Hinsegin fólk er bara fólk og er þátttaka í bogfimi auðveld og opin gagnvart þeim á Íslandi.
Vitað er til þess að hinsegin Íslendingar í bogfimi af ýmiskonar litum úr hinsegin fánanum (t.d. samkynhneigðir, tvíkynhneigðir, trans og kynsegin) hafi í bogfimi:
- Unnið Íslandsmeistaratitla
- Slegið Íslandsmet, Norðurlandamet, Evrópumet og heimsmet
- Keppt með landsliðum
- Unnið verðlaun á NM
- Unnið verðlaun á EM
Þó svo að flestir þeirra Íslendinga hafi ekki gert það „opinberlega“ og/eða þeir/BFSÍ eru ekki að auglýsa sérstaklega stöðu þeirra sem hinsegin einstaklinga, þó að það sé ekki leyndarmál. Ekkert frekar en að það sé auglýst að fólk sé gagnkynhneigt eða sís í íþróttinni. Þó að hinsegin einstaklingar hafi mögulega deilt stöðu sinni með starfsfólki BFSÍ og/eða sínum liðsfélögum á einhverjum tímapunkti t.d. í almennum samræðum.
Því er enginn nafna listi af afrekum hinsegin einstaklinga hér, ekkert frekar en að það sé til nafnalisti af gagnkynhneigðu fólki eða sísfólki og árangri þeirra. Enda tengist staða þeirra sem hinsegin fólk ekkert íþróttalegum árangri þeirra, ekkert frekar staða gagnkynhneigðs eða sísfólks. Fólk er bara fólk.
Tilgangur þess að nefna árangur hinsegin fólks á þessari síðu er til þess að auka traust þeirra sem eru hinsegin og hafa t.d. mögulega upplifað mótlæti og/eða mismunun í einhverju formi tengt stöðu sinni í öðrum íþróttum, að slíkt hefur ekki þekkst í bogfimi iðkun á Íslandi á neinu stigi íþróttarinnar (frá byrjenda til afreksstarfs).
BFSÍ er í raun alveg sama um stöðu fólks gagnvart kyni eða kynhneigð, og það sama má segja um flesta ef ekki alla iðkendur, þjálfara og dómara innan aðildarfélaga BFSÍ.
Hvernig virkar þátttaka trans og kynsegin/annað á Íslandi í bogfimi
Það er einfaldlega farið eftir skráðu kyni í þjóðskrá gagnvart „keppniskyni“ viðkomandi íþróttamanns. „Trans konur“ eru bara konur, „trans karlar“ eru bara karlar og kynsegin/annað eru bara fólk. Ef viðkomandi leiðréttir kyn sitt í þjóðskrá tekur það einnig gildi á sama tíma hjá BFSÍ.
Keppt er óháð kyni (unisex, semsagt allt fólk, allir á móti öllum) á öllum mótum BFSÍ. Við „unisex flokk“ bætast karla og kvenna flokkar á mörgum mótum t.d. öllum Íslandsmeistaramótum. Veittir eru þrír Íslandsmeistaratitlar karla, kvenna og fólk(unisex).
- Þeir sem skráðir eru karlar í þjóðskrá keppa í karla flokki
- Þeir sem skráðir eru konur í þjóðskrá keppa í kvenna flokki
- Og allir íþróttamenn (karlar, konur og kynsegin/annað) keppa í kynlausum flokki (unisex, semsagt flokkur án kynjaskiptinga)
Þó eru haldin sér Íslandsmet fyrir þær þrjár kynjaskráningar sem er boðið upp á þjóðskrá (karl, kona og kynsegin/annað).
Þeir sem hafa keppt áður í íþróttinni og leiðrétta síðar kyn sitt í þjóðskrá, þurfa þó að hafa samband við BFSÍ til þess að fá kynskráningu sinni og mögulega nafni breytt í mótakerfi BFSÍ og skráningarkerfi WA þar sem við á (þar sem að mótakerfin eru ekki beintengd þjóðskrá). Vert er að geta að breyting á kyni í mótakerfi BFSÍ hefur ekki áhrif á fyrri niðurstöður viðkomandi í íþróttinni í fyrra kyni og ekki er mögulegt að eyða þeim upplýsingum þar sem um söguleg gögn er að ræða. En mögulegt er að búa til „nýjan keppanda prófíl“ þegar að kynskráningu er breytt svo að eldri niðurstöður í fyrra kyni sjáist ekki í nýja prófílnum, með nýja nafninu, ef óskað er frekar eftir því.
Þátttaka trans og kynsegin/annað á alþjóðlegum mótum (World Archery)
Það bætist við smá flækjustig fyrir trans og kynsegin fólk ef miðað er á þátttöku á alþjóðlegum stórmótum tengt alþjóðlegum reglum, en slíkt er sífellt að þróast. Þjóðir eru mjög misþróaðar gagnvart málum hinsegin fólks og því má gera ráð fyrir að heimurinn verði almennt á eftir Íslandi í þróun málefna hinsegin fólks. Það sama má því einnig segja um alþjóðasamböndin þar sem þau þurfa að m.a. að hugsa til mögulegra áhrifa reglana á íþróttamenn í þróunar löndum.
