Íslandsmeistaramótið (ÍM) í Langboga/Hefðbundnum bogum innandyra 2026 var gífurlega spennandi um helgina með mörgum jöfnum úrslitaleikjum og óvæntum niðurstöðum. Mótið var haldið sunnudaginn 11 janúar í Bogfimisetrinu í hápunkti Norðurljósa sem sáust vel þrátt fyrir ljósmengun.
Streymt var beint frá mótinu á Archery TV Iceland Youtube rásinni ásamt því að úrslitaleikir mótsins verða klipptir niður og birtir síðar á árinu á rásinni. Mögulegt er að finna heildarniðurstöður mótsins á alþjóðlegu niðurstöðubirtingarsíðunni ianseo.net og í mótakerfi BFSÍ.
Veittir voru 4 Íslandsmeistaratitlar í meistaraflokki, 4 í 50+ flokki og 2 í U21 flokki á mótinu.
Félagsliðakeppni meistaraflokkur úrslit
Um Íslandsmeistaratitilinn í félagsliðakeppni kepptu lið frá Langbogafélaginu Freyju (LFF lið 2) á móti Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi (BFB). Leikurinn var æsispennandi og endaði í jafntefli 4-4 og það þurfti því bráðabana til að ákvarða hvort liðið tæki sigurinn og Íslandsmeistaratitilinn. Þar tók lið LFF sigurinn 24-20 og Íslandsmeistaratitil félagsliða.
Í brons úrslitum mættust aðal lið LFF (lið 1) og ÍF Akur á Akureyri (ÍFA). Sá leikur endaði einnig í 4-4 jafntefli og þurfti einnig bráðabana til að ákvarða hver tæki bronsið á ÍM. Þar tók LFF (lið 1) sigurinn 27 á móti 25 frá Akri.
Áhugavert var að sterkustu liðin í undankeppni ÍM enduðu í brons úrslitum og félagslið LFF sem var lægra í undankeppni ÍM (LFF lið 2) tók gullið, greinilega djúpt talent pool af skyttum þar á bæ. Bæði Gull og Brons úrslitaleikurinn enduðu í jafntefli og bráðabana og margt fleira.

Meistaraflokkur karla úrslit
Í gull úrslitum karla mættust Helgi Már Hafsteinsson ÍFA og Haukur Hallsteinsson LFF. Helgi var talinn líklegri til sigurs ný búinn að slá Íslandsmetið í undankeppni ÍM. Leikurinn var mjög jafn og í þriðju lotu var staðan 5-1 fyrir Helga. Leikurinn endaði svo á rosalegri fjórðu lotu þar sem að Haukur skoraði fullkomið skor 30, Helgi var með 10-10 og þurfti 10 til þess að jafna lotuna svo að þeir deildu stigunum og Helgi tæki sigurinn 6-2, sem hann náði. 30-30 fullkomið skor hjá báðum. Þeir deildu því stigunum fyrir lotuna og Helgi tók því sigurinn 6-2 og Íslandsmeistaratitil karla.
Í brons úrslitum mættust Daníel Örn Linduson Arnarsson LFF og Sveinn Sveinbjörnsson BFB. Sveinn var talinn líklegri til sigurs nýlega orðinn Bikarmeistari BFSÍ. Enn annar leikur sem var mjög jafn Daníel þurfti að vinna síðustu lotuna til að jafna leikinn og knýja fram bráðabana. En Sveinn náði lotunni og sigrinum 7-3 og tók bronsið.

Meistaraflokkur kvenna úrslit
Í gull úrslitum mættust Tinna Guðbjartsdóttir LFF og Guðrún Þórðardóttir LFF. Báðar stelpurnar höfðu skorað yfir Íslandsmeti kvenna í undankeppni ÍM, en Tinna með eilítið hærra og tók því formlega metið. Mjög jafnt á milli þeirra en Tinna talin eilítið líklegri til sigurs. Það sást í leiknum þar sem ekki mikill munur var á skorum, en Tinna náði að vinna 3 af 5 lotum og leikurinn endaði því 6-2 og Tinna tók sigurinn og Íslandsmeistaratitil kvenna.
Í brons úrslitum mættust Lóa Margrét Hauksdóttir BFB og Jana Arnarsdóttir LFF. Það var einnig mjög jafnt milli þeirra í undankeppni ÍM í skori, en Lóa sló U21 Íslandsmetið á mótinu, og hefur unnið til silfur verðlauna á EM í annarri keppnisgrein og því talin sigurstranglegri. Sem stemmdi og Lóa tók nokkuð öruggann sigur 6-2 og bronsið í kvenna.

