You are currently viewing Marín, Helgi, Sveinn og Ragnar Bikarmeistarar 2026

Marín, Helgi, Sveinn og Ragnar Bikarmeistarar 2026

Síðasta Bikarmóti í fimm móta Bikarmótaröð BFSÍ 2025-2026 tímabilsins sem hófst í september var að ljúka laugardaginn 10 janúar með krýningu Bikarmeistara 2026.

Niðurstöður í Bikarmótaröð BFSÍ og Bikarmeistaratitlar eru veittir byggt á skor niðurstöðum úr undankeppni Bikarmóta tímabilsins. Tvö samanlögð hæstu skor keppenda í undankeppni Bikarmóta BFSÍ á tímabilinu ákvarða hver hreppir titilinn Bikarmeistari.

Yfir 50 keppendur kepptu á þessu tímabili og þetta var í fyrsta sinn sem karlar unnu meirihluta Bikarmeistaratitla. Topp þrír í hverri keppnisgrein voru eftirfarandi:

Sveigboga:

  1. Marín Aníta Hilmarsdóttir BF Boginn – 1107 stig
  2. Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BF Boginn – 1086 stig
  3. Baldur Freyr Árnason BF Boginn – 1081 stig

Trissuboga:

  1. Ragnar Smári Jónasson BF Boginn – 1170 stig
  2. Alfreð Birgisson ÍF Akur – 1154 stig
  3. Þórdís Unnur Bjarkadóttir BF Boginn – 1147 stig

Berboga:

  1. Helgi Már Hafþórsson ÍF Akur – 1030 stig
  2. Izaar Arnar Þorsteinsson ÍF Akur – 998 stig
  3. Guðbjörg Reynisdóttir BF Hrói Höttur – 940 stig

Langboga/hefðbundnir bogar:

  1. Sveinn Sveinbjörnsson BF Boginn – 1069 stig
  2. Daníel Örn Arnarson Linduson LF Freyja – 1013 stig
  3. Haukur Hallsteinsson LF Freyja – 987 stig

Sigurvegarar Bikarmótaraðar BFSÍ hljóta einnig 50.000.kr í verðlaunafé sem þeir geta kosið að nota upp í kostnað þátttöku sinnar (sem styrk upp í landsliðsverkefni, búnað, þátttökugjöld eða annan kostnað íþróttarinnar) eða að fá verðlaunaféð greitt út. Allir keppendur hafa hingað til valið að fá niðurgreiðslu kostnaðar þátttöku sinnar í íþróttinni. Með meiri þátttöku í Bikarmótaröð BFSÍ myndast mögulega tækifæri til þess að hækka verðlaunafé fyrir Bikarmeistara.

Loka niðurstöður og verðlaun hvers Bikarmóts fyrir sig innan Bikarmótaraðar BFSÍ byggist á útsláttarkeppni og voru sigurvegarar á hverju Bikarmóti eftirfarandi:

  • Bikarmót BFSÍ September 2025 – Bogfimisetrinu
    • Sveigbogi: Dagur Örn Fannarsson BF Boginn
    • Trissubogi: Ragnar Smári Jónasson BF Boginn
    • Berbogi: Helgi Már Hafþórsson ÍF Akur
    • Langbogi/H: Sveinn Sveinbjörnsson BF Boginn
  • Bikarmót BFSÍ Október 2025 – Bogfimisetrinu
    • Sveigbogi: Ragnar Þór Hafsteinsson BF Boginn
    • Trissubogi: Þórdís Unnur Bjarkadóttir BF Boginn
    • Berbogi: Helgi Már Hafþórsson ÍF Akur
    • Langbogi/H: Sveinn Sveinbjörnsson BF Boginn
  • Bikarmót BFSÍ Nóvember 2025 – Bogfimisetrinu
    • Sveigbogi: Astrid Daxböck BF Boginn
    • Trissubogi: Ragnar Smári Jónasson BF Boginn
    • Berbogi: Izaar Arnar Þorsteinsson ÍF Akur
    • Langbogi/H: Sveinn Sveinbjörnsson BF Boginn
  • Bikarmót BFSÍ Desember 2025 – Bogfimisetrinu
    • Sveigbogi: Vala Hjaltested BF Boginn
    • Trissubogi: Alfreð Birgisson ÍF Akur
    • Berbogi: Helgi Már Hafþórsson ÍF Akur
    • Langbogi/H: Sveinn Sveinbjörnsson BF Boginn
  • Bikarmót BFSÍ Janúar 2026 – Bogfimisetrinu
    • Sveigbogi: Vala Hjaltested BF Boginn
    • Trissubogi: Þórdís Unnur Bjarkadóttir BF Boginn
    • Berbogi: Izaar Arnar Þorsteinsson ÍF Akur
    • Langbogi/H: Haukur Hallsteinsson LF Freyja

Á Bikarmótinu í janúar var Sveinn í Langboga/H eini keppandinn sem hafði möguleika á því að tryggja sér fullkomið tímabil, með því að vinna öll Bikarmót tímabilsins og taka Bikarmeistaratitilinn. En Haukur stoppaði það á janúar mótinu með sínum sigri í gull úrslitum 7-3. Sveinn hafði einnig endað hæstur í undankeppni allra móta tímabilsins, nema Nóvember þar sem að Daníel tók topp sætið.

Mikið hefur gerst á tímabilinu og það gerist fljótt, mörg met voru slegin, mörg verðlaun veitt, margir leikir spilaðir í mörgum keppnisgreinum.

Verið er að byrja þróa Instagram miðil BFSÍ til þess að miðla „smá fréttum“ um mótin á meðan þau eru í gangi. Og því vert að fylgjast með þeim miðli í framtíðinni. https://www.instagram.com/bogfimi/

Heildar niðurstöður allra Bikarmóta og Bikarmótaraðar BFSÍ er hægt að finna á ianseo.net og í mótakerfi BFSÍ