Evrópumeistaramótinu innandyra í Samsun Tyrklandi (16-23 feb) er að ljúka í dag með góðum niðurstöðum Íslendinga.
Yfir 300 þátttakendur frá 25 þjóðum kepptu á EM. Keppt var í meistaraflokki (fullorðinna) og U21 flokki á mótinu.
Ísland skipaði 24 keppendum og 8 liðum á EM að þessu sinni og loka uppskeran var tvö silfur og þrjú brons. (2 silfur og 1 brons í U21 og 2 brons í meistaraflokki).

- Brons berbogi kvenna lið m.fl.
Liðsmenn- Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur Hafnarfirði
- Valgerður E. Hjaltested – BF Boginn Kópavogur
- Astrid Daxböck – BF Boginn Kópavogur
- Brons trissubogi kvenna lið m.fl.
Liðsmenn- Freyja Dís Benediktsdóttir – BF Boginn Kópavogur
- Eowyn Mamalias – BF Hrói Höttur Hafnarfjörður
- Anna María Alfreðsdóttir – ÍF Akur Akureyri
- Silfur berbogi karla lið U21 fl.
Liðsmenn- Baldur Freyr Árnason – BF Boginn Kópavogi
- Henry Johnston – BF Boginn Kópavogi
- Ragnar Smári Jónasson – BF Boginn Kópavogi
- Silfur berbogi karla einstaklinga U21 fl.
- Baldur Freyr Árnason – BF Boginn Kópavogi
- Brons berbogi kvenna einstaklinga U21 fl.
- Heba Róbertsdóttir – BF Boginn Kópavogi
- 4 sæti trissubogi karla lið U21 fl. (Töpuðu brons úrslitaleiknum gegn Króatíu með littlum mun 221-225 þannig að leyfum þeim að vera með í verðlaunalistanum fyrir það)
- Ragnar Smári Jónasson – BF Boginn Kópavogur
- Daníel Baldursson Hvidbro – Skaust Egilstaðir
- Kaewmungkorn Yuangthong – BF Hrói Höttur Hafnarfirði
Niðurstöður Íslands í U21 flokki voru sérstaklega eftirtektarverðar. Úrslitaleikjum á EM í U21 flokki lauk á laugardaginn og Ísland endaði í 4 sæti á heildar verðlauna listanum (Medal standings) og 3 sæti á heildar fjölda verðlauna á EM U21. Sem er hreint út ótrúlegur árangur.
Það er sjaldséð að Ísland komist inn á heildarverðlaunatölu listann í nokkurri íþrótt, þar sem að aðeins löndin sem vinna til verðlauna á viðkomandi móti eru talin upp á þeim lista. Enn sjaldgæfara að Ísland sé mjög ofarlega á lista eins og raunin var á EM U21 í ár.
Tyrkir áttu yfirgnæfandi frammistöðu á EM U21 í útsláttarleikjum og rúlluðu upp verðlaununum í U21 flokki, eins og aldrei hefur sést áður. Tyrkir eru mjög sterk þjóð í íþróttinni, en þetta var án vafa lang besta frammistaða þeirra til dags á EM U21. Oftar en ekki voru tveir Tyrkir að keppa um gullið og þeir tóku allavega eitt heimsmet og eitt Evrópumet U21. Það hefur gagnast þeim mikið að EM 2025 var haldið í sérbyggðri bogfimi-þjóðarhöll Tyrklands, þar sem að stór hluti landsliðsins æfir sig dags daglega og/eða er með aðsetur.

Baldur Freyr Árnason var að keppa um Evrópumeistaratitilinn í berboga karla U21 flokki einstaklinga og að keppa um topp sætið í berboga liðakeppni líka ásamt liðsfélögum sínum Henry og Ragnari. Baldur náði þó ekki titilinum að þessu sinni, AIN (Neutral athlete frá Rússlandi) tók einstaklingstitilinn í mjög jöfnum leik í gegn Baldri. Tyrkir tóku 1 sæti í liðakeppni í bráðabana gegn Íslensku strákunum eftir jafntefli í úrslitaleiknum. (Á síðasta EM 2024 vann Baldur brons einstaklinga og gull í liðakeppni)

