Gott gengi var hjá Íslensku keppendunum á Evrópubikarmóti ungmenna og krakkarnir komu heim með brons verðlaun þrátt fyrir vont veður.
Niðurstöður Íslands á mótinu:
- 3 sæti Trissuboga U21 kvenna lið – Þórdís/Eowyn/Freyja
- 6 sæti Trissuboga U21 blandað lið (1kk og 1kvk) – Ragnar/Þórdís
- 17 sæti Freyja Dís Benediktsdóttir trissuboga kvenna U21 einstaklingskeppni
- 9 sæti Þórdís Unnur Bjarkadóttir trissuboga kvenna U21 einstaklingskeppni
- 9 sæti Eowyn Marie Mamalias trissuboga kvenna U21 einstaklingskeppni
- 17 sæti Ragnar Smári Jónasson trissuboga karla U21 einstaklingskeppni
- 17 sæti Marín Aníta Hilmarsdóttir sveigboga kvenna U21 einstaklingskeppni
Það var mjög vindasamt á mótinu og veður almennt ekki gott til meta, en þrátt fyrir það slóu Ragnar og Þórdís bæði Íslandmet landsliða í trissuboga mixed team U21 undakeppni og útsláttarkeppni.
- Íslandsmet trissubogi blandað lið undankeppni 1322 stig, metið var áður 1284 stig
- Íslandsmet trissuboga blandað lið útsláttarkeppni 149 stig, metið var áður 147 stig
Ragnar var aðeins 3 stigum frá Íslandsmeti U21 trissuboga karla með skorið 666 en metið er 669.
Semsagt það gekk mjög vel hjá okkar fólk í undankeppni mótsins og vel í liðaútsláttum. En veðrið í einstaklingskeppni var ekki mjög skemmtilegt að skjóta í og nánast allir keppendur að ströggla á vellinum, sem sást greinilega á því hve mikið skorin lækkuðu frá því sem maður mætti áætla venjulega. Það var kalt, rigning og mikill breytilegur vindur sem hrærði í mörgum keppendum.
Gummi liðsstjóri var beðinn um að aðstoða við dómgæslu á mótinu og var einnig settur í áfrýjunarnefnd mótsins (jury of appeal). Á meðan að Gummi var að dæma fuku öll tjöldin niður á svæðinu og var hellidemba á köldum, skýjuðum degi. En hann var bara í dómarabol og það var sagt að það væri greinilegt að sjá hvaða dómari væri víkingurinn.
Eowyn og Freyja enduðu aftur á því að keppa við hvor aðra í fyrsta leik mótsins. Þetta er nánast orðin hefð að leikirnir raðist þannig upp á erlendum mótum að Eowyn og Freyja þurfi að keppa á móti hver annarri, þar sem að gerist óeðlilega oft fyrir slysni. Það gerðist líka á Bulgarian Open sem var mótið á undan Evrópubikarmótinu, en þar mættust Eowyn og Freyja í gull úrslitaleiknum.
Marín, eftir að hafa unnið sinn fyrsta leik í einstaklingskeppni, endaði aftur á móti Klinger frá Þýskalandi, en þær kepptu síðast á EM U21 2022, þá vann Klinger 6-2 en Marín var næstum búin að vinna þennan leik 6-4, stelpurnar skoruðu sama skorið 117-117 en örvarnar hjá Klinger enduðu betur í lotunum. Ragnar endaði einnig á móti keppanda sem hann þekkti og hafði keppt á móti áður Viktor frá Slóveníu leikar þá enduðu 138-134, en núna 125-115, töluvert lægra skor sem sýnir hvað aðstæður voru erfiðar í Búlgaríu.
Evrópubikarmót ungmenna var haldið að þessu sinni í Sofía höfuðborg Búlgaríu 15-20 apríl 2024. 367 þátttakendur voru á mótinu frá 27 þjóðum, Ísland átti 5 keppendur á mótinu. Mótið er einnig hluti af Evrópubikarmótaröð ungmenna en seinna mótið í mótaröðinni verður Evrópumeistaramót ungmenna í Rúmeníu seinna á árinu.
Mest spennandi leikur mótsins var án vafa undanúrslitaleikur trissuboga kvenna U21 liðsins á móti Ítalíu. Leikurinn endaði í jafntefli 214-214 og þurfti því bráðabana til að ákvarða sigurvegara, en bráðabaninn endaði jafn 27-27. Það þurfti því að ákvarða sigurvegarinn með því að mæla frá miðju skotskífu hvort liðið væri með ör nær miðju í bráðabananum. Þar Ítalía tók sigurinn með ör sem var 1cm nær miðju en Íslands.
Búlgarska bogfimisambandið notaði tækifærið áður en að Evrópubikarmótið hófst að spara sér uppsetningu á keppnisvelli með því að halda landsmót helgina áður en Evrópubikarmótið hófst. Landsmótið var opið alþjóðlegum keppendum og nokkrar þjóðir sem kepptu á Evrópubikarmótinu sem tóku einnig þátt í landsmótinu. Íslendingar stóðu sig best þjóða þar með 3 gull, 2 silfur og 1 brons en mögulegt er að lesa nánar um það í þessari frétt:
Næstu mót á dagskrá hjá BFSÍ eru heimsálfu undankeppni um þátttökurétt á Ólympíuleika og Evrópumeistaramótið (sitt hvort mótið) sem verða bæði haldin í Essen í Þýskalandi í byrjun maí.
You must be logged in to post a comment.