Frestur til að skrá sig til að taka þátt í fjarmótinu Indoor Archery World Series fyrir Desember rennur út á morgun 13. Desember kl. 23:00 að Íslenskum tíma, það er því hver að verða síðastur að skrá sig.
Til að skrá sig á mótið þarf að skrá sig inn á WAREOS og velja:
December | Indoor Archery World Series Online
https://extranet.worldarchery.org/wareos/
Áfram verður hægt að skrá sig til að taka þátt á mótinu í Bogfimisetrinu í Desember, en til að skorin verði færð í fjarkeppnina sjálfa er mikilvægt að skrá sig fyrir frestinn á morgun.
Til að skrá sig á mótið í Bogfimisetrinu sjálfu er hægt að finna skráningarformið hér.
Fyrri grein af archery.is hér fyrir neðan
Skráning á Indoor Archery World Series fyrir Desember er hafin
Ekki var fært að halda formlegt mót í kringum mótaröðina í Nóvember en fyrir Desember hefur heilbrigðisráðuneytið veitt BFSÍ undanþágu frá núgildandi ákvæði um keppnir til að halda mót í Bogfimisetrinu.
Grundvöllur undanþágunnar er að bogfimi þarfnast ekki nálægðar við aðra né sameiginlegan búnað og er því hægt að viðhalda ströngum sóttvörnum á meðan mótinu stendur og er undanþágan háð því. Eins er hún háð því að reglur um takmarkanir verði ekki hertar né Landsspítali settur á neyðarstig.
Til að viðhalda þessum ströngu sóttvörnum verður mótinu skipt í fjórar lotur:
Dagsetning | Dagur | Lota | Byrjar | Endar |
19. Desember | Laugardagur | Fyrir hádegi | 09:00 | 11:30 |
19. Desember | Laugardagur | Eftir hádegi | 13:00 | 15:30 |
20. Desember | Sunnudagur | Fyrir hádegi | 09:00 | 11:30 |
20. Desember | Sunnudagur | Eftir hádegi | 13:00 | 15:30 |
Í hverri lotu verða að hámarki 8 keppendur og lokast fyrir skráninguna fyrir hverja lotu þegar hún er orðin full, það er því fyrstur kemur fyrstur fær.
Í nóvember tóku meira en 2.800 keppendur þátt í mótaröðinni frá 80 löndum víðsvegar um heimin.
Hægt er að sjá niðurstöður Nóvember hér.
Það er því tilvalið að nýta tækifærið og taka þátt í þessari einstöku mótaröð sem nær yfir allan heiminn.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um mótið í skráningarforminu.