Heba Róbertsdóttir vann brons á EM í einstaklingskeppni U21. Heba keppti á móti Laurine Ronot frá Frakklandi um bronsið og leikurinn var mjög jafn, en Heba vann síðustu lotuna af gífurlegu öryggi og tók bronsið með 6-4 sigri. Það er gaman að geta þess að Heba sló allar Frönsku berboga stelpurnar út af mótinu í mismunandi fösum leikja EM og vann alltaf leikina 6-4.
Berboga kvenna liðið tók bronsið í meistaraflokki á EM gegn heimaþjóðinni Tyrklandi, í einum mest spennandi úrslitaleik sem Ísland hefur nokkurtíma átt. Brons úrslita leikurinn byrjaði 4-0 yfir fyrir Íslandi, en Tyrkir náðu að jafna leikinn 4-4 og knýja fram bráðabana. Bráðabaninn endaði svo líka í jafntefli 21-21 og því þurfti að mæla hvort liðið ætti ör nær miðju í bráðabananum til þess að ákvarða sigurvegara leiksins. Það getur ekki verið jafnari leikur en það. Þar sem Íslensku stelpurnar voru með örina sem var næst miðju í jöfnum bráðabana þa sigruðu þær og Íslenska liðið tók því bronsið á EM í berboga kvenna.
Ísland komst fyrst í úrslitaleik á EM árið 2019 og vann til sinna fyrstu verðlauna á EM árið 2024. Það virðist vera orðin hefð hjá Íslandi að þegar við komumst í brons eða gull úrslitaleik á EM í liðakeppni þá endar meira en helmingur leikjana í jafntefli og bráðabana. En þetta var í fyrsta sinn sem Ísland tók sigurinn í bráðabana á EM.
- Sveigbogi kvenna meistaraflokks lið EM24 jafntefli/bráðabani um brons. Moldóva vann Ísland
- Berbogi karla meistaraflokks lið EM24 jafntefli/bráðabani um brons. Serbía vann Ísland
- Berbogi karla U21 lið EM25 jafntefli bráðabani um 1 sæti Tyrkland vann Ísland
- Berbogi kvenna meistaraflokks lið EM25 jafntefli/bráðabani um brons. Ísland vann Tyrkland.

EM er viku löng keppni, með undankeppni og fjölmörgum leikjum og flokkum. Það er svo mikið að gera að það gefst ekki tími fyrir liðsstjóra eða þjálfara til þess að skrifa fréttir jafnóðum og mótið er í gangi, þeir eru á keppnisvellinum frá morgni til kvölds og eru að einbeita sér að keppendum og mótinu sjálfu sem priority 1. Of mikið og langt væri að fjalla um alla leiki, undankeppni og árangur hvers og eins í einni samantektar frétt eftir mótið. En hér fyrir neðan er hægt að finna lokaniðurstöður allra keppenda og liða Íslands á EM 2025:
Lokaniðurstöður í einstaklingskeppni U21 á EM 2025
- Heba Róbertsdóttir – Brons (3sæti) berboga kvenna U21
- Baldur Freyr Árnason – Silfur (2sæti) berboga karla U21 (Besta niðurstaða Íslands til dag í flokknum)
- Henry Johnston – 5 sæti berboga karla U21 (sleginn út af AIN Neutral athlete í 8 manna úrslitum)
- Ragnar Smári Jónasson – 6 sæti berboga karla U21 (sleginn út af Ítala í 8 manna úrslitum)
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir – 17 sæti trissuboga kvenna U21 (slegin út af Króata í 32 manna úrslitum eftir jafntefli og bráðabana)
- Eydís Elide Sartori Sæmunds – 17 sæti trissuboga kvenna U21 (slegin út af AIN Neutral athlete í 32 manna úrslitum)
- Sóldís Inga Gunnarsdóttir – 17 sæti trissuboga kvenna U21 (slegin út af Ítala í 32 manna úrslitum)
- Ragnar Smári Jónasson – 7 sæti trissuboga karla U21 (sleginn út í 8 manna úrslitum af Ítala)(Besta niðurstaða Íslands til dag í flokknum)
- Daníel Baldursson Hvidbro – 9 sæti trissuboga karla U21 (sleginn út af Tyrkja í 16 manna úrslitum)
- Kaewmungkorn Yuangthong – 9 sæti trissuboga karla U21 (sleginn út af Tyrkja í 16 manna úrslitum)
- Ari Emin Björk – 17 sæti sveigboga karla U21 (Sleginn út af Rúmena í 32 manna úrslitum)
- Baldur Freyr Árnason – 17 sæti sveigboga karla U21 (sleginn út af Tyrkja í 32 manna úrslitum)
Lokaniðurstöður í liðakeppni U21 á EM 2025
- Berbogi U21 karla lið – Silfur (2 sæti)
- Berbogi U21 kvenna lið – Ísland skipaði ekki liði
- Trissubogi U21 kvenna lið – 6 sæti (slegnar út af Ítalíu í 8 liða úrslitum)
- Trissuboga U21 karla lið – 4 sæti (Besta niðurstaða Íslands til dag í flokknum)
- Sveigbogi U21 kvenna lið – Ísland skipaði ekki liði
- Sveigbogi U21 karla lið – Ísland skipaði ekki liði

