramótið U21 578 1 1 1
Hrekkjavökumót Ungmenna 2018 550 1 1 1
IceCup Febrúar 549 2 2 8
IceCup Mars 540 4 4 6
IceCup Apríl 542 2 2 7
IceCup Maí 554 2 2 3
IceCup Júní 542 2 2 2
IceCup September 533 3 3 5
IceCup Nóvember 2017 523 4 4 6
IceCup Desember 2017 533 3 3 3
Íslandsmet listi undankeppni
Íslandsmet Stóri Núps Meistaramótið U21 578
Íslandsmet Stóri Núps Meistaramótið U18 578
Íslandsmet Íslandsmótið Utanhúss U18 545
Íslandsmet NM ungmenna U15 678
Íslandsmet ICECUP NÓV 2017 U18 523
Íslandsmet ICECUP DES 2017 U18 533
Íslandsmet ICECUP FEB 2018 U18 549
Íslandsmet ICECUP MAÍ 2018 U21 554
Íslandsmet ICECUP MAÍ 2018 U18 554
Íslandsmet listi útsláttarkeppni
Íslandsmet RIG 2018 U21 133
Íslandsmet RIG 2018 U18 133
Íslandsmet Íslandsmót innanhúss 2018 U21 134
Íslandsmet Íslandsmót innanhúss 2018 U18 134
Íslandsmet Aurora Open 2018 U21 137
Íslandsmet Aurora Open 2018 U18 137
Íslandsmet NM ungmenna U15 141
Íslandsmeistaratitlar
Íslandsmeistari Utandyra 2018 U18 Trissubogi OK
Íslandsmeistari Innandyra 2018 U18 Trissubogi OK
World Ranking Compound 0
Helsti árangur
4 sæti í undankeppni á Norðurlandameistaramóti Ungmenna 2018
5 Punkta listi til tilnefningar
Hefur keppt um eða unnið verðlaun á alþjóðlegum mótum. NEI
Hefur unnið að lágmarki 2 útslætti á alþjóðlegum mótum NEI
Hefur slegið Íslandsmet á tímabilinu.
Hefur unnið Íslandsmeistaratitil á tímabilinu
Er meðal 3 hæstu á heimslista fyrir Ísland. NEI

Eowyn Marie Mamalias:

Eowyn Marie Mamalias var kosin Íþróttakona ársins í bogfimi. Eowyn er 14 ára gömul og búin að stunda bogfimi í um 3 ár. Hún er á þeim tíma búin að eigna sér meirihlutann af Íslandsmetaskránni í öllum aldursflokkum. Hún sló 15 Íslandsmet í trissuboga á tímabilinu í U15, U18 og U21 flokki. Hún er einnig ein af iðnustu keppendunum.

Eowyn keppti á Norðulandameistaramóti Ungmenna á árinu þar sem hún endaði í 3 sæti og var talin með sigurstranglegustu á mótinu þrátt fyrir að gengið hefði illa í undankeppni, í útsláttarkeppninni kom upp bilun í búnaðinum hennar, hún náði því ekki að skjóta 3 örvunum  og var slegin út. Ástæðan fyrir því að það telst afrek að vera meðal bestu á Norðulanda meistaramót ungmenna er að Danmörk er ein sterkasta þjóð í heimi í trissubogaflokki og eru margfaldir heimsmeistarar í liða og einstaklingskeppni, barna og unglingastarf þeirra er eitt það sterkasta í heiminum í trissuboga.

Á næsta ári mun Eowyn keppa á bæði Norðurlandameistaramóti ungmenna og öðrum alþjóðlegum mótum þar sem hún er líkleg til að taka medalíur og titla fyrir Ísland.

Eowyn náði frábærum árangri á þessu ári og það verður spennandi að fylgjast með hvað mun gerast í framtíðinni hjá henni.

  • 15 Íslandsmet í einstaklingskeppni í U21, U18 og U15 flokkum
  • 1x Íslandsmeistari í U15 flokki einstaklinga
  • Helsti árangur/afrek: 3. sæti í undankeppni Norðurlandameistarmóts Ungmenna

Eowyn Marie Mamalias SJÁ ALLAR NIÐURSTÖÐUR ÁRSINS MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

Eowyn Marie Mamalias Bogfimifélagið Boginn
Trissubogi Kvenna Skor Qualif rank Final rank Fjöldi keppenda
Reykjavík International Games 550 3 3 7
Íslandsmót Innanhúss U15 578 1 1 3
European Youth Cup Rovereto Italy U18 580 13 9 13
Nordic Youth Championships (Nordic Cadet) 667 3 8 9
Íslandsmót Utanhúss 434 2 2 2
Hrekkjavökumót Ungmenna 2018 568 1 1 3
IceCup Febrúar 549 1 1 8
IceCup Apríl 541 3 3 7
IceCup Ágúst 549 1 1 4
IceCup September 543 1 1 5
IceCup Október 548 3 3 7
IceCup Nóvember 2017 529 2 2 6
IceCup Desember 2017 538 2 2 3
Íslandsmet listi undankeppni
Íslandsmet ICECUP NÓV 2017 U21 529
Íslandsmet ICECUP NÓV 2017 U18 529
Íslandsmet ICECUP DES 2017 U21 538
Íslandsmet ICECUP DES 2017 U18 538
Hrekkjavökumót Ungmenna 2018 Liðakeppni U15 1603
Reykjavík International Games 2018 U21 550
Reykjavík International Games 2018 U18 550
Íslandsmet Íslandsmót innanhúss 2018 U15 578
Íslandsmet NM ungmenna 2018 U15 667
Íslandsmet listi útsláttarkeppni
Íslandsmet Youth Cup Italy 2018 U21 136
Íslandsmet Youth Cup Italy 2018 U18 136
Hrekkjavökumót Ungmenna 2018 U15 139
Reykjavík International Games 2018 U21 142
Reykjavík International Games 2018 U18 142
Íslandsmet NM ungmenna 2018 U15 111
Íslandsmeistaratitlar
Íslandsmeistari innandyra 2018 U15 Trissubogi OK
World Ranking Compound 0
Helsti árangur
3 sæti í undankeppni á Norðurlandameistaramóti Ungmenna 2018
5 Punkta listi til tilnefningar
Hefur keppt um eða unnið verðlaun á alþjóðlegum mótum. NEI
Hefur unnið að lágmarki 2 útslætti á alþjóðlegum mótum NEI
Hefur slegið Íslandsmet á tímabilinu.
Hefur unnið Íslandsmeistaratitil á tímabilinu
Er meðal 3 hæstu á heimslista fyrir Ísland. NEI

Það sem er sérstaklega spennandi við árangur þessa íþróttafólks er að bæði Eowyn og Nói eru bæði að keppa í trissubogaflokki og eru á svipuðum aldri. Því eru góðar líkur á að þau eigi eftir að geta neglt þó nokkrar medalíur á alþjóðlegum mótum fyrir Ísland í blandaðri liðakeppni (mixed team) þar sem einn karl og ein kona keppa saman sem lið.