Evrópubikarmótaröð ungmenna 2025 lauk í dag á síðara Evrópubikarmótinu á tímabilinu sem var haldið í Catez Slóveníu.
Þjóðin átti sögulegann árangur í Evrópubikarmótaröðinni á árinu og Ísland endaði í 6 sæti af 32 þjóðum í heildarniðurstöðum þjóða sem tóku þátt í mótaröðinni.

Þetta er langbesta niðurstaða Íslands í Evrópubikarmótaröð ungmenna frá upphafi. Þjóð á stærð við Ísland ætti í raun ekki heima svona hátt á þessum lista, þar sem þetta er samanlagður árangur í liðakeppni í öllum 13 liðakeppnum í mismunandi keppnisgreinum mótsins!!!
Saga niðurstaðna Íslands í Evrópubikarmótaröð ungmenna:
- 2022 og fyrr = Ísland náði engum stigum, engum verðlaunum og komst ekki á lista
- 2023 = 11 sæti (1 silfur í liðakeppni)
- 2024 = 15 sæti (2 brons í liðakeppni)
- 2025 = 6 sæti (3 gull, 2 silfur og 5 brons)
Heba Róbertsdóttir vann Evrópubikarmótaröðina í einstaklingskeppni í sinni grein Berboga U21 kvenna, og er fyrsti Íslendingur til þess að ná þeim árangri. Baldur Freyr Árnason endaði í 2 sæti og hljóta þau bæði verðlaun fyrir þá frammistöðu. Aðrir verðugir Íslendingar til að benda á eru Þórdís Unnur Bjarkadóttir sem var aðeins 21 stigi frá því að enda í topp 3 í mótaröðinni og Ragnar Smári Jónasson sem endaði í 7 sæti sem eru bæði í mjög erfiðum flokkum.
Lokaniðurstöður Íslenskra keppenda í einstaklingskeppni í Evrópubikarmótaröðinni 2025:
Samantekt úr niðurstöðum. Mögulegt er að finna heildarniðurstöður mótaraðarinnar hér:
https://www.ianseo.net/TourData/2025/23521/EYC%20RESULTS%202025.pdf?time=2025-08-01+09%3A15%3A43
Berboga flokki:
- 1 sæti – Heba Róbertsdóttir BFB – Berboga kvenna U21
- 2 sæti – Baldur Freyr Árnason BFB – Berboga karla U21
- 5 sæti – Henry Johnston BFB – Berboga karla U21
Trissuboga flokki:
- 4 sæti – Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB – Trissuboga kvenna U18
- 5 sæti – Eydís Elide Sartori BFB – Trissuboga kvenna U21
- 7 sæti – Ragnar Smári Jónasson BFB – Trissuboga karla U21
- 8 sæti – Sóldís Inga Gunnarsdóttir BFB – Trissuboga kvenna U18
- 16 sæti – Elísabet Fjóla Björnsdóttir BFB – Trissuboga kvenna U18
- 11 sæti – Magnús Darri Markússon BFB – Trissuboga karla U18
- 35 sæti Kaewmungkorn Yuangthong BFHH – 35 sæti (af 36) – Trissuboga karla U21
- 36 sæti – Bergur Freyr Geirsson BFB – Trissuboga karla U21
Sveigboga flokki:
- 65 sæti – Ari Emin Björk ÍFA – Sveigboga U21 karla
- 74 sæti – Baldur Freyr Árnason BFB – Sveigboga karla U18
- 83 sæti – Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB – Sveigboga kenna U18
Niðurstöður Evrópubikarmóta ungmenna 2025:
Fyrra Evrópubikarmótið í mótaröðinni 2025 var haldið í Búlgaríu. Ísland var í 3 sæti í heildarniðurstöðum liða í mótaröðinni eftir fyrsta mótið!!! Árangur Íslands var sögulegur og ólíklegt að sambærilega góð niðurstaða náist í framtíðinni. Ísland vakti mikla athygli fyrir árangurinn og hól hafa borist frá mörgum, bæði á mótinu og utan þess.
Síðara Evrópubikarmótið í mótaröðinni var haldið í Slóveníu 27 júlí – 3 ágúst og er að ljúka. Þátttaka var mikil og mótið var stærsti ungmenna viðburður í bogfimi í heimsálfu í sögu íþróttarinnar með 393 keppendur. Stærra en stærsta EM ungmenna sögunnar sem var 2024 með 363 íþróttamenn. Stærra en stærsta Evrópubikarmót sögunnar sem var 2017 í Króatíu með 317 keppendur. Þannig að samkeppnin í mótaröðinni var nokkuð góð á árinu 2025.
Stigum þjóða á seinna Evrópubikamótinu var bætt við stigin sem náðust á fyrra mótinu og loka niðurstöðuna í Evrópubikarmótaröðinni er mögulegt að sjá með því að smella hér eða skoða listann efst á síðunni.
Ísland lækkaði í listanum eftir síðara mótið úr 3 sæti í 6 sæti. Eins og eðlilegt mætti teljast þar sem erfitt er að ná sögulegum árangri tvisvar í röð, En þetta er samt sem áður drauma niðurstaða fyrir littla þjóð í lítilli íþrótt sem er búin að vera á mikilli uppleið.
6 sæti er eitthvað enginn hefði getað spáð fyrir og niðurstaða sem enginn hefði sett sem markmið hjá BFSÍ þar sem að slíkt markmið hefði verið álitið óraunhæft. En stundum næst það óraunhæfa og ómögulega ef maður reynir. Bara ekki gera ráð fyrir því að það gerist alltaf 😅
Hvernig virkar Evrópubikarmótaröð ungmenna?
Fyrir þá sem þekkja ekki til þá er Evrópubikarmótaröðin samanlagður árangur í undankeppni Evrópubikarmóta ungmenna á árinu.
Niðurstöðum er skipt í tvo parta:
- Einstaklingskeppni = samanlagt skor einstaklinga úr undankeppnum Evrópubikarmóta ársins
- Þjóðakeppni byggt á öllum liðaniðurstöðum í öllum keppnisgreinum. Gefin eru stig fyrir lokasæti hvers liðs í undankeppni Evrópubikarmóta ársins. Sú þjóð sem skorar flest stig vinnur „European Youth Cup“ bikarinn
Hvert Evrópubikarmót sem er partur af mótaröðinni er opið öllum þjóðum og voru meðal annars Suður-Afríka, Egyptaland og aðrar þjóðir utan Evrópu sem tóku þátt á Evrópubikarmótinu í Slóveníu í vikunni. En aðeins niðurstöður Evrópuþjóða gilda í Evrópubikarmótaröðinni.
- Evrópubikarmót = Allar þjóðir geta tekið þátt
- Evrópubikarmótaröð = Bara Evrópuþjóðir geta tekið þátt
Almennt samanstendur Evrópubikarmótaröð ungmenna saman af tveim mótum:
- Odda ár (t.d. 2025) eru 2 Evrópubikarmót ungmenna
- Slétt ár (t.d. 2026) eru 1 Evrópubikarmót ungmenna og 1 EM ungmenna (þar sem EM er einnig seinna Evrópubikarmótið í mótaröðinni).
Evrópubikarmótinu í Slóveníu lýkur í dag. Loka niðurstöður úr Evrópubikarmótaröð ungmenna 2025 voru birtar í dag og því vert að skrifa frétt um þann árangur sem þar náðist.
Til hamingju með árangurinn krakkar.
You must be logged in to post a comment.