Íslandsbikarmótaröð BFSÍ innandyra var að ljúka í dag með síðasta Bikarmóti tímabilsins.
Bikarmótaröðin stóð saman af fjórum mótum sem haldin voru í Bogfimisetrinu í október, nóvember, desember og lokamótið í janúar 2024.
Bikarmeistarar BFSÍ innandyra voru krýndir í annað sinn og fengu einnig 50.000.kr í verðlaunafé.
Eftirfarandi urðu Bikarmeistarar árið 2024:
Bikarmeistari Trissubogaflokkur Alfreð Birgisson ÍFA Akureyri
Fjórir efstu í trissubogaflokki í Bikarmótaröð BFSÍ árið 2024 voru:
- Alfreð Birgisson 1716 stig ÍFA Akureyri
- Freyja Dís Benediktsdóttir 1707 stig BFB Kópavogur
- Eowyn Marie Mamalias 1700 stig BFHH Hafnarfjörður
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir 1683 stig BFB Kópavogur
Alfreð Birgisson varð Bikarmeistari BFSÍ í trissuboga 2024 með naumum mun með 1716 með Freyju Dís Benediktsdóttir í öðru sæti með 1707 stig. Þetta er annað árið í röð sem Alfreð hreppir titilinn.
Bikarmeistari Berbogaflokkur Heba Róbertsdóttir BFB Kópavogur
Fjórir efstu í berbogaflokki í Bikarmótaröð BFSÍ árið 2024 voru:
- Heba Róbertsdóttir 1475 stig BFB Kópavogur
- Baldur Freyr Árnason 1387 stig BFB Kópavogur
- Sveinn Sveinbjörnsson 1379 stig BFB Kópavogur
- Guðbjörg Reynisdóttir 1340 stig BFHH Hafnarfjörður
Heba Róbertsdóttir varð Bikarmeistari BFSÍ í berboga 2024 með góðum mun 1475 með Baldur Freyr Árnason í 1387. Heba sló einnig Íslandsmetið í berboga kvenna í meistaraflokki og U21 flokki á síðasta Bikarmóti tímabilsins í janúar með skorið 504 sem er aðeins 10 stigum frá Evrópumetinu í U21 kvenna. Þetta er í fyrsta sinn sem Heba hreppir titilinn.
Bikarmeistari Sveigbogaflokkur Marín Aníta Hilmarsdóttir BFB Kópavogur
Fjórir efstu í sveigbogaflokki í Bikarmótaröð BFSÍ árið 2024 voru:
- Marín Aníta Hilmarsdóttir 1641 stig BFB Kópavogur
- Valgerður E. Hjaltested 1491 stig BFB Kópavogur
- Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir 1488 stig BFB Kópavogur
- Marcin Bylica 1421 stig BFB Kópavogur
Marín Aníta Hilmarsdóttir varð Bikarmeistari BFSÍ í sveigboga 2024 með yfirburðum 1641 stig með Valgerði E. Hjaltested í öðru sæti með 1491 stig. Þetta er annað árið í röð sem Marín Aníta hreppir titilinn.
BFSÍ óskar Alfreð, Marín og Hebu til hamingjum með árangurinn og titlana.
BFSÍ óskar einnig öllum keppendunum sem bættu Íslandsmet, personal best og/eða náðu öðrum árangri á Bikarmótaraðar tímabilinu til hamingjum með árangurinn.
You must be logged in to post a comment.