Evrópubikarmóti ungmenna (EBU) í Catez í Slóveníu var að ljúka um helgina. Mótið var haldið vikuna 27 júlí – 3 ágúst og var stærsta ungmenna mót í sögu World Archery Europe (Evrópusambandsins) með yfir 500 þátttakendur samtals.
12 keppendur voru frá Íslandi og gengi Íslands á mótinu var gott. Íslendingar unnu til þriggja brons verðlauna. Heba vann brons í kvenna og Henry fann brons í karla og þau saman unnu bronsið í berboga blandaðri liðakeppni (mixed team 1kk+1kvk). Þórdís og Ragnar stóðu sig einnig vel og komust í 16 manna úrslit í sínum keppnisgreinum þar sem var met þátttaka.
Þau 3 brons bætast við safn Íslands af verðlaunum af Evrópubikarmótum ungmenna á þessu ári. Heildarverðlaunatala Íslands á Evrópubikarmótum ungmenna frá upphafi:
- 2022 og fyrr Samtals 0 verðlaun
- 2023 EBU Samtals 1 verðlaun
- Liða: 1 silfur
- 2024 EBU samtals 1 verðlaun
- Liða: 1 brons
- 2025 Samtals 10 verðlaun!!
- Liða: 1 gull, 1 silfur, 3 brons
- Einstaklinga: 2 gull, 1 silfur, 2 brons
Vægast sagt mikið og óvænt hopp í árangri milli ára og verður erfiður leikur að reyna að endurtaka það í náinni framtíð.
Gaman er að geta þess að Evrópubikarmót hafa alltaf verið opin þjóðum utan Evrópu og voru nokkrar þjóðir frá Asíu og Afríku að keppa á Evrópubikarmótinu í Slóveníu. Ragnar Smári í trissuboga U21 karla var t.d. sleginn út í 16 manna úrslitum af keppanda frá Suður-Afríku á Evrópubikarmótinu núna í Slóveníu.
Mögulegt verður að lesa frétt um hvern keppanda fyrir sig og þeirra árangur á Evrópubikarmótinu á Archery.is.
Mótið sjálft var án vafa sögulegur viðburður í stærð og fjölda þátttakenda og ekki langt frá því að segja að mótið hafi verið á HM leveli, enda nokkrar þjóðir utan Evrópu sem kepptu á mótinu líka.
- 317 keppendur á Evrópubikarmóti 2017 í Króatíu var áður stærsta ungmennamót í sögu íþróttarinnar í Evrópu
- 363 keppendur á EM ungmenna 2024 í Rúmeníu var áður stærsta ungmennamót í sögu íþróttarinnar í Evrópu
- Stærsta HM í sögu íþróttarinnar 584 og það nær því ekki að vera stærra en stærsta HM. En var sambærilegt í fjölda þátttakenda og 2 HM á síðustu 20 árum.
- 393 keppendur voru skráðir á Evrópubikarmótið í Slóveníu núna. Sem er því bæði stærra en öll Evrópubikarmót ungmenna sem haldin hafa verið og stærra en öll EM ungmenna sem haldin hafa verið hingað til.
Í heildina með þjálfurum/liðsstjórum voru yfir 500 þátttakendur á EBU í Slóveníu og slær einnig metið í heildarfjölda þátttakenda.
Lokaniðurstöður í einstaklingskeppni á EBU í Slóveníu:
- 3 sæti – Heba Róbertsdóttir BFB – Berboga kvenna U21
- 3 sæti – Henry Johnston BFB – Berboga karla U21
- 9 sæti – Ragnar Smári Jónasson BFB – Trissuboga karla U21
- 9 sæti – Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB – Trissuboga kvenna U18
- 17 sæti – Kaewmungkorn Yuangthong BFHH – Trissuboga karla U21
- 17 sæti – Bergur Freyr Geirsson BFB – Trissuboga karla U21
- 17 sæti – Eydís Elide Sartori BFB – Trissuboga kvenna U21
- 17 sæti – Sóldís Inga Gunnarsdóttir BFB – Trissuboga kvenna U18
- 17 sæti – Elísabet Fjóla Björnsdóttir BFB – Trissuboga kvenna U18
- 17 sæti – Magnús Darri Markússon BFB – Trissuboga karla U18
- 33 sæti – Ari Emin Björk ÍFA – Sveigboga karla U21
- 57 sæti – Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB – Sveigboga kvennna U18
Í fylgd voru Gummi Guðjóns, Vala Hjaltested og Geir Garðars.
