Heimsmeistaramótið í markbogfimi utandyra er í fullum gangi í Gwangju Suður Kóreu. 8 Íslenskir keppendur og 3 lið voru að keppa á mótinu.
75 þjóðir og yfir 500 keppendur voru að keppa á HM að þessu sinni. Met þátttaka var í trissuboga kvenna einstaklingskeppni og trissuboga blandaðri liðakeppni á HM, ásamt því að góð þátttaka var í öllum öðrum greinum HM í samanburði við síðustu 2 áratugi, þó að engin önnur þátttökumet hafi verið slegin.
Alfreð, Þórdís, Anna og Eowyn unnu sér þátttökurétt í útsláttarleikjum einstaklinga á HM og trissuboga kvenna liðið var aðeins 4 stigum frá því að tryggja sér þátttökurétt í liðakeppni á HM, en Filippseyjar náðu yfirhöndinni í seinni part undankeppni HM og náðu þátttökuréttinum af Íslandi með mjög naumum mun 1976-1972. Efstu 104 einstaklingar og 24 liða halda afram eftir undankeppni HM utandyra.
Niðurstöður Íslenskra keppenda og liða á HM:
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir – Trissuboga kvenna – 57 sæti
- Anna María Alfreðsdóttir – Trissuboga kvenna – 57 sæti
- Eowyn Marie Mamalias – Trissuboga kvenna – 57 sæti
- Alfreð Birgisson – Trissuboga karla – 57 sæti
- Dagur Örn Fannarsson – Trissuboga karla – 116 sæti
- Astrid Daxböck – Sveigboga kvenna – 120 sæti
- Marín Aníta Hilmarsdóttir – Sveigboga kvenna – 111 sæti
- Valgerður Hjaltested – Sveigboga kvenna – 113 sæti
- Sveigboga kvenna lið – 31 sæti
- Marín Aníta Hilmarsdóttir
- Astrid Daxböck
- Valgerður Hjaltested
- Trissuboga kvenna lið – 25 sæti
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir
- Anna María Alfreðsdóttir
- Eowyn Marie Mamalias
- Trissuboga mixed team – 43 sæti
- Alfreð Birgisson
- Anna María Alfreðsdóttir
Alfreð var sleginn út í fyrsta útslætti HM 148-142 af Nico Wiener sem vann HM 2021. Það er erfitt að vera óánægður ef maður er sleginn út af HM af heimsmeistaranum.
Íslendingarnir lentu úti í S-Kóreu 2 september og fljúga flestir heim 13 september eftir að gull/brons úrslitaleikjum lýkur.
Veðrið fyrstu dagana var hryllilega heitt og mjög rakt. Það batnaði töluvert flesta keppnisdagana þar sem að hitastig lækkaði, það var skýjað og þokkaleg rigning var mestan tíman á meðan keppni stóð sem gerði hitastigið mjög bærilegt á meðan á keppni stóð. Þrátt fyrir að keppnisvöllurinn hafi verið á floti stærstan part af keppninni þá voru okkar keppendur ánægðir með veðrið, allt betra en hitinn.
HM er ekki lokið að fullu og úrslitaleikir í sveigboga verða haldnir á næstu dögum og sýnt verður beint frá þeim á Archery+.
Heilt á litið stóðu Íslensku keppendurnir sig fínt, engin met voru slegin og enginn stóð sig illa. Getustig á heimsvísu í íþróttinni hefur bara hækkað töluvert og það er enginn að vinna til verðlauna á HM nema hann sé atvinnumaður í dag. Eitthvað sem gæti komið til á Íslandi í framtíðinni með launasjóði afreksmanna.
Næst á dagskrá hjá BFSÍ er EM í víðavangsbogfimi i Póllandi 13-21 september, þar sem að Þórdís Unnur og Ragnar Smári keppa í trissuboga U21 í mixed team og individual. Taldar eru góðar líkur á verðlaunum á því móti þó að þetta verði í fyrsta sinn sem þau bæði keppa í víðavangsbogfimi.
Mögulegt er að finna myndir á Smugmug BFSÍ frá HM með því að smella hér.