Ásdís Lilja Hafþórsdóttir ráðin í starf framkvæmdastjóra BFSÍ

Ásdís hefur formlega störf 01. nóvember 2020 í 80% starfi.

Fyrstu verkefni Ásdísar verða að komast inn í og taka yfir mörg af þeim verkefnum sem formaður og stjórn sambandsins eru með.

Ásdís verður þá að megin tengilið BFSÍ í öllum málum og sér um að framkvæma stefnu og ákvarðanir stjórnar BFSÍ. Hún ætlar sér að bæta samskipti við og á milli aðildarfélaga til muna og mun leggja áherslu á að bæta aðgengi að fræðslu, og þá sérstaklega þjálfaramenntun og dómaramenntun á fyrsta árinu.

Ásdís mun starfa að mestu heiman frá fyrst um sinn á meðan Covid ástand ríkir í landinu. En BFSÍ hefur óskað eftir skrifstofuaðstöðu í húsnæði ÍSÍ á Engjavegi þegar slík aðstaða verður í boði.

Með þessari ráðningu er búið að manna allar lykil stöður í samræmi við aðgerðir í drögum að heildarstefnu 2020-2021 sem lögð var fyrir formenn aðildarfélaga á formannafundi í mars á þessu ári.

Heildarstefna_BFSI_2020_2021_drög

Íþróttastjóri var ráðinn Guðmundur Örn Guðjónsson í 20% starf um mitt þetta ár til þess að sjá um framkvæmd afreksstarfs í samræmi við afreksstefnu BFSÍ. En stjórn BFSÍ taldi ekki ástæðu til þess að ráða íþróttastjóra í hærra starfshlutfall að svo stöddu sökum áhrifa heimsfaraldurs á alþjóðlegt afreksstarf. Einnig mun Covid ástand líklega hafa mikil áhrif á alþjóðlegt afreksstarf árið 2021.

Verið er að leggja lokahönd á 4 ára heildarstefnu og afreksstefnu sem lögð verður fyrir á bogfimiþingi 2021. Heildarstefnan byggð á fordæmi og gögnum frá heimssambandinu. Stjórn BFSÍ hefur sett sér þá stefnu að leggja ekki alla vinnu við störf sambandsins á sjálfboðaliða. Góður grunnur að vel starfandi sambandi byggist að stórum hluta á lykil starfsmönnum.

Sjálfboðaliðar eru samt öllum íþróttahreyfingum ómissandi og verið er að vinna í því að gera sjálfboðaliðastörf innan BFSÍ meira spennandi.