Lokaniðurstöður í einstaklingskeppni meistaraflokki á EM 2025
- Guðbjörg Reynisdóttir – 9 sæti berboga kvenna (slegin út af Rúmena í 16 manna úrslitum)
- Valgerður E. Hjaltested – 9 sæti berboga kvenna (slegin út af Ítala í 16 manna úrslitum)
- Astrid Daxböck – 9 sæti berboga kvenna (slegin út af San Marinó í 16 manna úrslitum)
- Gummi Guðjónsson – 9 sæti berboga karla (sleginn út af Ítala í 16 manna úrslitum)
- Sölvi Óskarsson – 17 sæti berboga karla (sleginn út af Rúmena í 32 manna úrslitum)
- Izaar Arnar Þorsteinsson – 17 sæti berboga karla (sleginn út af Litháa í 32 manna úrslitum)
- Eowyn Mamalias – 17 sæti trissuboga kvenna (slegin út af Íslendingi í 32 manna úrslitum)
- Anna María Alfreðsdóttir – 9 sæti trissuboga kvenna (slegin út af Ítala í 16 manna úrslitum)
- Freyja Dís Benediktsdóttir – 9 sæti trissuboga kvenna (slegin út af Ítala í 16 manna úrslitum)
- Alfreð Birgisson – 17 sæti trissuboga karla (sleginn út af Dana í 32 manna úrslitum)
- Benedikt Máni Tryggvason – 17 sæti trissuboga karla (sleginn út af Tyrkja í 32 manna úrslitum)
- Gummi Guðjónsson – 17 sæti trissuboga karla (sleginn út af Ítala í 32 manna úrslitum)
- Astrid Daxböck – 17 sæti sveigboga kvenna (slegin út af Georgískri konu í 32 manna úrslitum)
- Marín Aníta Hilmarsdóttir – 17 sæti sveigboga kvenna (slegin út af Frakka sem vann brons á ÓL24 í 32 manna úrslitum)
- Valgerður E. Hjaltested – 17 sæti sveigboga kvenna (slegin út af Austurrískri konu í 32 manna úrslitum)
- Georg Elfarsson – 17 sæti sveigboga karla (sleginn út af Moldóvskum manni í 32 manna úrslitum)

Lokaniðurstöður í liðakeppni meistaraflokki á EM 2025
- Berboga kvenna lið meistaraflokkur – Brons verðlaun (3 sæti)(Besta niðurstaða Íslands til dag í flokknum)
- Berboga karla lið meistaraflokkur – 7 sæti (slegnir út af Ítalíu í 8 manna úrslitum)
- Trissuboga karla lið meistaraflokkur – 6 sæti (Slegnir út af Danmörku í 8 liða úrslitum)
- Trissuboga kvenna lið meistaraflokkur – Brons verðlaun (3 sæti)
- Sveigboga karla lið meistaraflokkur – Ísland skipaði ekki liði
- Sveigboga kvenna lið meistaraflokkur – 5 sæti (Slegnar út af Moldóvu í 8 liða úrslitum)
Til upplýsinga: Þeir sem tapa í 32 manna úrslitum lenda allir jafnir í 17 sæti, þeir sem eru slegnir út í 16 manna eða 16 liða úrslitum lenda allir jafnir í 9 sæti. Þeir sem tapa í 8 manna eða 8 lið úrslitum er reynt að raða í röð 1-8 eftir fjölda stiga sem þeir voru með í leiknum sem þeir töpuðu, (þar sem það er mögulegt). Sæti 1 til 4 ætti að segja sig sjálft, eru þeir sem unnu/töpuðu gull eða brons úrslitaleikjunum.

