You are currently viewing Bogfimifólk ársins 2023 eru Marín, Freyja, Guðbjörg, Haraldur, Alfreð og Izaar

Bogfimifólk ársins 2023 eru Marín, Freyja, Guðbjörg, Haraldur, Alfreð og Izaar

BFSÍ veitir árlega viðurkenningu til þeirra sem sem stóðu sig best á árinu í sínum keppnisgreinum. Viðurkenningarnar voru fyrst veittar á fyrsta fulla starfsári Bogfimisambands Íslands 2020.

Eftirfarandi unnu titlana árið 2023

Marín Aníta Hilmarsdóttir – BF Boginn Kópavogi
Sveigbogakona ársins 2023 fjórða árið í röð


Freyja Dís Benediktsdóttir – BF Boginn Kópavogi
Trissubogakona ársins 2023 í fyrsta sinn


Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur Hafnarfirði
Berbogakona ársins 2023 fjórða árið í röð


Haraldur Gústafsson – Skaust Egilstöðum
Sveigbogamaður árins 2023 annað árið í röð


Alfreð Birgisson – ÍF Akur Akureyri
Trissubogamaður ársins 2023 annað árið í röð


Izaar Arnar Þorsteinsson – ÍF Akur Akureyri
Berbogamaður ársins 2023 fjórða árið í röð


Verðlaunagripir fyrir bogfimifólk ársins verða afhenntir á Íslandsmeistaramótinu innandyra í mars.

BFSÍ óskar þeim öllum til hamingjum með titilinn og árangurinn og búast má við ítarlegri fréttagreinum um hvern einstakling á archery.is á næstu dögum.

Valið á bogfimifólki ársins fer fram með hlutlausum tölfræðilegum útreikningi á niðurstöðum keppenda í stórmótum BFSÍ og landsliðsverkefnum BFSÍ í samræmi við reglugerð BFSÍ um íþróttafólk ársins. Tímabil móta sem metin eru er 1 janúar til 30 nóvember, en þar sem síðasta mót sem getur haft áhrif á tölfræðina var að lauk 19 nóvember þá var ákveðið að birta valið sem fyrst.

Tölfræðilegum útreikningi á íþróttamanni og íþróttakonu ársins (óháð keppnisgrein) er einnig lokið en niðurstöður þess verða tilkynnt á næstu dögum (þegar Bogfimifólk ársins hefur fengið sinn tíma í „spotlight-inu“ 😉)