Íslandsmeistaramót utandyra var haldið á Hamranesvelli í Hafnarfirði 20-21.júlí 2024. Veðrið var óvenju gott á mótinu sem gladdi keppendur sem eru orðnir vanir því að helgar sem Íslandsmeistaramót utandyra eru haldin endi í óveðri eins og reyndin hefur verið á síðustu árum. Þó svo að veðrið hefði talist vindamikið erlendis á tímum telst það sem blíðviðri á Íslandi. Keppt var í fjórum keppnisgreinum
Nokkur markverð atriði sem gerðust á ÍM24:
- Gummi varð fimmfaldur Íslandsmeistari á ÍM24. Hann vann alla 4 einstaklingstitlana í berboga og langboga* og einn félagsliðatitil til viðbótar. Þetta er mesti fjöldi einstaklings Íslandsmeistara titla (var áður 2) og mesti heildar fjölda Íslandsmeistaratitla (var áður 3) sem keppandi hefur unnið til á Íslandsmóti í sögu íþróttarinnar, eftir því sem best er vitað. Gummi var einnig eini keppandinn á ÍM24 sem vann fleiri en einn titil í einstaklingskeppni og einn af fáum keppendum sem keppir í fleiri en einni keppnisgrein.
- Guðbjörg vann sjöunda Íslandsmeistaratitil kvenna í berboga utandyra í röð, en hún hefur unnið öll ÍM utandyra í berboga kvenna frá árinu 2018. Ásamt því sló hún Íslandsmetið sem Heba náði af henni á NM ungmenna fyrr í mánuðinum.
- Alfreð vann þriðja Íslandsmeistaratitil sinn í trissuboga karla utandyra í röð
- Valgerður varði titil sinn í sveigboga kvenna í bráðabana
- Marín varði titil sinn í sveigboga (óháð kyni) og var mjög stutt frá fullkominni frammistöðu á mótinu.
- Af 9 Íslandsmeistaratitlum einstaklinga skiptu 5 af þeim um hendur á ÍM að þessu sinni. Þorsteinn og Erla unnu sína fyrstu titla og Ragnar Þór vann sinn fyrsta utandyra titil.
Streymt var beint frá Íslandsmeistaramótinu og mögulegt er að horfa á úrslitaleikina neðst í fréttinni eða á archery tv Iceland Youtube rásinni.
Eftirfarandi unnu Íslandsmeistaratitla á ÍM24:
Sveigbogi – Íslandsmeistarar:
- Unisex: Marín Aníta Hilmarsdóttir BFB
- Karla: Ragnar Þór Hafsteinsson BFB
- Kvenna: Valgerður Hjaltested BFB
- Félagslið – BF Boginn Kópavogur
- Marín/Ragnar/Valgerður
Trissubogi – Íslandsmeistarar:
- Unisex: Þorsteinn Halldórsson BFHH
- Karla: Alfreð Birgisson ÍFA
- Kvenna: Erla Marý Sigurpálsdóttir BFHH
- Félagslið: BF Hrói Höttur Hafnarfjörður
- Þorsteinn/Erla/Kaewmungkorn
Berbogi – Íslandsmeistarar:
- Unisex: Gummi Guðjónsson BFB
- Karla: Gummi Guðjónsson BFB
- Kvenna: Guðbjörg Reynisdóttir BFHH
- Félagslið – BF Boginn Kópavogur
- Gummi, Baldur og Heba
Langbogi – Íslandmeistarar*:
- Unisex: Gummi Guðjónsson BFB
- Karla: Gummi Guðjónsson BFB
Íslandsmet á ÍM24:
- Baldur Freyr Árnason BFB – berbogi U21 karla WA – 511 stig
- Baldur Freyr Árnason BFB – berbogi U18 karla WA – 511 stig
- Guðbjörg Reynisdóttir BFHH – berbogi m.fl. kvenna – 531 stig
- Ragnheiður Íris Klein BFHH – berbogi U18 kvenna WA – 377 stig
- BF Boginn – sveigboga félagsliðakeppni – 1592 stig
- Valgerður/Ragnar/Marín
- BF Hrói Höttur – trissuboga félagsliðakeppni – 1967 stig
- Þorsteinn/Kaewmungkorn/Erla
- BF Boginn – berboga félagsliðakeppni – 1533 stig
- Heba/Baldur/Gummi
Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB var einnig mjög nálægt U21 metinu í trissuboga kvenna með skorið 659 stig en metið er 663. Sömu sögu má segja um Gumma í berboga karla með 519 stig en metið er 531. Alfreð var einnig nálægt metinu með 678 stig en metið er 683 stig. Gott verður er gott til meta.
Mögulegt er að finna ítarlegri fréttir um Íslandsmeistarana í einstaklingsfréttum á archery.is fréttavefnum.
Síðasta utandyramót BFSÍ er Íslandsbikarmótið næstu helgi (27 júlí).
* Langbogi (og aðrir hefðbundnir bogar „Traditional“) telst sem óformleg viðbót á Íslandsmeistaramótum þar til að þróun og inntökuferli hefur verið að fullu lokið. Því ferli hefur verið lokið utandyra þar sem að langbogi (og aðrir hefðbundnir bogar) verða á 30m á 122cm skífu í öllum aldursflokkum (sambærilegt og á öðrum Norðurlöndum og í flestum Norðurlandaþjóðum). En verið er að ljúka þróunar og tilraunastarfi á fyrirkomulagi innandyra sem er mun breytilegra milli þjóða.