BFSÍ veitir árlega viðurkenningu til þeirra sem sem stóðu sig best á árinu í sínum keppnisgreinum. Viðurkenningarnar voru fyrst veittar á fyrsta fulla starfsári Bogfimisambands Íslands 2020.
Eftirfarandi unnu titlana árið 2023
Marín Aníta Hilmarsdóttir – BF Boginn Kópavogi
Sveigbogakona ársins 2023 fjórða árið í röð
Freyja Dís Benediktsdóttir – BF Boginn Kópavogi
Trissubogakona ársins 2023 í fyrsta sinn
Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur Hafnarfirði
Berbogakona ársins 2023 fjórða árið í röð
Haraldur Gústafsson – Skaust Egilstöðum
Sveigbogamaður árins 2023 annað árið í röð
Alfreð Birgisson – ÍF Akur Akureyri
Trissubogamaður ársins 2023 annað árið í röð
Izaar Arnar Þorsteinsson – ÍF Akur Akureyri
Berbogamaður ársins 2023 fjórða árið í röð
Verðlaunagripir fyrir bogfimifólk ársins verða afhenntir á Íslandsmeistaramótinu innandyra í mars.
BFSÍ óskar þeim öllum til hamingjum með titilinn og árangurinn og búast má við ítarlegri fréttagreinum um hvern einstakling á archery.is á næstu dögum.
Valið á bogfimifólki ársins fer fram með hlutlausum tölfræðilegum útreikningi á niðurstöðum keppenda í stórmótum BFSÍ og landsliðsverkefnum BFSÍ í samræmi við reglugerð BFSÍ um íþróttafólk ársins. Tímabil móta sem metin eru er 1 janúar til 30 nóvember, en þar sem síðasta mót sem getur haft áhrif á tölfræðina var að lauk 19 nóvember þá var ákveðið að birta valið sem fyrst.
Tölfræðilegum útreikningi á íþróttamanni og íþróttakonu ársins (óháð keppnisgrein) er einnig lokið en niðurstöður þess verða tilkynnt á næstu dögum (þegar Bogfimifólk ársins hefur fengið sinn tíma í „spotlight-inu“ 😉)
You must be logged in to post a comment.