Indoor World Series innandyra heimsmótaröð alþjóðabogfimisambandsins (World Archery) er nú í fullum gangi. Síðustu helgi 15-17 nóvember var annað mót tímabilsins haldið í Strassen Lúxemborg og 3 keppendur frá Íslandi voru skráðir til leiks.
Alfreð Birgisson úr ÍF Akri Akureyri stóð sig mjög vel í meistaraflokki trissuboga karla og var með 584 stig af 600 mögulegum í undankeppni mótsins, sem er aðeins 4 stigum frá Íslandsmetinu. Það var þó ekki nóg til að komast inn í útsláttarkeppnina að þessu sinni þar sem að aðeins topp 32 halda áfram og gífurlega hörð keppni í trissuboga karla. En 47 sæti af 109 keppendum er samt flottur árangur hjá Alfreð á mótinu (gaman að geta þess að 11 faldur heimsmeistari sem er sestur í helgan stein var í 52 sæti á mótinu 2 stigum undir Alfreð, bara til að gefa til kynna erfiðleika stig mótsins). Alfreð hafði þó ekki lokið keppni, í „second chance“ tournament, sem er stutt auka keppni fyrir þá keppendur sem komast ekki áfram í útsláttarkeppni (úrslit) mótsins, sýndi Alfreð mjög sterka frammistöðu og Alfreð endaði í 6 sæti af 80 trissuboga körlum sem voru skráðir til leiks.
Anna María Alfreðsdóttir einnig úr ÍF Akri á Akureyri og dóttir Alfreðs, sló föður sínum við og komst í topp 32 í meistaraflokki trissuboga kvenna eftir að hafa lent í 30 sæti af 57 konum í undankeppni mótsins. Anna endaði svo á móti Amanda Mlinaric frá Króatíu í fyrsta útslætti þar sem Amanda tók sigurinn og Anna endaði því í 17 sæti á World Series. Anna hoppaði upp um 22 sæti á heimslista í 156 sæti og upp um 6 sæti á Evrópulist í 57 sæti eftir mótið. Aðeins 32 efstu í meistaraflokki á World Series fá stig á heimslista, en það er ekki langt síðan því fyrirkomulagi var bætt við.
Eowyn Mamalias úr BF Hróa Hetti í Hafnafirði endaði í 18 sæti í undankeppni trissuboga U21 á mótinu. Aðeins 16 efstu í U21 flokki héldu áfram í útsláttarkeppni mótsins og Eowyn náði því ekki inn. En auka keppni er haldin fyrir þá sem ná ekki inn í útsláttarkeppni á World Series mótum sem kallast „second chance“ eða „secondary tournament“ eða sambærilegt. Þar stóð Eowyn sig frábærlega og tók 2 sæti af 32 trissuboga konum sem skráðar voru til leiks. Í second chance voru allar trissuboga konur í meistaraflokki og U21 flokki sem komust ekki inn í útsláttarkeppni. Þetta var síðasta mót sem Eowyn gat keppt í U21 flokki, en hún verður 21 árs á næsta ári.
Næsta World Series mót verður haldið í Taipei í desember og engir Íslendingar skráðir til keppni þar, en í janúar verður World Series í Nimes í Frakklandi þar sem líklegt er að einhverjir Íslendingar verði að keppa.
You must be logged in to post a comment.