You are currently viewing Norðurlandabúðir Ungmennalandsliða

Norðurlandabúðir Ungmennalandsliða

Sunnudaginn 07. mars var haldin fjarviðburður á vegum Norðurlanda fyrir ungmenni skilgreind eru í ungmennalandslið og hæfileikamótun hvers lands fyrir sig.

Hugsunin á bakvið verkefnið var að stuðla af frekari samstarfi milli norðurlanda í landsliðsstarfi ungmenna.

 

Að þessu sinni var keppt í U21 flokki eftir sænskum bogfimireglum (þar er U18 og U21 flokkur sameinaður í einn aldursflokk).

Hægt er að finna heildar úrslit viðburðarins hér. https://www.ianseo.net/TourData/2021/8062/IC.php

Helstu niðurstöður:

Nói Barkarsson stóð sig vel og jafnaði Íslandsmetið í U21 flokki með 581 stig. Nói átti sjálfur Íslandsmetið frá því á Íslandsmeistaramótinu í Mars á síðasta ári.

Marín Aníta Hilmarsdóttir sló Íslandsmetið í U21 flokki aftur með 533 stig og endaði í fimmta sæti. Metið var áður 527 stig og Marín sló það met í Febrúar á þessu ári í Indoor World Series mótaröðinni.

Ísland var þátttöku hæsta þjóðin í verkefninu enda er þetta samstarf verkefni sem BFSÍ hefur hvatt til að verði að veruleika milli Norðurlanda.

Svíþjóð sá um fyrsta viðburðinn og áætlað er að halda slíka viðburði einu sinni til tvisvar á ári fyrir einstaklinga sem eru skilgreindir í ungmennalandslið og hæfileikamótun hvers lands fyrir sig. Ef áhugi er fyrir hendi.

Eftir að mótinu var lokið voru haldnar æfingabúðir fyrir hæfileikamótun og ungmennalandslið BFSÍ sem gaf öllum í þeim hópum betra tækifæri til þess að kynnast og vinna saman.