You are currently viewing 3. Bogfimiþing BFSÍ 2025 lokið og Albert sæmdur Gullmerki ÍSÍ

3. Bogfimiþing BFSÍ 2025 lokið og Albert sæmdur Gullmerki ÍSÍ

3. Bogfimiþing Bogfimisambands Íslands – BFSÍ var haldið í íþróttamiðstöðinni í Laugardal 29 mars síðastliðin kl 13:00.

Góð mæting var á þingið og meirihluti atkvæðabærra fulltrúa mættu á þingið. Valdimar Leó Friðriksson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var þingforseti. Engar lagabreytingar lágu fyrir. Reikningar sambandsins voru samþykktir ásamt fjárhagsáætlun. Stjórn BFSÍ kynnti Árskýrslur og heildarstefnu. Afreksstefna BFSÍ var samþykkt óbreytt, en eftir Íþróttaþing ÍSÍ eru miklar líkur á því að samþykktur verði nýr rammi fyrir afreksstefnur sérsambanda þar sem miklar breytingar eru fyrirhugaðar hjá ÍSÍ á umgjörð afreksstarfs og þá er líklegt að gera þurfi breytingar á stefnunni í samræmi við þau viðmið ÍSÍ. Íþróttastjóri BFSÍ mun vinna þær breytingar í samstarfi við ÍSÍ, eins og alltaf, til að tryggja að afrekstefna sambandsins fylgi viðmiðum ÍSÍ um afreksstefnur sérsambanda og sé gild.

Andri framkvæmdastjóri ÍSÍ mætti á þingið og veitti Alberti Ólafssyni Gullmerki ÍSÍ fyrir starf sitt í þágu íþróttarinnar. Formaður BFSÍ sendi inn ábendingu/meðmæli til Heiðursráðs ÍSÍ fyrir þingið því að Albert Ólafsson fengi viðurkenningu fyrir sín ómetanleg störf sín í þágu stjórnar BFSÍ og í uppbyggingu sambandsins. Albert hefur þjónað í stjórn BFSÍ sem gjaldkeri frá stofnun sambandsins í desember 2019 og sóttist ekki eftir endurkjöri á næsta tímabili. Hann er þó ekki að öllu horfinn úr starfi og mun þjóna sem skoðunarmaður reikninga sambandsins og mun sjá um bókhald sambandsins um eitthvað skeið, ásamt því að vera ráðgjafi næsta gjaldkera BFSÍ. En Albert áætlar að byrja að æfa aftur af krafti í staðin enda er hann heimsmeta og Evrópumethafi öldunga í íþróttinni.

Mikill vöxtur hefur verið á íþróttinni á nánast alla vegu á síðasta áratug og góð umfjöllun um þróun sambandsins á tímabilinu milli Bogfimiþinga má finna í ársskýrslum 2023 og 2024.

Click to access Arskyrsla-BFSI-2023.pdf

Click to access Arsskyrsla-BFSI-2024.pdf

Eftirfarandi náðu kjöri í stöður:

Formaður:

  • Guðmundur Örn Guðjónsson

Meðstjórnendur:

  • Haukur Hallsteinsson
  • Haraldur Gústafsson

Skoðunarmenn reikninga:

  • Albert Ólafsson
  • Ólafur Gíslason

Varamenn:

  1. Alfreð Birgisson
  2. Ragnar Smári Jónasson
  3. Heba Róbertsdóttir