Flott gengi var hjá Íslensku keppendunum á EM í Króatíu í dag þar sem að keppt var í 8 manna úrslitum og 8 liða úrslitum EM í dag og Ísland mun leika um 6 verðlaun á EM 2024
Í liðakeppni á morgun (föstudag) mun Ísland keppa um 4 verðlaun í úrslitaleikjum. Sýnt verður beint frá gull og brons úrslitaleikjum EM í beinu streymi World Archery Europe á Youtube síðu þeirra hér:
https://www.youtube.com/@worldarcheryeurope/streams
- Berboga U21 kvenna liðið keppir við Bretland í gull úrslitaleiknum kl 09:30
- Liðið skipa
- Lóa Margrét Hauksdóttir – úr Boganum í Kópavogi
- Heba Róbertsdóttir – úr Boganum í Kópavogi
- Maria Kozak – úr Skotfélagi Ísafjarðar
- Liðið skipa
- Berboga kvenna liðið Meistaraflokkur keppir við Serbíu í brons úrslitaleiknum kl 09:50
- Liðið skipa
- Guðbjörg Reynisdóttir – úr Hróa Hetti í Hafnafirði
- Astrid Daxböck – úr Boganum í Kópavogi
- Rakel Arnþórsdóttir – úr Akur á Akureyri
- Liðið skipa
- Berboga karla liðið M.fl. keppir við Serbíu í brons úrslitaleiknum kl 10:25
- Liðið skipa
- Sveinn Sveinbjörnsson – úr Boganum í Kópavogi
- Sölvi Óskarsson – úr Boganum í Kópavogi
- Izaar Arnar Þorsteinsson – úr Akur á Akureyri
- Liðið skipa
- Sveigboga kvenna liðið M.fl. keppir við Moldóvu í brons úrslitaleiknum kl 17:30
- Liðið skipa
- Marín Aníta Hilmarsdóttir – úr Boganum í Kópavogi
- Valgerður Einarsdóttir Hjaltested – úr Boganum í Kópavogi
- Astrid Daxböck- úr Boganum í Kópavogi
- Liðið skipa
Tímarnir eru í staðartíma, þannig að minus 1 klst fyrir Íslenskan tíma á úrslitaleikjunum
Á laugardaginn er svo Ísland að keppa um 2 verðlaun í einstaklingskeppni.
- Lóa Margrét Hauksdóttir úr Boganum í Kópavogi keppir um gull verðlaunin í berboga kvenna U21 á móti Isabel Plowman frá Bretlandi kl 09:15
- Baldur Freyr Árnason úr Boganum í Kópavogi keppir í brons úrslitaleiknum í berboga karla U21 á móti Bastien Bardo Causse frá Frakklandi kl 09:35
Skrifaðar verða ítarlegri fréttir um okkar fólk, lið og framvindu mála á EM þegar að mótinu lýkur. En keppnisdeginum í dag var að ljúka og verið að reyna að koma í loftið upplýsingum um þá úrslitaleiki sem Ísland keppir í svo að þeir sem eru heima geti fylgst með.
European Indoor Championships er haldið í ár í Varazdin Króatíu og það eru 34 keppendur og 11 lið frá Íslandi að keppa á mótinu sem er stærsta lið sem Ísland hefur skipað á EM til dags. Þannig að gífurlega mikið er búið að ganga á í keppnum, leikjum og niðurstöðum í vikunni, því verða ítarlegar fréttir um hvern keppanda birtar síðar.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá heildarniðurstöðu lista Íslands á mótinu úr alþjóðlega úrslitabirtingakerfinu
You must be logged in to post a comment.