You are currently viewing Þrír af fjórum Íslandsmeistaratitlum skiptu um hendur á ÍM trissuboga í M.fl.

Þrír af fjórum Íslandsmeistaratitlum skiptu um hendur á ÍM trissuboga í M.fl.

Íslandsmeistaramótið í meistaraflokki trissuboga var haldið 22 mars 2025 í Bogfimisetrinu. Góð þátttaka var á mótinu og sýnt var beint frá úrslitunum á Archery TV Iceland rásinni.

https://www.youtube.com/@ArcheryTVIceland/streams

Eftirfarandi unnu Íslandsmeistaratitla í trissuboga meistaraflokki á mótinu:

  • Ragnar Smári Jónasson BFB – Karla M.fl. einstaklinga
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB – Kvenna M.fl. einstaklinga
  • Alfreð Birgisson  ÍFA – M.fl. einstaklinga (óháð kyni)
  • BF Boginn Kópavogi – félagsliðakeppni M.fl.
    • Ragnar Smári Jónasson
    • Þórdís Unnur Bjarkadóttir
    • Freyja Dís Benediktsdóttir

Ragnar 19 ára og Þórdís 17 ára voru að vinna sína fyrstu Íslandsmeistaratitla í meistaraflokki einstaklinga á sínum ferli. Alfreð 49 ára náði ekki að verja Íslandsmeistaratitil karla sem hann vann 2024, en náði í staðin að vera fyrsti karl til að vinna Íslandsmeistaratitil óháð kyni innandyra. Titilinn í félagsliðakeppni var eini titilinn sem skipti ekki um hendur á ÍM 2025. En bardaginn um titilinn er orðin ansi harður.

Íslandsmet sem slegin voru á mótinu:

  • BF Boginn félagsliðamet undankeppni 1706 stig (metið var áður 1682 stig af 1800 mögulegum)
  • BF Boginn félagsliðamet útsláttarkeppni 228 stig (metið var áður 221 stig af 240 mögulegum.)
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB – U18WA kvenna útsláttarkeppni 145 stig (metið var áður 144 stig af 150 mögulegum. Þórdís var einnig einu stigi frá U18 undankeppnis Íslandsmetinu 572 af 600 mögulegum)
  • Magnús Darri Markússon BFB – U15WA karla undankeppni 535 stig (metið var áður 531 stig af 600 mögulegum)
  • Magnús Darri Markússon BFB – U15WA karla útsláttarkeppni 140 stig (Metið var áður 129 stig af 150 mögulegum.)

Vert er að geta að Magnús Darri sló U15WA metið fimm sinnum á mótinu, þó að það teljist bara einu sinni þar sem það gerðist allt á sama degi. Og 140 stig jafnar einnig Íslandsmetið í U18 flokki, 14 ára ungur strákur þarna á hraðri uppleið í meistaraflokki sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni.

Gaman er að geta að BFHH og ÍFA slógu líka félagsliðametið í útsláttarkeppni. En með lægra skori en BFB, og þar sem það gerðist allt á sama degi þá tekur BFB metið með 228 stigin. En gaman að sjá að getustig félaga er að aukast töluvert milli ára.

Verðlaunahafar á ÍM Trissuboga 2025: 

BF Boginn vann ÍM í trissuboga á heildina litið með þrjá af fjórum Íslandsmeistaratitlum ásamt því að vera efstir í heildarfjölda verðlauna. ÍF Akur tóku einn titil og þrjú af fjórum silfurverðlaunum og það hefði ekki margt þurft að breytast til þess að Akur hefði tekið toppinn á þessu móti.

Þetta er í fyrsta sinn sem Íslandsmeistaramót í trissuboga er haldið sér frá öðrum keppnisgreinum og því var hægt að koma fyrir liðakeppni, möguleiki fyrir 16 efstu keppendur að komast áfram í útsláttarkeppni ásamt nokkru öðru á sama tíma og mótið var styttist.

Það var án vafa að það sló í gegn, sérstaklega hjá sjálfboðaliðum og starfsfólki, sem þurftu áður oft að vinna 15 tíma vinnudaga á meðan bestu keppendurnir voru að keppa oft í 12 tíma á einum degi.

Með þessari breytingu er búið að ná að skera mótið niður í nær 11 tíma vinnudag með 8 klst keppnisdag fyrir keppendur. Á sama tíma og það eykur tækifæri fleira íþróttafólks að komast í útsláttarleiki og styttir mótið nægilega mikið til þess að margir þeir sem koma utan af landi gætu keyrt heim eftir að keppninni lýkur og sparað sér gistinótt.

Heildar úrslit mótsins er mögulegt að finna á ianseo.net.

Næst á dagskrá er Íslandsmeistaramótið í Ólympískum sveigboga á morgun sunnudaginn 23 mars 2025.