Baldur Freyr Árnason og Þórdís Unnur Bjarkadóttir voru tilnefnd íþróttafólk ársins hjá Bogfimisambandi Íslands 2025
Baldur Freyr Árnason úr BF Boganum í Kópavogi, íþróttamaður ársins 2025

Baldur átti glæsilegt ár 2025. Í byrjun árs vann Baldur silfur verðlaun á EM U21 í einstaklingskeppni, aðeins önnur slík verðlaun sem Ísland hefur unnið til á EM í sögu íþróttinnar. Baldur vann einnig silfur í liðakeppni á EM U21 eftir jafntefli og tap í bráðabana gegn Tyrklandi á heimavelli.
Baldur vann bæði gull í einstaklings og liðakeppni á Evrópubikarmóti ungmenna í Búlgaríu, í báðum tilfellum fyrstu gull verðlaun sem Ísland hefur unnið til á Evrópubikarmótum í sögu íþróttarinnar. Í Evrópubikarmótaröð ungmenna vann Baldur til fyrstu verðlauna Íslands í sögu íþróttarinnar með silfur. Baldur fengið gullið ef hann hefði mætt á síðasta mótið í mótaröðinni, hann var það hár á stigum, en það stangaðist á við skiptinám í Ástralíu.
Baldur sló heimsmet og Evrópumet í liðakeppni og var á forsíðu Evrópska Bogfimisambandsins um skeið. Baldur sló einnig Íslandsmetin í öllum aldursflokkum á árinu.
Mögulegt er að lesa nánar um árangur Baldurs í frétt á bogfimifréttamiðlinum archery.is
https://archery.is/baldur-freyr-berbogamadur-arsins-2025-annad-arid-i-rod/
Þetta er annað árið í röð sem Baldur er valinn íþróttamaður ársins.
Þórdís Unnur Bjarkadóttir í BF Boganum Kópavogi, íþróttakona ársins 2025

Þórdís átti glæsilegt ár 2025. Meðal árangurs Þórdísar á árinu eru:
Heimsmet/Evrópumet U18, Norðurlandameistari U18, brons á EM U21, silfur/silfur og brons á Evrópubikarmótum U18. Þórdís var fjórum sinnum í viðbót í fjórða sæti eftir brons bardaga í meistaraflokki og ungmenna í landsliðsverkefnum.
Oftar en ekki setti hún besta árangur sem Íslendingur hefur náð, t.d. með því að vera í 2 sæti í undankeppni EM U21. Allt þetta til viðbótar við 13 Íslandsmeistaratitla og 18 Íslandsmet í meistaraflokki og ungmenna innan Íslands. Of mikið af árangri hjá Þórdísi til að fjalla um í stuttri samantekt og því stiklað á stóru. En vafalaust ein af sterkustu frammistöðum sem Íslendingur hefur sýnt í sögu íþróttarinnar.
Mögulegt er að lesa nánar um árangur Þórdísar í frétt á bogfimifréttamiðlinum archery.is
https://archery.is/thordis-unnur-trissubogakona-arsins-2025-annad-arid-i-rod/
Þetta er annað árið í röð sem Þórdís er valin íþróttakona ársins.
Skemmtileg viðbót
Íþróttafólk ársins er valið út frá hlutlausum tölfræði útreikningi á getustigi og árangri íþróttafólks, þar sem vægi sett hæst á árangur alþjóðlega og svo í meistaraflokki á Íslandi í bæði undankeppni og útsláttarkeppni. Til gamans þá hefur BFSÍ verið að vinna í því að búa til topp 10 lista eða eitthvað ámóta fyrir útreikning á íþróttafólki ársins. Sú vinna er enþá í gangi ásamt því að vinna að því að finna leiðir til þess að spara vinnu og sjálfvirkja útreikning í stað þess að þurfa að taka það saman handvirkt á hverju ári.
En til gamans og hliðsjónar er hægt að sjá hér óformlega listann fyrir árið 2025 (óformlegt þar sem að það gætu „theoretically“ verið til aðilar sem myndu enda hærra inn á listanum sem eru ekki inn á listnum þar sem að tilgangur núverandi útreikninga er bara að finna „þann efsta“ á mjög áreiðanlegan veg, ekki að finna hver hefði verið þriðji, fimmti eða tíundi í hverri keppnisgrein eða í heild. Þó að efsti partur listanns sé nokkuð áreiðanlegur).
| Topp | Óháð kyni | Félag | Bogi | Stig |
| 1 | Baldur Freyr Árnason | Boginn | Berbogi | 5,959 |
| 2 | Þórdís Unnur Bjarkadóttir | Boginn | Trissubogi | 5,854 |
| 3 | Ragnar Smári Jónasson | Boginn | Trissubogi | 4,833 |
| 4 | Heba Róbertsdóttir | Boginn | Berbogi | 4,761 |
| 5 | Alfreð Birgisson | Akur | Trissubogi | 4,587 |
| 6 | Guðbjörg Reynisdóttir | Hrói Höttur | Berbogi | 4,341 |
| 7 | Marín Aníta Hilmarsdóttir | Boginn | Sveigbogi | 4,336 |
| 8 | Izaar Arnar Þorsteinsson | Akur | Berbogi | 4,333 |
| 9 | Valgerður E. Hjaltested | Boginn | Sveigbogi | 3,892 |
| 10 | Ari Emin Björk | Akur | Sveigbogi | 3,841 |
| 11 | Anna María Alfreðsdóttir | Akur | Trissubogi | 3,748 |
| 12 | Helgi Már Hafþórsson | Akur | Berbogi | 3,670 |
| 13 | Haukur Hallsteinsson | Freyja | Langbogi | 3,554 |
| 14 | Eowyn Marie Mamalias | Boginn | Trissubogi | 3,547 |
| 15 | Freyja Dís Benediktsdóttir | Boginn | Trissubogi | 3,535 |
BFSÍ óskar Baldri, Þórdísi og öllum sem urðu bogfimifólk ársins og öllum sem gerðu sitt best á árinu til hamingju með árangurinn!
https://bogfimi.is/2025/11/24/ari-marin-ragnar-thordis-baldur-heba-haukur-og-bogfimifolk-arsins-2025/

You must be logged in to post a comment.