Meistaraflokkur (óháð kyni) úrslit
Í gull úrslitum mættust aftur Helgi Már Hafsteinsson ÍFA og Haukur Hallsteinsson LFF. Helgi var talinn líklegri til sigurs ný búinn að slá Íslandsmetið í undankeppni þar sem Helgi var hæstur. Leikurinn var mjög jafn og endaði bókstaflega jafn 5-5 eftir fimm lotur þar sem Haukur og Helgi skoruðu sama skor í 3 af fimm lotum og deildu stigunum milli sín. Þannig að aftur þurfti bráðabana til að ákvarða sigurvegara, ein ör nær miðju vinnur, þar tók Haukur sigurinn 8-6 og Íslandsmeistaratitilinn óháð kyni.
Í brons úrslitum mættust Guðrún Þórðardóttir LFF og Sveinn Sveinbjörnsson BFB. Leikurinn var mjög jafn en Sveinn náði sigrinum á endanum með því að taka síðustu lotuna með 1 stigi og tók bronsið.

Eftirfarandi unnu Íslandsmeistaratitla Langboga/H á ÍM:
- Meistaraflokkur karla: Helgi Már Hafþórsson ÍFA
- Meistaraflokkur kvenna: Tinna Guðbjartsdóttir LFF
- Meistaraflokkur (óháð kyni): Haukur Hallsteinsson LFF
- Meistaraflokkur félagslið: LF Freyja, liðsmenna:
- Áki Jarl Láruson
- Daníel Örn Linduson Arnarsson
- Jana Arnarsdóttir
- 50+ karla: Albert Ólafsson BFB
- 50+ kvenna: Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir BFB
- 50+ (óháð kyni): Albert Ólafsson BFB
- 50+ félagslið: BF Boginn, liðsmenn:
- Albert Ólafsson
- Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir
- U21 kvenna: Vala Lovísa Andersen Daníelsdóttir LFF
- U21 (óháð kyni): Karólína Karlsdóttir BFB
Verðlaunahafar í liðakeppni.
Íslandsmet sem slegin voru á mótinu:
- Helgi Már Hafsteinsson – Meistaraflokkur karla 565 stig metið var áður 559 stig
- Tinna Guðbjartsdóttir – Meistaraflokkur kvenna 512 stig metið var áður 497 stig
- Lóa Margét Hauksdóttir – U21 kvenna 475 stig metið var áður 383 stig
- Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir – 50+ kvenna 254 stig
- Langbogafélagið Freyja – Meistaraflokkur Félagsliðakeppni 1542 stig metið var áður 1462 stig
- Tinna Guðbjartsdóttir
- Guðrún Þórðardóttir
- Haukur Hafsteinsson
- Vert að geta að :
- ÍF Akur sló einnig metið í félagsliðakeppni á mótinu með 1497 stig, en þar sem LF Freyja var með hærra skor á sama móti taka þeir metið.
- Guðrún Þórðardóttir sló einnig metið í meistaraflokki kvenna, en Tinna var með hærra skor á sama móti og tekur metið.
Mögulegt er að fleiri met hafi verið slegin og við hvetjum keppendur til þess að þekkja Íslandsmetin í sínum greinum og að tilkynna þau til BFSÍ í gegnum vefformið þegar að þau eru slegin.
Heilt á litið frábært mót sem var mjög spennandi að fylgjast með, keppa í og vinna við. Með áhugaverðustu ÍM í meistaraflokki til dags.




You must be logged in to post a comment.