You are currently viewing Heimsþing WA 2025, nýr forseti WA í fyrsta sinn í 20 ár og formaður BFSÍ með workshop fyrir þingfulltrúa

Heimsþing WA 2025, nýr forseti WA í fyrsta sinn í 20 ár og formaður BFSÍ með workshop fyrir þingfulltrúa

56 World Archery Congress (heimsþing Alþjóðabogfimisambandsins) var haldið í Gwangju Suður-Kóreu 2-3 september.

Gummi Guðjónsson formaður BFSÍ sat þingið fyrir Ísland. Gummi var einnig með umboðsmannsatkvæði (proxy vote) fyrir Liechtenstein á heimsþinginu, sem bað hann um að vera þeirra fulltrúi. Starfsfólk World Archery óskaði einnig með skömmum fyrirvara eftir því að Gummi héldi eitt af fjórum workshops sem haldin voru á þinginu til að fræða þingfulltrúa og aðildarlönd um ýmis atriði íþróttarinnar.

Heimsþingið var í sögulegt þar sem að nýr forseti var kosinn á heimsþinginu í fyrsta sinn í 20 ár. Aðeins hafa verið 3 forsetar World Archery á síðustu 50 árum og því stórar fréttir þegar að nýr forseti er kosinn.

  • Mr. Francesco Gneechi-Ruscone
  • Mr. James L. Easton
  • Prof. Dr. Ugur Erdener

Greg Easton var kosinn sem forseti World Archery á þinginu, en hann er sonur James Easton sem var forseti til ársins 2005 og lést á síðasta ári.

Mjög fátt var um breytingar á lögum WA sem snerta Íslenska keppendur, en meðal þess sem áhugavert var:

  • Ákveðið var að bæta við mixed team (blandaðri liðakeppni) í regluverk WA innandyra á þinginu. Því má gera ráð fyrir því að á næsta EM innandyra verði liðakeppni (3kk/3kvk), blönduð liðakeppni (1kk/1kvk) og einstaklingskeppni. Þetta mun gefa Íslandi fleiri tækifæri til þess að vinna til verðlauna á EM innandyra í framtíðinni.
  • Einnig var samþykkt að utandyra verði talin X fyrst og svo 10 (áður var talið X+10 og X) til einföldunar.

Fátt annað efnissætt var í breytingum á heimsþinginu sem hefur áhrif á Ísland eða Íslenska keppendur. Að miklu var verið að samþykkja heildar yfirferð á öllum bókum WA. Vinna sem hefur verið í gangi lengi og er nánast endurskrift á bókunum frá grunni, þar sem var verið að færa til greinar og uppfæra orðalag í meira nútímalegt mál og hagræðing til að gera þær einfaldari í lestri. Þó án þess að breyta að neinu leiti grunn tilgangi eða þýðingu þeirra. T.d. var allt tengt bogfimi fatlaðra var fært í sér reglubók til að aðskilja það frá annarri bogfimi og mæta kröfum frá International Paralympic Committee. Einnig var nafni flokka í fatlaðra flokkum breytt úr t.d. Recurve Open í bara Recurve. Jafnréttisnefnd var formlega sett sem hafði áður verið starfandi óformlega, svo að eitthvað sé nefnt. Svo að sjálfsögðu var afhending viðurkenninga og slíkt.

Mikið var um tillögur að ýmsum reglubreytingum, en eins og á Íslandi þá eru reglugerðir eitthvað sem stjórn sambandsins sér um og samþykkir, en eru ekki samþykktar á þingium. Öllum þeim reglubreytingar tillögum var því vísað til stjórnar World Archery til þess að fara yfir á næsta fundi. (bækur WA innihalda bæði lög og reglur þessi, lög eru í venjulegu letri og þarf að breyta á heimsþingum, reglur eru skáletraðar og eru ákvarðaðar af stjórn WA. BFSÍ er með svipað kerfi, nema lög og reglur eru í sitt hvorum skjölunum, enda mótar BFSÍ að miklu starfsemi sína á alþjóðabogfimisambandinu sem besta fordæmi til að fylgja)

Á heimsþingum eru einnig fjórar vinnustofur (workshops) fyrir aðildarlönd World Archery. Þær eru að miklu til fræðslu fyrir aðildarlönd um ýmsa þætti íþróttarinnar. Að þessu sinni voru þær:

  • School and youth programs (Yfirþjálfari Tyrklands og þjálfari Mete Gazos gull verðlaunahafa Ólympíuleikana)
  • Broadcasting archery (starfsmenn WA)
  • Member associations : general overview and IT topics (Gummi og starfsmaður WA)
  • Volunteer involvement and major events: lessons learned (starfsmenn WA)

Gummi ásamst Cecilia starfsmanni World Archery kynntu fjögurra ára samanburð á frammistöðu landssambanda og þróun sem orðið hefur. Það er að hluta að kynna niðurstöður könnunar sem senda var á aðildarlönd WA um stöðu þróunar þeirra (sem er krafa að fylla út til þess að vera meðlimur WA), ásamt því að kynna hvað er hægt að læra af þeim gögnum og tillögur að breytingum og aðgerðum. Koma með fordæmi sem aðrar þjóðir að fylgja á því hvernig Ísland hefur náð að byggja íþróttina upp eins hratt og vel og raunin er.

World Archery bað Gumma um að sjá um þetta workshop fyrir þingfulltrúa að miklu vegna þeirrar hröðu, miklu og jákvæðu þróun sem hefur orðið í bogfimi íþróttum á Íslandi á síðasta rúma áratug, og þess samstarfs sem hann hefur átt við starfsfólk World Archery í ýmsum þáttum. Framkvæmdastjóri World Archery Tom Dielen notar Ísland reglubundið sem jákvætt fordæmi fyrir allar aðrar þjóðir til að fylgja og segir reglubundið við marga, If every country did as well as Iceland in development, promoting and building up our sport, World Archery would be internationally on the same level as football.

Heilt á litið gekk heimsþingið mjög vel (þó að þau séu löng). Næsta heimsþing verður haldið í aðdraganda HM í Medellin í Kólumbíu 2027.

https://worldarchery.smugmug.com/WORLD-ARCHERY-CONGRESS/2025-GWANGJU

https://www.worldarchery.sport/news/202124/prof-dr-ugur-erdener-named-honorary-president-opening-day-world-archery-congress

HM er svo að hefjast á næstu dögum þar sem Ísland skipar 8 einstaklingum og 3 liðum.

  • Marín Aníta Hilmarsdóttir – Sveigbogi kvenna
  • Valgerður Hjaltested – Sveigbogi kvenna
  • Astrid Daxböck – Sveigbogi kvenna
  • Anna María Alfreðsdóttir – Trissubogi kvenna
  • Eowyn Mamalias – Trissuboga kvenna
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir – Trissuboga kvenna
  • Alfreð Birgisson – Trissuboga karla
  • Dagur Örn Fannarsson – Trissuboga karla
  • Trissuboga kvenna lið
  • Trissuboga mixed team
  • Sveigboga kvenna lið

Mögulegt verður að fylgjast með framgangi þess á ianseo.net og á worldarchery.sport. Ásamt því að BFSÍ birtir fréttir um mótið eftir að því er lokið.