Hlutgengisreglur World Archery um þátttöku trans fólks í alþjóðlegum stórmótum er hægt að finna hér: https://extranet.worldarchery.sport/documents/index.php/?doc=6416 (30.09.2023)
Þeir sem stefna á að keppa í landsliðsverkefnum BFSÍ eða öðrum alþjóðlegum mótum á vegum World Archery, og eru trans og/eða kynsegin/annað, geta einnig leita ráða og aðstoðar hjá íþróttastjóra BFSÍ í ferlinu.
Í núverandi reglum WA þá er engum meinuð þátttaka alþjóðlega, en trans fólk þarf að mæta ákveðnum viðbótar kröfum til að geta tekið þátt. Til að gefa mjög stutta samantekt á megin kröfunum:
- Einstaklingar sem eru trans þurfa að senda yfirlýsingu á World Archery a.m.k. 6 vikum áður en viðkomandi hyggst taka þátt í alþjóðlegu stórmóti um að kynvitund viðkomandi sé karlkyns eða kvenkyns og að viðkomandi vilji keppa í kyni sem samræmist þeirri kynvitund alþjóðlega.
- Trans karla þurfa í raun ekki að gera meira. (Annað en það sem segir sig sjálft t.d. að fara eftir öðrum reglum sem eiga við um alla hvort sem er eins og lyjaeftirlit og slíkt).
- Trans konur þurfa hinsvegar til viðbótar við yfirlýsinguna að skila inn gögnum sem sýna fram á að testosterone magn í blóði þeirra hafi verið undir 2.5 nmol í a.m.k. 24 mánuði (gögn sem flestir sem eru í trans-ferli ættu mögulega að eiga til staðar nú þegar)
Það eru nokkur önnur viðmið fyrir ákveðnar aðstæður í reglunum, en gróft á litið er þetta það helsta gagnvart trans fólki.
Sem stendur eru í raun engar reglur um kynsegin fólk og þeir þurfa að velja hvort að þeir kjósa að keppa í karla eða kvenna flokki alþjóðlega. Í því samhengi eru kynsegin/annað felldir inn í trans rammann. Ef kynsegin kjósa að keppa í kyni öðru en því sem var ákvarðað við fæðingu þurfa þeira að fara eftir trans reglunum (t.d. ef viðkomandi var kvk við fæðingu það er leiðrétt í kynsegin/annað og viðkomandi kýs að keppa í karla flokki alþjóðlega gilda í raun sömu viðmið og gilda fyrir trans fólk sem stendur).
BFSÍ er mjög ánægt með að farvegur er til staðar fyrir allt fólk til að taka þátt í íþróttinni alþjóðlega og að viðbótar kröfurnar gagnvart þátttöku trans fólks séu mildar miðað við margar aðrar íþróttir og ættu ekki að vera mikil byrði á slíka þátttakendur.
Guðmundur Örn Guðjónsson formaður og íþróttastjóri BFSÍ sat í „ráðgjafa ráði“ (ef slíkt má kalla) Alþjóðabogfimisambandsins World Archery við gerð reglana og sagði m.a. um þær:
„Þetta er mjög flókið málefni þegar að horft er til þess að reyna að búa til samhæfðar reglur sem munu henta öllu trans fólki í öllum löndum í heiminum m.v. þeirra aðstæður.
Sem dæmi er ekki hægt að fara eftir kynskráningu aðila í vegabréfum eða hjá viðkomandi ríki. Þar sem ekki öll ríki í heiminum heimila breytingar á kyni, sem væri skaði eða útskúfun á trans íþróttafólki frá slíkum ríkjum. Ekki er hægt að setja testosterone kröfur á allar konur jafnt þar sem að t.d. intersex konur í þróunarlöndum gætu lent í því að falla á slíkum prófum og væru þá mögulega útskúfaðar úr sínu þjóðfélagi fyrir að vera ekki „konur“. Og endalaust svo framvegis af tilfellum sem þarf að hugsa til.
Það er mjög mörg horn sem þarf að hugsa til og gífurlega frábrugðin tilfelli sem geta komið upp í heiminum sem er mjög erfitt að fyrirsjá öll. Reglur WA munu aldrei vera fullkomnar og núverandi reglurnar eru með engu móti fullkomnar. Við vitum þegar til þess að það eru göt í reglunum sem er ekki búið að leysa í þessari útgáfu.
En þetta er líka bara fyrsta útgáfan og þar sem skjalið er reglugerð sem samþykkt er af stjórn WA, þá er mögulegt að breyta henni hvenær sem er á fundi og því mögulegt að þróa og breyta reglugerðina jafnóðum og betri leiðir finnast og ný tilfelli trans fólks berast til WA.
Þannig að ég er bæði mjög ánægður með regluverkið núna hjá Alþjóðasambandinu okkar WA, og er stoltur af vinnunni sem starfsfólk WA hefur lagt í að gera aðkomu trans fólks eins auðvelda og mögulegt er og gera þeim kleift að taka þátt í íþróttinni á eins auðveldann veg og mögulegt er. En á sama tíma mjög óánægður af því að ég vill að reglurnar séu betri og verði betri í framtíðinni.
Það mikilvægasta er að það er regluverk til staðar sem heimilar þátttöku transfólks alþjóðlega óháð aðstæðum í þeirra heimalandi og að regluverkið er sett upp á veg þar sem auðvelt og fljótlegt er að þróa það ef að upp koma tilfelli sem ekki náðist að hugsa út í við sköpun núverandi útgáfu.“
Sjá nánar um keppni í bogfimi á Íslandi fyrir hinsegin fólk í fréttum frá BFSÍ um efnið hér: