You are currently viewing Íslandsmeistarmót innanhúss verður haldið 25-26 febrúar, EM innandyra var aflýst

Íslandsmeistarmót innanhúss verður haldið 25-26 febrúar, EM innandyra var aflýst

Íslandsmeistaramótið innanhúss verður haldið samkvæmt upprunalegu skipulagi 25-26 febrúar. Mótinu verður EKKI frestað.

Áætlað var að BFSÍ þyrfti að fresta Íslandsmeistaramótinu innanhúss 2023 þar sem að Evrópumeistaramóti innanhúss var frestað um viku vegna aðstæðna í Tyrklandi eftir jarðskjálftahrinu sem reið fyrir landið í vikunni. EM hefði því stangast á við Íslandsmeistaramótið og því var gert ráð fyrir að það yrði nauðsynlegt að færa Íslandsmeistaramótið og undirbúningur hafin til þess að færa Íslandsmeistarmótið. Nú er staðan þannig að mótshaldarar EM í Tyrklandi hafa aflýst EM 2023 vegna fyrirskipunar Tyrkneskra yfirvalda og á sú aflýsing við um alla alþjóðlegar og landskeppnir í Tyrklandi.

Skráningarfrestur á Íslandsmeistaramótið verður styttur um helming (úr tveim vikum í viku) og skráningarfresturinn er nú 18 febrúar. Það er gert til þess að koma á móts við þennan rússíbana af upplýsingum sem hafa verið að berast í þessari viku og gefa iðkendum gott færi á því að skrá sig til keppni á Íslandsmeistaramótið.

BFSÍ biður aðildarfélög sín að koma til skila til sinna iðkenda/keppenda að Íslandsmeistaramótið innanhúss verður haldið samkvæmt upprunalegu skipulagi 25-26 febrúar og skráning á mótið er nú opin á ný.

Skráning á Íslandsmeistaramótið er hægt að finna hér:

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScg7C-o0HEWGtDuEQzKUVx6P6rvPhMJ0QevsQp3RhkyRjaGJQ/viewform

Mótið er einnig hægt að finna í mótakerfi BFSÍ hér:

https://mot.bogfimi.is/Event/Details/2023004

Niðurstöður mótsins verður hægt að finna á ianseo.net hér:

https://www.ianseo.net/Details.php?toId=12825