Anna María Alfreðsdóttir var eini keppandi Íslands á HM ungmenna í Írlandi í júlí. Anna var búin að vera eiga við meiðsli á árinu og dró sig því úr keppni í útsláttarkeppni HM og endaði í 33 sæti.
Færri ungmenni lögðu för sína á HM ungmenna í þetta sinn en áætlað var upprunalega af tveim megin ástæðum:
- Þátttöku kostnaðurinn var gífurlegur hár
- HM ungmenna byrjaði strax eftir að NM ungmenna lauk í Noregi og erfitt að komast á milli landa til þess að ná að keppa á báðum mótum.
Þátttaka Íslands á NM ungmenna var þó ansi há og árangurinn þar góður.
Anna var fyrir meiðslin líkleg til að enda hátt á lista á HM ungmenna og vildi því leggja á sig ferðalagið á milli, sem var ansi tæpt þar sem fluginu þeirra var frestað um nokkra klukkutíma.
(Fréttin var birt síðar á árinu, eftir að starfsfólk BFSÍ áttaði sig á því að gleymst hafði að birta frétt um HM ungmenna, þar sem að mikið var í gangi hjá BFSÍ á þessum tíma og eini keppandinn frá Íslandi dró sig úr keppni, eins og eðlilegt er þegar um meiðsli er að ræða)