You are currently viewing Ekkert af Norðurlöndum né smáþjóðum með þátttökurétt á Ólympíuleika í bogfimi

Ekkert af Norðurlöndum né smáþjóðum með þátttökurétt á Ólympíuleika í bogfimi

Ísland náði ekki þátttökurétt á Ólympíuleika í undankeppni um Evrópuþáttökurétti á ÓL (Continental Qualification Tournament) sem er í gangi núna um helgina í Essen í Þýskalandi.

Ekkert af Norðurlöndunum hafa náð þátttökurétti í bogfimi á Ólympíuleikana í París 2024, hvorki í karla né kvenna. Sama sagan er þegar að litið er til smáþjóða, þar sem engin af GSSE þjóðunum hefur unnið þátttökurétt heldur. Nú er aðeins lokaundankeppnismótið eftir í Antalya Tyrklandi í júní. Það er mjög erfitt að ná þátttökurétti á Ólympíuleika í bogfimi, sérstaklega fyrir minni þjóðir þar sem meirihluta þátttökurétta á Ólympíuleika eru gefnir út í liðakeppni.

Okkar keppendur stóðu sig samt vel á Continental Qualification Tournament Paris 2024 mótinu um helgina þó að þær hafi ekki verið að skjóta sitt besta í undankeppnis umferðum mótsins um morguninn, en vindurinn var að trufla marga, hann var ekki mjög mikill en úr síbreytilegri átt og erfitt að áætla hann.

Marín Aníta Hilmarsdóttir var eini Íslenski keppandinn sem var þegar búin að að ná lágmarksskorviðmiðum Ólympíuleika fyrir mótið. En Marín var óheppin með hvernig örvarnar röðuðust og var slegin út í fyrsta leik í jafntefli og bráðabana.

Marín stóð sig samt flott og skoraði hærra heildarskor í leiknum en andstæðingurinn. En þar sem lotu kerfið gildir í sveigboga þá endaði leikurinn í jafntefli og þurfti því bráðabana til þess að ákvarða hver héldi lengra á mótinu. Einni ör skotið og sá sem er nær miðju vinnur, þar vann andstæðingurinn Liliana.

Leikurinn var samt mjög spennandi, og tvisvar sem sú Svissneska var aðeins millimetrum frá því að tapa leiknum, þar sem hún var með margar örvar á línum skorsvæða til að vinna eða jafna lotur. Stelpurnar voru með miklum mun með hæsta skorandi samanlagða leikinn á vellinum í fyrsta leiknum. Þær voru báðar að skjóta aðeins hærri skor en sitt meðaltal og bara hrein óheppni að Marín náði ekki sigrinum og lengra á mótinu.

Gaman er að geta þess að Liliana býr stutt frá og æfir í afreksíþróttamiðstöð alþjóðabogfimisambandsins í Lausanne í Sviss.

Valgerður E. Hjaltested og Astrid Daxböck voru einnig á meðal Íslensku keppendanna sem voru slegnar út í fyrstu umferð á móti Belgíu og Írlandi. Astrid var að ströggla smá við búnaðarbilun, sem var búið að laga að mestu og Valgerður skaut í raun fínt en var bara ekki alltaf að grúppa á réttum stað.

Þar sem að allar stelpurnar voru slegnar út í fyrsta útslætti þá enduðu þær allar í 57 sæti á Evrópu undankeppni um þátttökurétt á Evrópuleikana (Continental Qualification Tournament)

Einföld samantekt á hvernig einstaklings þátttökuréttum á Ólympíuleika er úthlutað

  • Á HM 2023: Þrír efstu fá þátttökurétt
  • Á Evrópuleikum 2023: Tveir eftstu á Evrópuleikum („Evrópu Ólympíuleikum“) fá þátttökurétt
  • Á undankeppnismóti hverrar heimsálfu 2024: Þrír efstu í Evrópu fá þátttökurétt
  • Á lokaundankeppnismóti : Tveir efstu fá þátttökurétt
  • Boðssæti: Þrjár smáþjóðir sem hafa ekki unnið þátttökurétt en náð skor lágmörkum eru valdar og er boðið að taka þátt til að fjölga þátttökuþjóðum (á ekki við um Ísland í bogfimi 2024)

Hlekkur á mynda albúm Evrópska bogfimisambandsins WAE Smugmug

Næsta mót á dagskrá hjá BFSÍ er Evrópumeistaramótið utandyra, en undankeppni mótsins hefst 8 maí næstkomandi.

Smá inside jokes af mótinu upp á gamanið

  • Freyja þurfti að fjarlægja persónuleika sinn til að taka passamynd
  • Valgerði vantar prik eða bolta eða íbúð
  • Marín endaði sem forsíðufyrirsæta World Archery og World Archery Europe, en hún vill frekar horfa á aðra í bráðabana
  • Astrid fann „special“ súkkulaði
  • Gummi mun dæmi maga ef einhver kvartar
  • Freyja týndi ljósmyndara persónuleikanum sínum sem kostaði hana næstum 10.000.kr
  • Þórdís var að spila við lendinga frá ýmsum löndum