Ísland endaði í 7 sæti í Medal standings listanum, sem nær yfir alla aldursflokka og keppnisgreinar sem keppt var í á EM 2025. Listanum er raðað eftir fjölda gull, silfur og brons verðlauna á mótinu. Sem er frábær niðurstaða af 25 þjóðum sem tóku þátt. (Þær þjóðir sem vinna 0 verðlaun eru eðlilega ekki á lista). Ítalía var „on fire“ í meistaraflokki, sérstaklega í liðakeppni þar sem þeir rúlluðu upp hverri medalíu á fætur annarri. Ítalir náðu að snúa heildar niðurstöðunum við á síðasta deginum og tóku sigurinn í heildartölum á EM með littlum mun.
Mótið sjálft var í raun mjög skemmtilegt og frábær aðstaða sem Tyrkir eru með. En mótið var því miður ekki vel rekið á köflum. Venjan er að teymi frá Evrópska bogfimisambandinu komi og sjái um skorskráningu, yfirsjón yfir skipulag mótshaldara og sjónvörpun viðburðarins til að tryggja að allt fari rétt fram. Tyrkneska sambandið fékk að nota sitt eigið skorskráningar teymi á mótinu sem er með mun minni reynslu og meiri hluti þeirra talar ekki Ensku, enda Ensku kunnátta gífurlega lág í Tyrklandi almennt. Technical Delegate mótsins var varaformaður Evrópusambandsins sem var einnig Tyrkenskur. Því voru nokkur göt í skipulagi mótsins sem hefðu ekki verið ef mótið hefði verið haldið á hefbundinn hátt. Netsamband og rafmagn fór líka reglubundið af húsinu af óþekktum ástæðum.
Sýnt var beint frá úrslitaleikjum Tyrkja á mótinu í Tyrkensku sjónvarpi, en þeir sýndu lítinn áhuga á því að taka upp, sjónvarpa eða streyma úrslitaleikjum annarra þjóða. Sem olli stundum keppendum, dómurum og þeim sem vildu fylgjast með utan Tyrklands smá hugarangri. Það kom einnig til vegna Tyrkneska teymisins. En það kom almennt ekki að sök við hald mótsins sjálfs, sem var rekið áfram af frábæru dómarateymi af heimsdómurum og heimsálfudómurum sem tryggðu eftir bestu getu að mótið færi sem best fram frá sjónarhóli keppenda, svo að þeir gætu náð hámarks árangri sem mögulegt var.

Á heildina litið var mótið samt frábært. Allir hafa haft mjög gaman af ferðinni og allir hafa sögur að segja um sinn árangur á mótinu og ferðina. Áætlað er að reynt verið að skrifa stuttar fréttir um hvern og einn keppanda á archery.is fréttavefnum síðar í vikunni svo að allir fái umfjöllun við hæfi.

Það er mögulegt að Íslenska liðið verði fast í Tyrklandi vegna snjóstorms frá Síberíu sem hefur verið að ríða yfir Tyrkland og slá met í snjófalli. Öllum flugum á laugardeginum og sunnudeginum var aflýst og mörg lið sem eru strand í Tyrklandi að bíða eftir að færðin batni. Að sögn heimamanna hafa þeir ekki séð snjó í Samsun í næstum áratug. Flug Íslenska liðsins eru á mánudaginn og það er ekki búið að aflýsa þeim enþá… en hver veit hvað gerist seinna í dag.
Heilt á séð góður árangur og gott útlit fyrir að mögulegt verði að ná en lengra í framtíðinni. Áfram Ísland!!!
You must be logged in to post a comment.