Lokaniðurstöður í liðakeppni á EBU í Slóveníu:
- 3 sæti – Berboga U21 blandað lið (mixed team)
- Heba Róbertsdóttir BFB
- Henry Johnston BFB
- 5 sæti – Trissuboga kvenna U18 lið
- Sóldís Inga Gunnarsdóttir BFB
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB
- Elísabet Fjóla Björnsdóttir BFB
- 6 sæti – Trissuboga karla U21 lið
- Ragnar Smári Jónasson BFB
- Kaewmungkorn Yuangthong BFHH
- Bergur Freyr Geirsson BFB
(Fyrsta sinn sem Ísland skipar liði í greininni á Evrópubikarmóti)
- 9 sæti – Trissuboga U21 blandað lið (mixed team)
- Ragnar Smári Jónasson BFB
- Eydís Elide Sartori BFB
- 9 sæti – Trissuboga U18 blandað lið (mixed team)
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB
- Magnús Darri Markússon BFB
Íslandsmet sem slegin voru á mótinu:
- Ragnar Smári Jónasson – Íslandsmet – Trissuboga U21 karla – 683 stig (metið var áður 679)
- Landsliðs Íslandsmet – Trissubogi U18 blandað lið útsláttarkeppni – 140 stig (metið var áður 138)
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir
- Magnús Darri Markússon
- Landsliðs Íslandsmet – Trissubogi U21 karla lið undankeppni 1743 stig
- Ragnar Smári Jónasson
- Kaewmungkorn Yuangthong
- Bergur Freyr Geirsson
- Landsliðs Íslandsmet – Trissubogi U21 karla lið útsláttarkeppni 210 stig
- Ragnar Smári Jónasson
- Kaewmungkorn Yuangthong
- Bergur Freyr Geirsson
Vert að nefna að Ragnar Smári jafnaði einnig Íslandsmetið í meistaraflokki trissuboga, metið þar er 683 stig sem er glæsilegt. Ari Björk var ekki langt frá metinu í sveigboga karla U21 flokki með 587, metið er 593 og er 4 ára gamalt.
Ýmsir skemmtilegir punktar:
Ýmsilegt um EBU í Slóveníu og Evrópubikarmótin almennt
- Ísland hefur nú átt keppendur í öllum einstaklingsgreinum á Evrópubikarmótum ungmenna
- Ari Emin Björk var fyrsti Íslenski keppandinn í sveigboga U21 karla á Evrópubikarmóti ungmenna
- Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir var fyrsti Íslenski keppandinn í sveigboga U18 kvenna á Evrópubikarmóti ungmenna
- Þetta voru einu greinarnar sem að Ísland hafði ekki átt keppendur í áður.
- Ísland skipaði einnig í fyrsta sinn liði í trissuboga karla U21
- Þórdís bætti hæsta skor í trissuboga U18 á EBU
- Ragnar bætti hæsta skor í trissuboga U21 á EBU
- Veðrið var frábært næstum allan tímann, lítill vindur, oftast þægilega heitt (miðað við Ísland), stundum óþægilega heitt og lítil sjaldgæf rigning.
- Gummi átti að fá myndskeiðin af brons og gull úrslitaleikjum Íslendinga frá Evrópubikarmóti ungmenna í Búlgaríu svo að mögulegt væri að deila þeim á Archery TV Iceland. En því miður þá var brotist inn í Ianseo livestream bílinn og tölvunum sem voru með upptökunum var stolið (ásamt mörgu öðru). Þannig að því miður eru brotnu myndskeiðin á World Archery Europe Youtube rásinni einu myndskeiðin sem eftir eru ef mótinu (þar sem vantar nokkra útslætti úr streyminu vegna bilunar í internet tengingunni á úrslitadeginum).
- Svíjar slógu heimsmet og Evrópumet Íslendinga í berboga blandaðri liðakeppni á mótinu. Þeir slógu líka Evrópumetið í meistaraflokki og voru aðeins 1 stigi frá heimsmetinu í meistaraflokki.
Smá insider jokes fyrir keppendur í lokin sem bara þeir skilja 😉
- Bergur og Geir sendu töskuna í frí
- Ragnar heldur að öll lönd séu í Evrópu
- Fjóla var pynnt af ókunnguri konu
- Sóldís er með „detta í jörðina“ takka á öxlinni
- Henry gleymir rauða bandinu
- Eydís mætti ekki þegar hún vann
- Heba bjó til fatlaðra stæði
- Ari og Phukao reyndu að sofa í rúmmum ókunnugra
- Magnús var vakandi
- Anna var klónuð
- Þórdís átti kærasta sem átti ekki kærustu
EBU í Slóveníu var seinna EBU á árinu en fyrra mótið var haldið í Búlgaríu með frábæru gengi Íslendinga, en nánar er hægt að lesa um það í þessari frétt:
EBU í Slóveníu var einnig partur af Evrópubikarmótaröð ungmenna 2025, en birt verður frétt um Evrópubikarmótaröðin þegar niðurstöður hennar verða birtar.
Mögulegt er að finna myndir af mótinu hér: