Íslandsmót ungmenna og Íslandsmót öldunga voru haldin 18 júní síðastliðinn á Hamranesvelli í Hafnarfirði af Bogfimisambandi Íslands. Úrslitakeppnin var ansi löng og ströng enda margir titlar í boði og gefnir út í mismunandi aldursflokkum og bogaflokkum.
Samtals voru veittir 36 Íslandsmeistaratitlar í einstaklingskeppni karla, kvenna og unisex(titill óháður kyni viðkomandi), ásamt titlum í liðakeppni karla og kvenna.
31 þeirra Íslandsmeistaratitla voru afhentir á Íslandsmóti ungmenna í U21, U18 og U16 flokkum. Og 5 Íslandsmeistaratitlar á Íslandsmóti öldunga í 50+ flokki.
16 Íslandsmet voru einnig slegin á deginum. 15 á Íslandsmóti ungmenna og 1 á Íslandsmóti öldunga.
Íslandsmeistarar á Íslandsmóti öldunga utandyra 2023:
- Haraldur Gústafsson – Skaust Egilstöðum
- Íslandsmeistari sveigbogi karla 50+
- Íslandsmeistari sveigbogi unisex 50+
- Þorsteinn Halldórsson – Hrói Höttur Hafnarfirði
- Íslandsmeistari trissubogi karla 50+
- Albert Ólafsson – Boginn Kópavogi
- Íslandsmeistari trissubogi unisex 50+
- BF Boginn Íslandsmeistari parakeppni trissuboga 50+ (Albert Ólafsson og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir)
- Heildarniðurstöður Íslandsmóts öldunga er hægt að finna hér https://www.ianseo.net/Details.php?toId=14255
Íslandsmeistarar á Íslandsmót ungmenna utandyra 2023:
- Marín Aníta Hilmarsdóttir – Boginn Kópavogi
- Íslandsmeistari sveigbogi kvenna U21
- Íslandsmeistari sveigbogi unisex U21
- Svandís Ólavía Hákonarsdóttir – Boginn Kópavogi
- Íslandsmeistari sveigbogi kvenna U18
- Íslandsmeistari sveigbogi unisex U18
- Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir – Boginn Kópavogi
- Íslandsmeistari sveigbogi kvenna U16
- Íslandsmeistari sveigbogi unisex U16
- Dagur Logi Björgvinsson Rist – Hrói Höttur Hafnarfirði
- Íslandsmeistari sveigbogi karla U16
- Eowyn Marie Mamalias – Hrói Höttur Hafnarfirði
- Íslandsmeistari trissubogi kvenna U21
- Freyja Dís Benediktsdóttir – Boginn Kópavogi
- Íslandsmeistari trissubogi unisex U21
- Ragnar Smári Jónasson – Boginn Kópavogi
- Íslandsmeistari trissubogi karla U18
- Ísar Logi Þorsteinsson – Boginn Kópavogi
- Íslandsmeistari trissubogi unisex U18
- Bríana Birta Ásmundsdóttir – Hrói Höttur Hafnarfirði
- Íslandsmeistari trissubogi kvenna U18
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir – Boginn Kópavogi
- Íslandsmeistari trissubogi unisex U16
- Íslandsmeistari trissubogi kvenna U16
- Magnús Darri Markússon – Boginn Kópavogi
- Íslandsmeistari trissubogi karla U16
- Auðunn Andri Jóhannesson – Hrói Höttur Hafnarfirði
- Íslandsmeistari berbogi unisex U21
- Íslandsmeistari berbogi karla U21
- Heba Róbertsdóttir – Boginn Kópavogi
- Íslandsmeistari berbogi kvenna U21
- María Kozak – SkotÍs Ísafirði
- Íslandsmeistari berbogi kvenna U18
- Íslandsmeistari berbogi unisex U18
- Dagur Ómarsson – Boginn Kópavogi
- Íslandsmeistari berbogi karla U16
- Íslandsmeistari berbogi unisex U16
- Kató Guðbjörns – Boginn Kópavogi
- Íslandsmeistari berbogi kvenna U16
- Patrek Hall Einarsson – Boginn Kópavogi
- Íslandsmeistari langbogi karla U18 (óformlegur titill)
- Íslandsmeistari langbogi unisex U18 (óformlegur titill)
- Íslandsmeistarar í liðakeppni:
- BF Boginn Íslandsmeistari sveigbogi kvenna U21
(Marín Aníta Hilmarsdóttir og Mels Tanja Pampoulie) - BF Boginn Íslandsmeistari sveigbogi kvenna U16
(Jenný Magnúsdóttir og Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir) - BF Boginn Íslandsmeistari trissuboga karla U18
(Ragnar Smári Jónasson og Ísar Logi Þorsteinsson) - BF Hrói Höttur Íslandsmeistari trissuboga parakeppni U18
(Bríana Birta Ásmundsdóttir og Jóhannes Karl Klein) - BF Boginn Íslandsmeistari trissubogi parakeppni U16
(Þórdís Unnur Bjarkadóttir og Magnús Darri Markússon) - BF Boginn Íslandsmeistari berbogi parakeppni U16
(Kató Guðbjörns og Dagur Ómarsson)
- BF Boginn Íslandsmeistari sveigbogi kvenna U21
Veðrið var óvenju gott og nánast enginn vindur var á mótinu sem er skemmtileg tilbreyting á Íslandi. Þó var í kaldari kanntinum og rigningin minnti á að hún væri til reglubundið yfir daginn til að halda öllum smá blautum í keppninni. Það sást einnig vel á skorum mótana að veður aðstæður voru góðar þar sem þó nokkur Íslandsmet voru sett á Íslandsmótum ungmenna og öldunga og ansi há skor hjá mörgum keppendum þó að það hafi ekki slegið met.
