You are currently viewing Viðbót Langboga Íslandsmeistaratitla og Íslandsmetum í markbogfimi og breytingar á fjarlægðum ungmenna utandyra

Viðbót Langboga Íslandsmeistaratitla og Íslandsmetum í markbogfimi og breytingar á fjarlægðum ungmenna utandyra

Nokkrar nýlegar breytingar á keppnisfyrirkomulagi sem vert er að vita láta vita af:

Viðbót Íslandsmeistaratitla og Íslandsmeta í Langboga/hefðbundnum bogum í markbogfimi utandyra og markbogfimi innandyra

Fyrstu formlegu Íslandsmeistaratitlarnir í flokknum verða veittir á Íslandsmeistaramótinu innandyra 2025. Íslandsmet verða tekin gild sem voru sett eða slegin á Íslandsmetahæfum mótum frá og með 2 júlí 2024. Breytingarnar voru gerðar 31 júlí og tilkynna þarf Íslandsmet innan 30 daga frá því að þau voru sett og því mögulegt að

Keppnisfyrirkomulag í Langboga/hefðbundnum:

Utandyra: 122cm skotskífa, 30 metrar, í öllum aldursflokkum (U16, U18, U21, m.fl. og 50+)
Innandyra: 60cm skotskífa, 12 metrar, í öllum aldursflokkum (U16, U18, U21, m.fl. og 50+)

Tengt búnaði sem er leyfilegur í flokknum, notkun hans og slíku er farið eftir reglum WA í reglubók 4 kafla 22.4 (Field & 3D archery). Þar sem að meira er leyfilegt í Traditional flokki þá er farið að mestu eftir þeim reglum tengt búnaði í langboga/hefðbundnum bogum.

Skipulagðri innleiðingar þróun á viðbót flokks fyrir „gamaldags boga“ hefur verið í ferli á Íslandsmeistaramótum frá árinu 2022 (ásamt nokkrum tilraunum á ýmsum mótum síðasta áratug), með ýmsum breytingum, viðbótum og tilraunastarfsemi sem hefur farið fram tengt því.

Langbogi (longbow) og hefðbundnir bogar (Traditional) eru sitt hvor bogaflokkurinn alþjóðlega og keppt á HM og EM í Longbow og Traditional innan WA og WAE í víðavangsbogfimi og 3D bogfimi. Einnig er valmöguleiki að keppa í báðum bogaflokkum á NM ungmenna í markbogfimi. En langbogi og „hefðbundnir“ eru ekki skilgreindir í reglum um markbogfimi innandyra eða markbogfimi utandyra í reglum WA en sem komið er. Því eru engar skilgreindar reglur eða viðmið um fjarlægðir eða skífustærðir fyrir langboga í markbogfimi innandyra og utandyra alþjóðlega sem mögulegt er að nota til hliðsjónar. Á Íslandi eru þessir 2 bogaflokkar sameinaðir í einn flokk, sem mætti í raun kalla „gamaldagsboga flokk“ eða „fornaldarbogar“, en þau nöfn voru ekki vinsæl meðal keppenda í flokknum og því haldið í langbogi/hefðbundnir nafnið.

Á NM ungmenna utandyra keppa allir aldursflokkar í longbow/traditional flokkum á 30 metrum og 30 metrar er einnig algeng keppnisfjarlægð í meistaraflokki í markbogfimi utandyra í mörgum Evrópulöndum. Því var ákveðið að hafa 30 metra á Íslandi  utandyra, sem samhæfir sig vel við NM ungmenna og flest landsmót erlendis sem Íslenskir keppendur gætu tekið þátt í. Innandyra hafði áður verið gerð tilraun fyrir næstum áratug að bæta langboga við á 18 metrum á 40cm skotskífu og þátttaka var góð á fyrsta mótinu, en sökum þess hvað erfiðleikastigið var hátt hrundi þátttaka í langboga á ÍM strax næsta ár þar til að á endanum engin þátttaka var í flokknum. Með innleiðingu berboga flokks fyrir um 8 árum var tækifæri fyrir longbow og traditional að keppa í þeim flokki á 18 metrum á 40cm skífu, en fáir iðkendur sem æfðu með langbogum eða hefðbundnum bogum skráðu sig til keppni í berboga, bæði þar sem að erfiðleikastigið var hátt og keppni milli „gamaldags boga“ og berboga endar nánast alltaf í sigri berboga þó að allir séu sigtislausir. Árið 2022 var bætt við langbogaflokki sem óformlegri viðbót á ÍM innandyra á 12 metrum á 60cm skífu og snéru þá aftur margir þeirra sem stunda greinina og voru m.a. fleiri að keppa í langboga karla en berboga karla það ár. Þátttaka í langboga á ÍM23 inni jókst um 30% og á ÍM24 inni var langboga og „hefðbundnum bogum“ skeytt saman í einn keppnisflokk og íhugað var að breyta nafni flokksins í „fornaldarboga“ og alskonar annað slíkt, en á endanum var haldið í langboga/hefðbundnir nafnið. Þátttaka í flokknum á ÍM innandyra hefur verið sambærileg og í berbogaflokki, en þó allt annar hópur iðkenda sem tekur venjulega ekki þátt í mótum. Íhugað var að reyna að færa langboga aftur á 18 metra og halda 60cm skífunni, en af fyrri reynslu var ákveðið að halda sig við 12 metra fyrir alla aldursflokka. Sem er einnig góð samhæfing á flokknum innandyra og utandyra þar sem að allir aldurflokkar eru þá á sömu fjarlægð (eins og NUM) og erfiðleikastigið er aðeins hærra utandyra en innandyra sambærilegt og það er í öðrum keppnisgreinum í bogfimi.

