You are currently viewing Íslandsmeistaramót 2020 17-19 Júlí

Íslandsmeistaramót 2020 17-19 Júlí

Íslandsmeistaramót utandyra í bogfimi 2020 verður haldið 17-19 Júlí á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Berbogi og trissubogi keppa á laugardeginum og sveigbogi á sunnudeginu. Mögulegt verður fyrir keppendur að æfa á svæðinu á föstudeginum.

51 keppandi er skráður til leiks. Aðeins einn erlendur keppandi er skráður til keppni að þessu sinni frá Noregi í berboga kvenna. Því verður einnig alþjóðleg útsláttarkeppni á mótinu í berboga kvenna.

Hægt verður að fylgjast með úrslitum live á archery tv Iceland youtube rásinni https://www.youtube.com/channel/UCyslF-n8Fh5zwqDLdBVzgvg Gull og brons úrslit verða einnig sýnd beint á rásinni.

Hægt er að finna dagskrá, úrslit og upplýsingar um mótið á ianseo.net https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7132

Mótið byrjar á 72 örvar undankeppni á 50 metrum í berboga og trissuboga og 70 metrum í sveigboga. Aðeins top 8 hæstu keppendur í sveigboga og trissuboga halda áfram í útsláttarkeppni og top 4 hæstu í berboga.

Hér fyrir neðan eru helstu spár 2 vikum fyrir mót. Fyrir neðan hverja spá fyrir sig er hægt að sjá keppni um titil árið 2019 utandyra.

Í sveigboga karla er núverandi titilhafi Gummi Guðjónsson í Bogfimifélaginu Boganum sem hefur haldið titlinum frá árinu 2018. Oliver Ormar Ingvarsson í BF Boganum er talinn líklegasti challanger á titlinum en hann er Íslandsmeistari U21 utandyra og innandyra. En nokkrir yngri keppendur eru að miða á að velta Gumma af stóli á þessu móti.

Í sveigboga kvenna er talið líklega að gull úrslitin verði á milli Guðný Grétu Eyþórsdóttir í Skotfélagi Austurlands og Sigríðar Sigurðardóttir í BF Hróa Hetti. Guðný Gréta er verjandi titilhafi en það hefur verið jafn bardagi á milli þeirra tveggja í langann tíma í bæði öldunga og opnum flokki. Þó nokkrar stelpur úr U21 og U18 eru að keppa á mótinu í von um að taka titilinn til nýrrar kynslóðar.

Í trissuboga karla er talið líklega að gull úrslitin verði á milli Alfreðs Birgissonar í ÍF Akur og Nóa Barkarsonar í BF Boganum. Báðir þessir keppendur hafa verið að rjúka fram úr öðrum í skori á mótum á þessu ári og tókust á um titilinn innandyra þar sem Nói hafði betur. Núverandi titilhafi Rúnar Þór Gunnarsson tók titillinn 2019 fyrir BF Bogann en hefur síðan skipt í BF Hróa Hött mun reyna að standa í vegi þeirra og halda titlinum. Mikil samkeppni er í trissuboga flokkum á mótinu og það er stærsti flokkurinn með 21 þátttakanda í karla og kvenna.

Í trissuboga kvenna er Ewa Ploszaj í BF Boganum verjandi titilhafi. En við spáum því að það verði jöfn samkeppni í trissuboga kvenna. Við ætlum að giska á að gull úrslit verði á milli Ewa og Anna María Alfreðsdóttir í ÍF Akri. En Eowyn og Erla úr BF Hróa Hetti og Astrid úr BF Boganum munu gefa mikla samkeppni í flokknum.

Í berboga karla er líklegt að gull úrslit verði á milli núverandi titilhafa Ólafs Inga Brandssonar í BF Hróa Hetti og annað hvort Björn Gunnarsson í BF Boganum eða Izaar Arnar Þorsteinssonar í ÍF Akur. Björn og Ólafur áttust við um titilinn 2019 þar sem Ólafur hafði betur. En Izaar tók innandyra titilinn af Ólafi í mars á þessu ári.

Í berboga kvenna verður erfitt að sigra núverandi titilhafa sem er Guðbjörg Reynisdóttir. En hún er að verja titilinn sinn í þriðja sinn utandyra. Hún keppti einnig um brons á Evrópumeistaramótinu í fyrra. Og oft fáir hérlendis og erlendis sem veita henni samkeppni. En Guðbjörg mun líklega mæta annað hvort Guðný Grétu Eyþórsdóttir í Skaust eða Birnu Magnúsdóttir í BF Boganum í gull úrslitum.