Íslandsmet sem slegin voru á Íslandsmótunum:
- Marín Aníta Hilmarsdóttir
- Íslansdmet sveigbogi kvenna U21 622 stig (nýtt met)
- Svandís Ólavía Hákonarsdóttir
- Íslandsmet sveigbogi kvenna U18 287 stig (nýtt met)
- Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir
- Íslandsmet sveigbogi kvenna U16 573 stig (metið var áður 513 stig sem Marín Aníta Hilmarsdóttir átti)
- Ragnar Smári Jónasson
- Íslandsmet trissubogi karla U18 664 stig (nýtt met)
- Bríana Birta Ásmundsdóttir
- Íslandsmet trissubogi kvenna U18 520 stig (nýtt met)
- María Kozak
- Íslandsmet berbogi kvenna U18 479 stig (metið var áður 445 sem Heba Róbertsdóttir átti)
- Kató Guðbjörns
- Íslandsmet berbogi kvenna U16 413 stig (metið var áður 204 stig sem Alexía Lív Birgisdóttir átti)
- Ísar Logi Þorsteinsson
- Íslandsmet trissubogi karla U18 141 stig (nýtt met)
- Bríana Birta Ásmundsdóttir
- Íslandsmet trissubogi kvenna U18 116 stig (nýtt met)
- BF Boginn liðamet
- Íslandsmet trissuboga parakeppni 50+ 1240 stig (metið var áður 1206)
(Albert Ólafsson og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir) - Íslandsmet berbogi parakeppni U16 701 stig (nýtt met)
(Kató Guðbjörns og Dagur Ómarsson) - Íslandsmet sveigbogi kvenna lið U16 1062 stig (metið var áður 329 stig)
(Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir og Jenný Magnúsdóttir) - Íslandsmet sveigbogi kvenna lið U21 1079 stig (nýtt met)
(Marín Aníta Hilmarsdóttir og Mels Tanja Pampoulie) - Íslandsmet trissubogi karla lið U18 1273 stig (nýtt met)
(Ragnar Smári Jónasson og Ísar Logi Þorsteinsson) - Íslandsmet trissubogi parakeppni U16 1254 stig (metið var áður 1180 stig)
(Þórdís Unnur Bjarkadóttir og Magnús Darri Markússon)
- Íslandsmet trissuboga parakeppni 50+ 1240 stig (metið var áður 1206)
- BF Hrói Höttur liðamet
- Íslandsmet trissubogi parakeppni U18 1018 stig (nýtt met)
(Bríana Birta Ásmundsdóttir og Jóhannes Karl Klein
- Íslandsmet trissubogi parakeppni U18 1018 stig (nýtt met)
Við minnum keppendur og/eða aðildarfélög BFSÍ að tilkynna Íslandsmet ef þeir vilja fá þau skráð í Íslandsmetaskrá. https://bogfimi.is/islandsmetaskra-i-bogfimi/
Annað sem vert er að nefna tengt skorum á Íslandsmótum ungmenna og öldunga:
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir var aðeins 5 stigum frá Íslandsmetinu í trissuboga kvenna U16 með skorið 675, en metið er 680
- Freyja Dís Benediktsdóttir komst í hóp þeirra örfáu á Íslandi sem hafa skorað yfir 670 á Íslandi þegar hún skoraði 672 á Íslandsmóti ungmenna (Íslandsmetið er 683)
- Haraldur Gústafsson var aðeins einu stigi frá Íslandsmeti sínu í 50+ með skorið 608 (metið er 609)
Bogfimifélagið Boginn var yfirgnæfandi í fjölda titla og Íslandsmeta á Íslandsmótum ungmenna og öldunga eins og við var að búast, þar sem félagið er stærsta aðildarfélag BFSÍ með næstum tífalt fleiri iðkendur en næst stærsta aðildarfélag BFSÍ. Þó er vert að geta að þessu sinni að Hrói Höttur, SkotÍs og Skaust voru að taka fleiri titla tölfræðilega séð m.v. við höfðatölu en Boginn. (Erum við Íslendingar ekki alltaf í höfðatölu útreikningum 😉).
- BF Boginn 27 titlar
- BF Hrói Höttur 7 titlar
- SkotÍs 2 titlar
- Skaust 2 titlar
Mótið gekk annars vel fyrir sig, þó að það hafi verið eitthvað á eftir áætlun vegna mikils skorts á sjálfboðaliðum til þess að reka keppnisvöllinn. Astrid Daxböck ákvað að loka Bogfimisetrinu þennan dag svo að hún gæti starfað sem sjálfboðaliði og dómari á báðum mótunum sem bjargaði því að skipulag mótsins gekk þó tiltölulega vel. Við viljum einnig þakka öllum öðrum sem lögðu til liðs við hald mótsins án ykkar gætum við ekki haldið mótin með jafn flottu fyrirkomulagi og beinum útsendingum frá úrslitum sem Ísland er öfundað af út í heimi 😊
Viðbótar upplýsingar er hægt að finna hér:
- Niðurstöður Íslandsmóts ungmenna á ianseo
- Niðurstöður Íslandsmóts öldunga á ianseo
- Beint streymi frá úrslitaleikjum beggja mótana
Næst á dagskrá hjá BFSÍ eru Evrópuleikarnir 2023 þar sem Marín Aníta Hilmarsdóttir mun keppa á vegum ÍSÍ ásamt 7 keppendum úr öðrum íþróttum á stærsta íþróttaviðburði í Evrópu
You must be logged in to post a comment.