Sem stendur eru meirihluti keppenda í langboga/hefbundnum í ÍF Akur á Akureyri og Langbogafélaginu Freyju í Reykjavík, en með þessari viðbót er einnig verið að rétta út hönd til stórs iðkendahóps sem hefur almennt staðið utan íþróttahreyfingarinnar t.d. víkingafélög, skáta og fleiri slíkra hópa. Því gæti þetta aukið iðkendafjölda og jafnvel fjölda aðildarfélaga innan BFSÍ í framtíðinni með því að gera aðild að BFSÍ meira aðlaðandi.

Bikarmótaröð BFSÍ

Bikarmótaröð BFSÍ innandyra var því breytt að sá sem verður bikarmeistari verður sá sem skorar 2 hæstu skor í bikarmótum tímabilsins (var áður 3 hæstu skor). Það er meðal annars til að samhæfa við Bikarmótaröðina utandyra (sem var 2 hæstu skor) og til þess að koma á móts við þátttakendur út á landi, bæði gagnvart kostnaði ferðalaga og verra veðurs yfir vetrartímann sem getur veðurtept keppendur, þar sem öll bikarmót tímabilsins hafa almennt verið haldin á höfuðborgarsvæðinu.

Breytingar á fjarlægðum ungmenna utandyra

Nokkrar breytingar voru gerðar á fjarlægðum ungmenna utandyra. En beðið var með það þar til að utandyra mótum 2024 var lokið. Breytingarnar koma til að mestu vegna viðbóta á viðmiðum World Archery (WA) fyrir U15 aldursflokk og breytinga á reglum hjá World Archery Nordic (WAN) til að samræma við WA viðmiðin í kjölfarið af því. Norðurlöndin aðlöguðu sig að mestu leiti að viðmiðum WA, nema:

  • Ákveðið var að halda í U16 flokk í bili og það yrði skoðað seinna hvort að U16 yrði breytt í U15 til að samhæfa við WA.
  • bætt var við sveigboga U21 Open flokki á 50 metrum til þess að brúa erfiðleikastigs hoppið frá U16 á 40m í U18 á 60m.
  • Berbogi U18 er en á 40m í stað 50m í reglum WA

Fjarlægðir ungmenna utandyra á Íslandi frá og með 1 ágúst eru:

  • Sveigbogi;
    • Áhugamenn/byrjendur óháð aldri – 50 metrar (Sveigbogi U21 Open er nýr flokkur er á NUM til að brúa bilið milli U16 og U18, líklegt er að haldið verði áfram með þann flokk, en mögulega með öðru nafni í framtíðinni. Í stað þess að búa til aðra U21 aldursflokks fjarlægð á Íslandi var ákveðið að breyta fjarlægð fyrir áhugamenn/byrjendur úr 40 metrum í 50 metra á Íslandi til að brúa bilið milli U16/U18 til að byrja með og samhæfa við NUM)
    • U16 – 40 metrar (óbreytt, er núna sama og WA/WAN)
    • U18 – 60 metrar (breytt frá 50 metrum, er núna sama og WA/WAN)
    • U21 – 70 metrar (breytt frá 60 metrum, er núna sama og WA/WAN)
  • Trissubogi:
    • Áhugamenn/byrjendur óháð aldri – 30 metrar (Bara BFSÍ, en er sama fjarlægð og U16 flokkur var áður á NUM og gefur því öllum óháð aldri tækifæri á því að byrja að keppa utandyra á viðráðanlegri fjarlægð með því að skrá sig í áhugamanna/byrjenda flokk)
    • U16 – 40 metrar (breytt frá 30 metrum, er núna sama og WA/WAN)
    • U18 – 50 metrar (breytt frá 40 metrum, er núna sama og WA/WAN)
    • U21 – 50 metrar (óbreytt, er núna sama og WA/WAN)
  • Berbogi:
    • Áhugamenn/byrjendur óháð aldri – 30 metrar (Bara BFSÍ)
    • U16 – 30 metrar (óbreytt, er núna sama og WA/WAN)
    • U18 – 40 metrar (óbreytt, er sama og WAN, en ekki sama og WA sem er 50 metrar)
    • U21 – 50 metrar (óbreytt, er núna sama og WA/WAN)
  • Langbogi/hefðbundir bogar (Longbow/Traditional):
    • U16 – 30 metrar (óbreytt, en nú formlegir titlar og met veitt, er sama og WAN)
    • U18 – 30 metrar (óbreytt, en nú formlegir titlar og met veitt, er sama og WAN)
    • U21 – 30 metrar (óbreytt, en nú formlegir titlar og met veitt, er sama og WAN)

BFSÍ bætti við viðmiðum í sínar reglur fyrir áhugamenn/byrjendur og aðlagaði fjarlægðir til að þær stemmdu sem best til að gefa einnig meiri valmöguleika til ungmenna. Áætlað er að keppt verði í áhugamanna/byrjenda flokkum á sömu mótum og Íslandsmótum ungmenna. (En þó án útsláttarkeppni, markmiðið í áhugamanna/byrjenda flokki er bara að taka þátt, læra og hafa gaman, ekki að keppa við aðra, bara við sjálfann sig)