Fimm keppendur frá Íslandi unnu til einstaklings verðlauna á Svissnesku landsmóti sem haldið var á laugardaginn. 1 gull, 2 silfur og 2 brons.
Marín Aníta Hilmarsdóttir gull sveigbogi kvenna U21
Freyja Dís Benediktsdóttir silfur trissubogi kvenna U21
Eowyn Marie Mamalias brons trissubogi kvenna U21
Ragnar Smári Jónasson brons trissubogi karla U21
Sámuel Peterson silfur trissubogi karla U21 (keppti fyrir ÍF Akur sem club archer ótengt landsliði)
Aðrir keppendur frá Íslandi á mótinu voru:
Þórdís Unnur Bjarkadóttir var slegin út í 8 manna úrslitum af öðrum Íslenskum keppanda í U21 flokki og endaði í 5 sæti. (3 af top 5 stelpunum voru frá Íslandi)
Aríanna Rakel Almarsdóttir tapaði bronsleiknum í trissuboga U18 kvenna og endaði í 4 sæti.
Melissa Tanja Pampoulie var slegin út í 16 manna úrslitum og endaði í 9 sæti.
Hér eru nokkrir punktar um ferðina og Íslensku keppendurna hingað til.
- Mótið sunnudaginn 4 júní var Svissneskt landsmót í bogfimi.
- Mótið var haldið degi fyrir Evrópubikarmót ungmenna til að spara vinnu fyrir mótshaldara í Sviss og nýta uppsettann keppnisvöll betur (2 mót fyrir eina uppsetningu).
- Mótið er gert fyrir Svissnesk íþróttafélög og íþróttafólk en það er ekki lokað fyrir alþjóðlegri þátttöku.
- Öllum þjóðum sem taka þátt á Evrópubikarmóti ungmenna var boðin þátttaka á landsmótinu.
- Ísland, Ísrael, Holland, Slóvakía, Spánn og fleiri ákváðu að nota tækifærið og keppa á Svissneska landsmótinu að sjálfsögðu með keppendunum frá Sviss.
- Mótið var flott upphitun fyrir Evrópubikarmót ungmenna sem verður haldið 5-11 júní. Og annað tækifæri fyrir okkar unga afreksfólk að keppa við afreksfólk frá öðrum löndum.
- Heildar niðurstöður Svissneska landsmótsins er hægt að finna á ianseo.net
- Anna María Alfreðsdóttir slasaði sig stuttu áður en flogið var út til Sviss og keppti því ekki.
Gullið sem Marín vann var þokkalegr afrek þar sem fjórir af keppendunum í hennar flokki á Svissneska landsmótinu hafa einnig unnið einn af takmörkuðu þátttökuréttum á Evrópuleikana 2023 á vegum ÍSÍ. En þar mun Marín einnig keppa við þær aftur í lok júní.
Veðrið var í raun frábært á mótinu, sól meirihluta tímans og mjög heitt. Það var hinsvegar töluverður vindur sem lét oft á sér kræla á sér yfir daginn og fuku t.d. skotskífur af skotmörkum í keppninni. Ein af stóru sólhlífunum sem skýla dómurum losnaði og fauk af miklu afli í tvo keppendur sem slösuðustu sem betur fer ekki mikið. Einnig féllu reglubundið um koll bogar og kíkjar keppenda í vindkviðum sem gátu verið ansi öflugar.
Undankeppni Evrópubikarmótins hefst á morgun mánudaginn 6 júní. Það eru góðar líkur á að Ísland muni einnig keppa til verðlauna á Evrópubikarmótinu, þó að við vitum ekki hver mun skara fram úr þar fyrr en mótið hefst.
En vel er vert að horfa til trissuboga U21 liðsins okkar sem er mjög sterkt. Trissuboga kvenna U21 liðið hefur þegar unnið til tveggja verðlauna á þessu ári, silfur á síðasta Evrópubikarmóti U21 í Slóveníu og gull á heimslista móti í Slóveníu í fullorðinsflokki. Íslenska trissuboga kvenna liðið er í 8 sæti á Evrópulista (af 50 þjóðum) og 18 sæti á heimslista (af 170 þjóðum). Einnig er vert að fylgjast með Marín Anítu sem vann gullið á mótinu núna í sveigboga kvenna U21, þar sem hún er þegar búinn að vinna margar af þjóðunum á mótinu í dag sem hún mun mæta aftur á Evrópubikarmótinu.
Vonandi gengur jafn vel á Evrópubikarmótinu og gekk á Svissneska landsmótinu í dag og meirihluti keppenda Íslands vinna aftur til verðlauna. Áfram Ísland!!!
Mögulegt er að fylgjast með niðurstöðum Evrópubikarmótsins live hér https://www.ianseo.net/Details.php?toId=14308
Svo munum við að sjálfsögðu skrifa Evrópubilarmótið um gengi okkar keppenda þar 😊
You must be logged in to post a comment.