Dómaramenntun

Til að fá dómararéttindi þarf að taka próf og ná prófinu hér fyrir neðan á síðuni og vera metinn verklega af dómarafulltrúa BFSÍ.

Dómarar geta menntað sig sjálfir með því að læra reglur Heimssambandsins WA og Bogfimisambandi Íslands WAI.

Einnig er hægt að finna góðar upplýsingar í:

BFSÍ stendur einnig fyrir dómaranámskeiðum almennt einu sinni á 2 ára fresti fyrir þá sem vilja mennta sig. Þau námskeið verða tekin upp og birt hér fyrir áhugasama til að skoða hvenær sem er.

Dómarar með réttindi þurfa að endurtaka próf til að halda réttindum einu sinni á 4 ára fresti (þetta er nauðsynlegt vegna þess að reglur breytast með tímanum)

Þeir sem hafa verið landsdómarar í 2 ár og dæmt reglulega á stórmótum innanlands geta sótt um að fara á Evrópudómararnámskeið.